Fara í efni

Hraðið, miðstöð nýsköpunar óskar eftir að kynna starfsemina og fá samtal um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202308053

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023

Með fundarboði fylgir greinargerð um starfsemi Hraðsins árið 2022 en Hraðið, miðstöð nýsköpunar, óskar eftir samtali við Norðurþing um áframhaldandi samstarf.

Á fund byggðarráðs mætir Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og kynnir starfsemi Hraðsins. Einnig situr fundinn undir þessum lið Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík.
Byggðarráð þakkar Stefáni Pétri og Lilju Berglindi fyrir greinagóða kynningu á starfsemi Hraðsins á Húsavík. Núverandi rekstrarsamningur við Hraðið rennur út í nóvember og mun byggðarráð fjalla um drög að nýjum samningi síðar.

Byggðarráð Norðurþings - 442. fundur - 26.09.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að samningi við Hraðið- miðstöð nýsköpunar til 3 ára um vinnuaðstöðu og þjónustu fyrir Norðurþing og eflingu nýsköpunarstarfs.
Meirihluti byggðarráðs samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

Áki óskar bókað; vill halda óbreyttum styrk frá fyrra ári.