Fara í efni

Málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir

Málsnúmer 202308057

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar frá Byggðastofnun um málþing um byggðaþróunarverkefnið Brothættar byggðir sem haldið verður á Raufarhöfn fimmtudaginn 5. október nk. í félagsheimilinu Hnitbjörgum frá kl. 10:30-16:20.

Málþingið er haldið í tilefni af því að rúm 10 ár eru liðin frá því að verkefnið Brothættar byggðir hóf göngu sína einmitt á Raufarhöfn.Tekið er á móti skráningum á málþingið til og með mánudeginum 2. október nk.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð stefnir á að halda byggðarráðsfund þennan dag á Raufarhöfn.