Fara í efni

Ósk um heimild til rannsókna á vindauðlindinni í landi Norðurþings

Málsnúmer 202212024

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggur ósk frá Landsvirkjun eftir því að hefja samtal við Norðurþing um rannsóknir á svæði ofan við iðnaðarsvæðið á Bakka sem liggur norðaustan við Húsavíkurfjall til uppbyggingar vindorkuvers og samninga því tengdu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að hefja samtal við Landsvirkjun um rannsóknir á umræddu svæði til uppbyggingar vindorkuvers og samninga því tengdu.

Byggðarráð Norðurþings - 416. fundur - 05.01.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að rannsóknarsamningi milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna vindauðlindar norðaustan við Húsavíkurfjall í landi Norðurþings ásamt fylgiskjali með uppdrætti af umræddu landssvæði.
Byggðarráð tók drögin að rannsóknarsamningnum til umfjöllunar og tekur málið til afgreiðslu á næsta fundi þann 12. janúar.

Byggðarráð Norðurþings - 429. fundur - 04.05.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að rannsóknarsamningi milli Norðurþings og Landsvirkjunar vegna vindauðlindar austan við Húsavíkurfjall í landi Norðurþings, ásamt fylgiskjali með uppdrætti af umræddu landssvæði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins að uppfæra drögin í samræmi við framkomnar ábendingar og leggja fyrir ráðið að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023

Fyrir byggðarráði liggja drög að rannsóknarsamningi á milli Landsvirkjunar og Norðurþings vegna vindrannsókna austan Húsavíkurfjalls.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að undirrita samninginn í samráði við lögfræðing sveitarfélagsins og samræmi við umræður á fundinum.

Byggðarráð telur að það sé ávinningur af því að semja við Landsvirkjun um heimild til vindrannsókna á svæðinu, þegar horft framtíðar og samstarfs um nýsköpun og græna atvinnuþróun milli aðila á svæðinu.

Byggðarráð Norðurþings - 439. fundur - 31.08.2023

Fyrir byggðarráði liggur undirritaður samningur á milli Norðurþings og Landsvirkjunar um rannsóknir á vindauðlindinni austan Húsavíkurfjalls.
Byggðarráð fagnar því að Landsvirkjun sýni svæðinu áhuga til vistvænnar orkuöflunar og hyggist hefja rannsóknir austan Húsavíkurfjalls nú á haustmánuðum.

Landsvirkjun er kunnugt um að í samkomulagi Norðurþings og Qair Iceland ehf. sem gert var í mars 2021, um að veita félaginu aðstöðu til vindrannsókna á landsvæði í eigu Norðurþings, er tilvísun til 3. mgr. 7. gr. laga. nr. 57/1998.

Byggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023

Á fund byggðarráðs mætti Unnur M. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Þróunar vindorku hjá Landsvirkjun.
Byggðarráð þakkar Unni M. Þorvaldsdóttir frá Landsvirkjun fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á rannsóknarverkefni þeirra á vindauðlindinni í landi Norðurþings.