Fara í efni

Málefni Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 202211098

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 414. fundur - 24.11.2022

Fulltrúar frá Isavia ohf. komu á fund byggðarráðs til að ræða málefni Húsavíkurflugvallar.

Byggðarráð þakkar fulltrúum Isavia fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð Norðurþings skorar á ríkisvaldið & ISAVIA að sinna viðhaldi flugstöðvarbyggingarinnar á Húsavíkurvíkurflugvelli. Ljóst er að húsnæði er komið á viðhald en því hefur ekki verið sinnt í árafjöld. Árið 2012 hófst flugrekstur aftur eftir hlé frá aldamótum. Nú er reglubundið flug um völlinn, í byggingunni starfar fólk og um hana fara þúsundir farþegar á ársgrundvelli. Því er það eðlileg og skýlaus krafa byggðarráðs Norðurþings að viðhaldi verði sinnt.

Byggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023

Á fund byggðarráðs mætir Leifur Hallgrímsson hjá Mýflugi og stjórnarmaður í Flugfélaginu Erni til samtals og upplýsinga vegna Húsavíkurflugs.
Byggðarráð þakkar Leifi fyrir komuna á fundinn og upplýsingar um stöðu mála.

Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023

Sveitarstjórn hefur til umfjöllunar áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll.
Til máls tóku: Hjálmar og Benóný.

Sveitarstjórn Norðurþings bókar:
Byggðarráð og sveitarstjórn Norðurþings hafa áréttað mikilvægi áætlunarflugs um Húsavíkurflugvöll sem hluta af samgöngukerfi Þingeyinga. Flugið skipar mikilvægan sess í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem framundan er með tilkomu Grænna Iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar, landeldi og ferðaþjónustu sem er ein stærsta atvinnugreinin á svæðinu. Enn fremur er flugið mikilvægt fyrir íbúa sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, s.s. heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnusóknar.

Fulltrúar Norðurþings, Þingeyjarsveitar, Húsavíkurstofu og stéttarfélagsins Framsýnar hafa komið sjónarmiðum sínum á framfæri við flugrekstraraðila, samgönguyfirvöld, þingmenn og ráðherra. Ný hyllir undir að niðurstaða fáist í málið. Það er von okkar og trú að sú niðurstaða verði farsæl Þingeyingum til heilla.