Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

441. fundur 14. september 2023 kl. 08:30 - 11:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Rebekka Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Benóný Valur Jakobsson
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 5, sat fundinn frá Landsvirkjun Unnur M. Þorvaldsdóttir.
Undir lið nr. 7, sat fundinn Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri.

Aldey Unnar Traustadóttir sat fundinn í fjarfundi.

1.Áætlunarflug flugfélagsins Ernis til Húsavíkur

Málsnúmer 202309061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja upplýsingar um samtöl Norðurþings við flugfélagið Erni og ríkisvaldið um framtíð áætlanaflugs til Húsavíkur.
Byggðarráð ítrekar fyrri bókanir sínar um mikilvægi þess að reglulegt áætlunarflug um Húsavíkurflugvöll í Aðaldal haldi áfram. Flugið skipar mikilvægan sess í atvinnuuppbyggingu í Þingeyjarsýslum sem framundan er með tilkomu Grænna Iðngarða á Bakka, tvöföldun Þeistareykjavirkjunar, landeldi á svæðinu og ferðaþjónustu sem er ein stærsta atvinnugreinin á svæðinu. Enn fremur er flugið mikilvægt fyrir íbúa sem þurfa að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið, s.s. heilbrigðisþjónustu og vegna atvinnusóknar.

Byggðarráð skorar á ríkisstjórn Íslands að veita tímabundinn styrk svo að áætlunarflug til Húsavíkur leggist ekki niður.

2.Hálfsársuppgjör Norðurþings

Málsnúmer 202309056Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur 6 mánaða óendurskoðað uppgjör Norðurþings vegna ársins 2023.
Hálfsársuppgjör Norðurþings 2023, tekið fyrir í byggðarráði þann 14.09.2023

Þetta er í fyrsta skipti í nokkurn tíma sem gert er formlegt 6 mánaða uppgjör fyrir Norðurþing og því eru ekki til staðar samanburðartölur í rekstri fyrir sama tímabil á fyrra ári og eru samanburðarfjárhæðir í rekstri því fyrir allt árið 2022.
Árshlutareikningurinn fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2023 er óendurskoðaður og ókannaður.
Árshlutareikningurinn sýnir að fjárhagsstaða Norðurþings byggir á traustum grunni en óhagstætt verðbólguumhverfi og mikil hækkun lífeyrisskuldbindinga litar niðurstöðuna.
Halli af rekstri A hluta á tímabilinu nam 229,3 milljónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 50,3 milljóna króna halla.
Halli af rekstri samstæðunnar nam 376,3 milljónum en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 79,6 milljóna króna halla.
Heildareignir samstæðunnar nema í lok tímabilsins 10.048 milljónum króna og eigið fé samstæðunnar nemur 2.065 milljónum króna.
Veltufé frá rekstri A hluta nemur 190 milljónum króna eða um 7,9% af tekjum og veltufé frá rekstri samstæðunnar í heild nemur 245,9 milljónum króna eða um 8,8% af tekjum.

3.Áætlanir vegna ársins 2024

Málsnúmer 202306019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum sviða og stofnana vegna ársins 2024.
Fjárhagsrammar 2024 fyrir stofnanir og svið Norðurþings verða lagðir fyrir ráðið að nýju á næsta fundi þann 5. október nk.

4.Viðauki 06 Æskulýðs og íþróttamál

Málsnúmer 202309029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur viðauki við fjárhagsáætlun 2023 á fjölskyldusviði í málflokki 06 Æskulýðs- og íþróttamál. Viðaukinn var samþykktur á 162. fundi fjölskylduráðs og vísað til byggðarráðs.

Samþættingarverkefni- viðauki nr.4, vegna samnings við Völsung um þjálfun 7.786.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 7.786.000 kr, viðaukinn hefur áhrif til lækkunar á handbært fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka að fjárhæð 7.786.000 kr. og vísar honum til staðfestingar í sveitarstjórn.

5.Viðaukar 04 Fræðslumál

Málsnúmer 202309028Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja viðaukar við fjárhagsáætlun 2023 á fjölskyldusviði í málflokki 04 fræðslumál. Viðaukar voru samþykktir á 162. fundi fjölskylduráðs og vísað til byggðarráðs.

Tónlistaskóli- viðauki nr. 5, vegna launauppgjörs 6.200.000 kr.
Raufarhafnarskóli- viðauki nr. 6, vegna skóla í skýjunum 5.000.000 kr.
Öxafjarðarskóli- viðauki nr. 7, vegna skólaaksturs 5.200.000 kr.
Leikskólinn Grænuvellir- viðauki nr. 8, vegna fjölgunar barna í haust 7.105.000 kr.

Samtals fjárhæð viðauka 23.505.000 kr, viðaukarnir hafa áhrif til lækkunar á handbæru fé aðalsjóðs að sömu fjárhæð.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi viðauka af fræðslusviði, samtals að fjárhæð 23.505.000 kr., og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.

6.Ósk um heimild til rannsókna á vindauðlindinni í landi Norðurþings

Málsnúmer 202212024Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs mætti Unnur M. Þorvaldsdóttir forstöðumaður Þróunar vindorku hjá Landsvirkjun.
Byggðarráð þakkar Unni M. Þorvaldsdóttir frá Landsvirkjun fyrir komuna á fundinn og góða kynningu á rannsóknarverkefni þeirra á vindauðlindinni í landi Norðurþings.

7.Þjónustustefna Norðurþings

Málsnúmer 202305116Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur þjónustustefna Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna drög að þjónustustefnu Norðurþings í gegnum íbúasamráð.

8.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar tillögur um næstu skref í ferlinu.
Lagt fram til kynningar.

9.Hvatning til sveitarstjórna um mótun málstefnu

Málsnúmer 202309023Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur hvatning frá innviðaráðuneytinu um að móta og setja sér málstefnu. Málstefnan er í samræmi við 130. gr. sveitarstjórnarlaga.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að setja af stað vinnu sveitarfélagsins um gerð og mótun málstefnu Norðurþings í samræmi við 130. gr sveitarstjórnarlaga.

10.Aukaaðalfundur samtaka orkusveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202309026Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundarboð um aukaaðalfund Samtaka orkusveitarfélaga sem haldinn verður í fjarfundabúnaði Teams þriðjudaginn 19. september nk. klukkan 13:00.
Byggðarráð felur Katrínu Sigurjónsdóttir sveitarstjóra setu á fundinum og Bergþór Bjarnason fjármálastjóra til vara.

11.Umsóknir um stofnframlög

Málsnúmer 202309027Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tilkynning frá HMS; á næstu vikum verður auglýst eftir umsóknum í seinni úthlutun fyrir árið 2023 um stofnframlaglög ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum nr. 52/2016 og reglugerð nr. 183/2020.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að kanna hvort sveitarfélagið eigi erindi til umsóknar í þessari úthlutun.

Fundi slitið - kl. 11:05.