Fara í efni

Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202110036

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Borist hefur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. þar sem óskað er eftir afstöðu Norðurþings til mögulegrar framtíðar félagsins.
Byggðarráð er jákvætt fyrir eflingu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað með yfirliti yfir eignarhluti Aðalsjóðs Norðurþings og Fjárfestingafélags Norðurþings í félögum og aðra eignarhluta innan samstæðu Norðurþings sem gætu fallið vel að starfsemi Fjárfestingafélags Þingeyinga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 117. fundur - 26.10.2021

Borist hefur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. þar sem óskað er eftir afstöðu Norðurþings til mögulegrar framtíðar félagsins.

Á 375. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað um málið;
Byggðarráð er jákvætt fyrir eflingu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað með yfirliti yfir eignarhluti Aðalsjóðs Norðurþings og Fjárfestingafélags Norðurþings í félögum og aðra eignarhluta innan samstæðu Norðurþings sem gætu fallið vel að starfsemi Fjárfestingafélags Þingeyinga.
Til máls tóku: Bergur, Helena og Benóný.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu.
Um er að ræða gamla Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. sem breytt var í Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga ses. og síðan aftur, með nafnabreytingu í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Eitt stykki hringur takk.
Í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf., er að finna nokkrar eignir og því er spurt með hvaða hætti Norðurþing geti styrkt félagið með eignasafni sínu í félögum sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi Norðurþings, þannig að virkt fjárfestingarfélag geti litið dagsins ljóss í Þingeyjarsýslu. Markmiðið er að búa til félag sem getur orðið áhrifavaldur til góðar verka í atvinnumálum svæðisins, ekki stórt en vonandi skynsamt.
Í ljósi framangreinds, leggur undirritaður fram þá tillögu að skoðað verið að eftirfarandi félög verði lögð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Félögin eru;
Skúlagarður- fasteignafélag ehf., Verslunarhúsið á Kópaskeri ehf., Greið leið ehf., Seljalax hf., Fjallalamb hf., Síldarvinnslan hf., Sparisjóður Suður-Þingeyinga sem og tvö félög í eigu Orkuveitu Húsavíkur ohf. (með samþykki stjórnar þess félags) þ.e. Sjóböðin ehf. og Mýsköpun ehf.
Mikilvægt er að framangreindar eignir verði endurmetnar áður en endanleg afgreiðsla málsins verði staðfest, sem og mögulegar tæknilegar fyrirstöður.
Bergur Elías Ágústsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Bergs.

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir þau félög sem til greina koma að verði færð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga samanber bókun á 117. fundi sveitarstjórnar Norðurþings.
Einnig liggja fyrir byggðarráði samþykktir umræddra félaga, ásamt ráðleggingum endurskoðanda Deloitte varðandi verðmat eignarhlutanna.
Taka þarf afstöðu til þess hvernig meta eigi verðmæti þessara hluta áður en næstu skref verða tekin.
Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið á næsta fundi sínum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 226. fundur - 16.12.2021

Á 117. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var til umræðu erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. þar sem óskað var eftir afstöðu Norðurþings til mögulegrar framtiðar félagsins.
Á fundinum var eftirfarandi bókað;
Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu.
Um er að ræða gamla Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga hf. sem breytt var í Atvinnuþróunarfélaga Þingeyinga ses. og síðan aftur, með nafnabreytingu í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Eitt stykki hringur takk.
Í Fjárfestingarfélagi Þingeyinga hf., er að finna nokkrar eignir og því er spurt með hvaða hætti Norðurþing geti styrkt félagið með eignasafni sínu í félögum sem ekki tilheyra kjarnastarfsemi Norðurþings, þannig að virkt fjárfestingarfélag geti litið dagsins ljóss í Þingeyjarsýslu. Markmiðið er að búa til félag sem getur orðið áhrifavaldur til góðar verka í atvinnumálum svæðisins, ekki stórt en vonandi skynsamt.
Í ljósi framangreinds, leggur undirritaður fram þá tillögu að skoðað verið að eftirfarandi félög verði lögð inn í Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. Félögin eru;
Skúlagarður- fasteignafélag ehf., Verslunarhúsið á Kópaskeri ehf., Greið leið ehf., Seljalax hf., Fjallalamb hf., Síldarvinnslan hf., Sparisjóður Suður-Þingeyinga sem og tvö félög í eigu Orkuveitu Húsavíkur ohf. (með samþykki stjórnar þess félags) þ.e. Sjóböðin ehf. og Mýsköpun ehf.
Mikilvægt er að framangreindar eignir verði endurmetnar áður en endanleg afgreiðsla málsins verði staðfest, sem og mögulegar tæknilegar fyrirstöður.
Bergur Elías Ágústsson.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu Bergs.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur telur hugmyndina að styrkja fjárfestingarfélag Þingeyinga áhugaverða og mun taka endanlega ákvörðun um ráðstöfun eigna í félögum sem Orkuveitan á í þegar vilji þeirra sem koma að félaginu liggur fyrir.

Byggðarráð Norðurþings - 384. fundur - 13.01.2022

Pétur Snæbjörnsson og Valdimar Halldórsson koma á fundinn og kynna stöðu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og framtíðarsýn.
Byggðarráð þakkar Pétri og Valdimar fyrir komuna á fundinn.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að láta meta eignarsafn fjárfestingarverðbréfa sveitarfélagsins m.t.t. mögulegs samruna við nýtt fjárfestingarfélag Þingeyinga. Einnig gera grein fyrir áhrifum samrunans á eignarhald félagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 385. fundur - 27.01.2022

Byggðarráð heldur áfram umræðu sinni um framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.
Byggðarráð fór yfir áætlaðan kostnað við verðmat og felur sveitarstjóra að halda áfram með málið.

Byggðarráð Norðurþings - 389. fundur - 03.03.2022

Byggðarráð heldur áfram umræðu sinni um framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. Fyrir liggur verðmat endurskoðanda á verðmæti félaga eignasafnsins.
Byggðarráð leggur til að sveitarsjóri vinni málið áfram og fundi með formanni Fjárfestingafélags Þingeyinga og fulltrúa Byggðastofnunar.

Byggðarráð Norðurþings - 441. fundur - 14.09.2023

Fyrir byggðarráði liggja til kynningar tillögur um næstu skref í ferlinu.
Lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 248. fundur - 10.10.2023

Fyrir stjórn liggur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. um að Orkuveita Húsavíkur ohf. skoði að leggja inn hluta af eignahlutum sínum inn í félagið til hlutafjáraukningar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur samþykkir að leggja inn hlut sinn í Mýsköpun ehf. á nýjasta þekkta gangvirði til hlutafjáraukningar í Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf.

Byggðarráð Norðurþings - 445. fundur - 26.10.2023

Fyrir byggðarráði liggja til umræðu hugmyndir vegna samruna félaga í eignasafni sveitarfélagsins.
Fjármálastjóri fór yfir stöðu mála vegna hugmynda um samruna félaga í eignasafni sveitarfélagsins.