Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

439. fundur 31. ágúst 2023 kl. 08:30 - 11:11 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Undir 1. lið sat fundinn Hróðný Lund, félagsmálastjóri.
Undir liðum 5 og 6 sátu fundinn Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík og Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.

1.Þróunarverkefni um samþætta heimaþjónustu

Málsnúmer 202305105Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 1. júní sl. tók ráðið jákvætt í að Norðurþing verði, í samstarfi við HSN, hluti af þróunarverkefni um samþættingu félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Með samþættingu er átt við að rekstur þjónustunnar sé á einni hendi, jafnt mannafla- sem fjármálastjórn. Sveitarstjóra var falið að fylgja málinu eftir.

Hróðný Lund, félagsmálastjóri, situr fundinn undir þessum lið og gerir grein fyrir framgangi málsins en búið er að lengja umsóknarfrest um þátttöku í þróunarverkefninu til 14. september nk.
Byggðarráð samþykkir að sækja ekki um þátttöku í þróunarverkefninu enda fellur rekstrarfyrirkomulag félagsþjónustu Norðurþings ekki að verkefninu. Byggðarráð er mjög hlynnt samþættingu og að rekstur þjónustu við eldra fólk í heimahúsum sé á einni hendi.

2.Ósk um heimild til rannsókna á vindauðlindinni í landi Norðurþings

Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður samningur á milli Norðurþings og Landsvirkjunar um rannsóknir á vindauðlindinni austan Húsavíkurfjalls.
Byggðarráð fagnar því að Landsvirkjun sýni svæðinu áhuga til vistvænnar orkuöflunar og hyggist hefja rannsóknir austan Húsavíkurfjalls nú á haustmánuðum.

Landsvirkjun er kunnugt um að í samkomulagi Norðurþings og Qair Iceland ehf. sem gert var í mars 2021, um að veita félaginu aðstöðu til vindrannsókna á landsvæði í eigu Norðurþings, er tilvísun til 3. mgr. 7. gr. laga. nr. 57/1998.

3.Málefni Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 202211098Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætir Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi og stjórnarmaður í Flugfélaginu Erni til samtals og upplýsinga vegna Húsavíkurflugs.
Byggðarráð þakkar Leifi fyrir komuna á fundinn og upplýsingar um stöðu mála.

4.STEM Húsavík, erindi um stuðning við starfsemina

Málsnúmer 202305115Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá STEM Húsavík um framlag sveitarfélagsins til reksturs starfseminnar.
Byggðarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu að þessu sinni.

5.FabLab Húsavík óskar eftir að kynna starfsemina og leggja fram greinargerð ársins 2022

Málsnúmer 202308054Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir ársskýrsla Fab Lab Húsavík 2022 sem send er samkvæmt 4.gr. samnings við Norðurþing frá 1. maí 2022. Skv. greininni greiðir Norðurþing 5 mkr árlegt rekstrarframlag til FabLab Húsavík árin 2022, 2023 og 2024 að lokinni kynningu og greinargerð sem er lögð fyrir byggðarráð um starfsemi undangengins árs.

Á fund byggðarráðs mætir Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík og kynnir starfsemina. Einnig situr fundinn undir þessum lið Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga.
Byggðarráð þakkar Stefáni Pétri og Lilju Berglindi fyrir greinagóða kynningu á starfsemi Fab Lab Húsavík.

6.Hraðið, miðstöð nýsköpunar óskar eftir að kynna starfsemina og fá samtal um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 202308053Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgir greinargerð um starfsemi Hraðsins árið 2022 en Hraðið, miðstöð nýsköpunar, óskar eftir samtali við Norðurþing um áframhaldandi samstarf.

Á fund byggðarráðs mætir Lilja Berglind Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga og kynnir starfsemi Hraðsins. Einnig situr fundinn undir þessum lið Stefán Pétur Sólveigarson, verkefnisstjóri Fab Lab Húsavík.
Byggðarráð þakkar Stefáni Pétri og Lilju Berglindi fyrir greinagóða kynningu á starfsemi Hraðsins á Húsavík. Núverandi rekstrarsamningur við Hraðið rennur út í nóvember og mun byggðarráð fjalla um drög að nýjum samningi síðar.

7.Umsókn um styrk vegna þátttöku í heimsmeistaramóti fjárhunda.

Málsnúmer 202308058Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsókn um styrk fyrir Smalahundafélag Íslands vegna þátttöku í heimsmeistaramóti BC fjárhunda 2023 sem fram fer á Írlandi dagana 13.-16. september nk.
Byggðarráð samþykkir styrk til verkefnisins að upphæð 100.000 kr.

8.Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 202308057Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar frá Byggðastofnun um málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem haldið verður á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.

Málþingið er haldið í tilefni af því að rúm 10 ár eru liðin frá því að verkefnið Brothættar byggðir hóf göngu sína einmitt á Raufarhöfn.Tekið er á móti skráningum á málþingið til og með mánudeginum 2. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð stefnir á að halda byggðarráðsfund þennan dag á Raufarhöfn.

9.Hvítbók um húsnæðismál er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda

Málsnúmer 202308033Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til umsagnar: Innviðaráðuneytið vekur athygli á að hvítbók um húsnæðismál er til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda.

Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 4. september nk.
Lagt fram til kynningar.

10.Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni: Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 151/2023 "Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga".

Umsagnarfrestur er til og með 01.09.2023.
Lagt fram til kynningar.

11.Starfshópur um skattlagningu orkuvinnslu

Málsnúmer 202308032Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur umsagnarbeiðni: Þann 7. júní sl. skipaði fjármála- og efnahagsráðherra starfshóp sem falið er að hefja skoðun á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.
Í ljósi þess að skattaumhverfi orkuvinnslu snertir marga aðila hefur starfshópurinn ákveðið í upphafi vinnunnar að gefa hagsmunaaðilum og öðrum aðilum kost á því að koma að ábendingum og/eða tillögum til starfshópsins sem stutt geta við vinnu hópsins vegna skoðunar á skattalegu umhverfi orkuvinnslu.

Málið er til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda og frestur til að skila umsögnum er 31. ágúst.
Byggðarráð Norðurþings tekur undir umsögn Samtaka Orkusveitarfélaga og gerir að sinni.
Ráðið leggur áherslu á að nærsamfélagið njóti sanngjarns ávinnings vegna nýtingar orkuauðlinda og að tekið verði tillit til orkumannvirkja og meginflutningslína í þeim málum.

12.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202307035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2023 sem verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica dagana 21.-22. september nk.
Lagt fram til kynningar.

13.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202308047Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem verður haldinn miðvikudaginn 20. september nk. á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík kl. 16:00.
Til fundarins eru boðaðir framkvæmdastjórar sveitarfélaga eða staðgenglar þeirra, fulltrúar samtaka sveitarfélaga og aðrir samstarfsaðilar Jöfnunarsjóðs.
Lagt fram til kynningar.

14.Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.

Málsnúmer 202308046Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð frá stjórn Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum en boðað er til aðalfundar samtakanna föstudaginn 22. september kl. 12:30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Ársfundur samtakanna skal haldinn í tengslum við fjármálaráðstefnu sveitarfélaga og eiga allir fulltrúar aðildarsveitarfélaga sem sitja ráðstefnuna seturétt á ársfundi. Komi til atkvæðagreiðslu hefur hvert sveitarfélag eitt atkvæði.
Byggðarráð samþykkir að sveitarstjóri fari með atkvæði Norðurþings á ársfundinum.

15.Aðalfundur fulltrúaráðs Brunabótafélags Íslands

Málsnúmer 202308044Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð: Það tilkynnist aðildarsveitarfélögum Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands hér með að í samræmi við 10.gr laga 68/1994 um EBÍ verður aðalfundur fulltrúaráðs félagsins haldinn á Berjaya Reykjavík Natura Hótel föstudaginn 6. október næstkomandi kl. 10.30.
Lagt fram til kynningar.

Kjörinn fulltrúi Norðurþings í fulltrúaráði Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands er Soffía Gísladóttir og Aldey Unnar Traustadóttir til vara.

16.Aðalfundur Dvalarheimilis aldraðra sf 2023

Málsnúmer 202206035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð Dvalarheimilis aldraðra sf, vegna aðalfundar sem haldinn verður föstudaginn 15. september 2023 kl. 15:00 í fundarsal Norðurþings, Ketilsbraut 7-9 Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

Kjörnir fulltrúar Norðurþings á aðalfundi DA sf. eru:
Hafrún Olgeirsdóttir, Hjálmar Bogi Hafliðason og Benóný Valur Jakobsson.
Til vara: Soffía Gísladóttir, Eiður Pétursson og Aldey Unnar Traustadóttir.

17.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2023

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 5. fundar stjórnar Húsavíkurstofu en fundurinn var haldinn þriðjudaginn 29. ágúst sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:11.