Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

375. fundur 14. október 2021 kl. 08:30 - 11:40 Fjarfundur
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Fundurinn fer fram í gegnum Teams fjarfundabúnað.

1.Framtíð Fjárfestingafélags Þingeyinga hf.

Málsnúmer 202110036Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Fjárfestingafélagi Þingeyinga hf. þar sem óskað er eftir afstöðu Norðurþings til mögulegrar framtíðar félagsins.
Byggðarráð er jákvætt fyrir eflingu Fjárfestingafélags Þingeyinga hf. og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að taka saman minnisblað með yfirliti yfir eignarhluti Aðalsjóðs Norðurþings og Fjárfestingafélags Norðurþings í félögum og aðra eignarhluta innan samstæðu Norðurþings sem gætu fallið vel að starfsemi Fjárfestingafélags Þingeyinga.

2.Bréf til sveitarfélaga vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga

Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer

Samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytiið hefur á grundvelli 2. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011, gefið út nýjar leiðbeiningar um ritun fundargerða sveitarstjórna og leiðbeiningar um þátttöku nefndarmanna á fundum sveitarfélaga með rafrænum hætti. Samhliða nýjum leiðbeiningum hefur ráðuneytið, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga, uppfært fyrirmynd að samþykkt um stjórn sveitarfélaga sem ráðuneytinu ber aðgefa út sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga.
Lagt fram til kynningar.
Byggðarráð beinir því til starfshóps um endurskoðun samþykkta Norðurþings að hafa þetta til hliðsjónar í vinnu sinni.

3.Úrsögn úr stjórn Rifs fyrir hönd Norðurþings

Málsnúmer 202110004Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Níelsi Árna Lund þar sem hann óskar eftir að hætta sem stjórnarmaður í Rannsóknarstöðinni Rifi en Árni hefur verið fulltrúi Norðurþings í stjórninni frá árinu 2014.
Byggðarráð samþykkir beiðni Níelsar Árna og þakkar honum vel unnin störf á undanförnum árum.
Byggðarráð mun tilnefna einstakling í stjórn Rannsóknarstöðvarinnar Rifs á næsta fundi sínum.

4.Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps 2022

Málsnúmer 202109130Vakta málsnúmer

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tillaga framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði samþykkt.
Ásta og Hjálmar Bogi óska bókað að þau séu ekki sammála hækkun á gjaldskrá sorphirðu.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrá hunda- og kattahalds í Norðurþingi 2022

Málsnúmer 202109131Vakta málsnúmer

Á 108. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar til byggðarráðs til umfjöllunar og sveitarstjórn til samþykktar.
Lagt fram til kynningar.

6.Gjaldskrá leikskóla 2022

Málsnúmer 202109109Vakta málsnúmer

Á 101. fundi fjölskylduráðs 11. október sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að gjaldskráin hækki um 2,5% frá fyrri gjaldskrá og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði
Gjaldskrá fæðisgjalds leikskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla.

Klst
Almennt gjald
1
3.702 kr.4
14.809 kr.
5
18.512 kr.6
22.214 kr.
7
25.916 kr.8
29.618 kr.8,5
33.321 kr.


Klst
Einstæðir1
2.661
kr.


4
10.644
kr.


5 13.305
kr.


6
15.965
kr.

7 18.626
kr.


8 21.287
kr.


8,5
23.948
kr.
Morgunverður: 2.516 kr.
Hádegisverður: 5.992 kr.
Síðdegishressing: 2.516 kr.


Gjald ef barn er sótt eftir umsaminn tíma: 1000 kr.


Systkinaafsláttur með 2. barni 50% og með 3. barni 100%


Námsmenn sem stunda fullt lánshæft nám samkvæmt reglum Lánastjóðs íslenskra námsmanna fá 20% afslátt af vistunargjöldum samkvæmt nánari reglum þar um.
Lagt fram til kynningar.

7.Gjaldskrá Tónlistarskóla Húsavíkur 2022

Málsnúmer 202109110Vakta málsnúmer

Á 101. fundi fjölskylduráðs 11. október, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Um er að ræða 2,5% hækkun á grunnámi.
Gjaldskrá verður birt á vef Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá skólamötuneyta 2022

Málsnúmer 202109111Vakta málsnúmer

Á 101. fundi fjölskylduráðs 11. október sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir gjaldskránna og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði. Gjaldskrá mötuneyta grunnskóla í Norðurþingi verður samræmd á milli skóla. Gjaldið verður því 510 krónur fyrir ávexti og hádegisverð, morgunhressing er áfram í boði Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

9.Frístund - Gjaldskrá 2022

Málsnúmer 202110013Vakta málsnúmer

Á 101. fundi fjölskylduráðs 11. október sl. var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð samþykkir að hækka gjaldskrá Frístundar 2022 um 2,5% og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn og kynningar í byggðarráði.

Gjaldskrá Frístundar 2022.

Fullt pláss 5 dagar: 23.050
4 dagar: 18.714
3 dagar: 14.353
2 dagar: 10.031
1 dagur: 5.669

Einstæðir - fullt pláss 5 dagar:16.564
Einstæðir - 4 dagar: 13.448
Einstæðir - 3 dagar: 10.314
Einstæðir - 2 dagar: 7.208
Einstæðir - 1 dagur: 4.074


Systkinaafsláttur er:
50% fyrir annað barn:
100% afsláttur fyrir þriðja barn
Innifalin í gjaldinu er síðdegishressing.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2022

Málsnúmer 202110003Vakta málsnúmer

Á 108. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð telur skynsamlegt að gera ráð fyrir því í fjárhagsáætlun komandi árs að ný sveitarstjórn vilji hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins á komandi kjörtímabili. Núverandi aðalskipulag tók gildi árið 2010 frá því að það skipulag tók gildi hafa ýmsar forsendur breyst. Ný sveitarstjórn skal lögum samkv. taka ákvörðun í upphafi kjörtímabils hvort hún telji tilefni til endurskoðunar aðalskipulags.

Ráðið telur æskilegt að gera ráð fyrir auknu fjármagni til skipulagsvinnu frá því sem tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa gerir ráð fyrir. Það myndi gera nýrri sveitarstjórn kleift að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags verði það niðurstaða hennar. Ráðið leggur því til við byggðaráð að rammi skipulags- og byggingarmála verði aukinn um 3 milljónir sem bættist þá við aðalskipulagsvinnu (09-221). Ráðið samþykkir að öðru leiti tillögu skipulags- og byggingarfulltrúa að fjárhagsáætlun og vísar henni til umfjöllunar byggðaráðs.
Byggðarráð samþykkir að hækka fjárhagsramma málaflokks 09 Skipulags- og byggingarmál fyrir árið 2022 vegna aðalskipulagsvinnu um 3 milljónir.

11.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019Vakta málsnúmer

Á 108. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 10 Umferðar og samgöngumál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 10.551.412 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 11 Umhverfismál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 6.637.631 krónu.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 31 Eignasjóður og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 5.032.154 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 57 Félagslegar íbúðir og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 4.251.497 krónur.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi áætlanir fyrir málaflokka 8 Hreinlætismál og 33 Þjónustumiðstöð.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar öllum áætlunum til umræðu í byggðarráði
Byggðarráð óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð fari aftur yfir áætlanir sínar m.t.t. fram kominna upplýsinga.

12.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja breytingar á fjárhagsrömmum fyrir fjárhagsáætlun ársins 20222 vegna hækkunar á innri leigu. Hækkunin nemur rúmum 23 milljónum.
Einnig liggur fyrir byggðarráði fjárhagsáætlun fyrir málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir og 13-Atvinnumál.
Byggðarráð staðfestir breytingar á römmum m.v. framlagðar breytingar á innri leigu.
Byggðarráð mun halda áfram umfjöllun um málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir og 13-Atvinnumál á næsta fundi sínum.

13.Útboð á tryggingum Norðurþings 2021

Málsnúmer 202105099Vakta málsnúmer

Útboði á tryggingum Norðurþings fyrir tímabilið 2022-2024 er nú lokið og liggja niðurstöður fyrir.
Lægsta tilboð á VÍS upp á 17.273.217 krónur.
Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda VÍS.

14.Úttekt á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá árinu 2013

Málsnúmer 202103051Vakta málsnúmer

Á 370. fundi byggðarráðs var bókað;
Málið er komið í farveg og niðurstöðu að vænta á næstu vikum.

Fyrir byggðarráði liggur nú minniblað frá KPMG þar sem gerð er grein fyrir niðurstöðu úttektar á eftirfylgni viðskiptareglna Norðurþings frá 2013.
Lagt fram til kynningar.

15.Frestun sveitarstjórnarfundar í október 2021

Málsnúmer 202110038Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga formanns byggðarráðs um að fresta sveitarstjórnarfundi sem áætlaður var þann 19. október nk. til 26. október nk.
Byggðarráð samþykkir að fresta sveitarstjórnarfundi í október frá 19. til 26.

16.Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2018 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga

Málsnúmer 202110017Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu þar sem kynnt eru drög að reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1088/2012 um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Drögin hafa verið birt í Samráðsgátt og er slóð á málið eftirfarandi: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3058
Byggðarráð óskar eftir frekari upplýsingum um áhrif breytinganna á tekjujöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs til sveitarfélaganna. Ráðið telur sér ekki fært að veita umsögn um málið fyrr en þær upplýsingar liggja fyrir.

17.Kauptilboð í Hafnarstétt 17 - Verbúðir

Málsnúmer 202012096Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri lagði fram gagntilboð vegna sölu á Hafnarstétt 17 til samræmis við bókun á 373. fundi byggðarráðs.
Gagntilboðinu var beint að óstofnuðu hlutafélagi Péturs Stefánssonar ehf., Steinsteypis ehf. og Dimmuborga ehf.
Gagntilboðið gilti út mánudaginn 11. október en ekki bárust nein viðbrögð við því.
Lagt fram til kynningar.

18.Borgarhólsskóli - Beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021

Málsnúmer 202103165Vakta málsnúmer

Á 358. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og felur sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og leggja fyrir ráðið að nýju.

Nú liggur fyrir byggðarráði minnisblað vegna breytinga á viðaukabeiðninni frá skólastjóra Borgarhólsskóla ásamt uppfærðri viðaukabeiðni.

Viðaukabeiðnin er nú að fjárhæð 7.000.000 króna og er gert ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð hafnar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og þriggja ára áætlunar.

19.Viðauki við Fjárhagsáætlun 2021 - Grunnskólinn á Raufarhöfn og Öxarfjarðarskóli

Málsnúmer 202106116Vakta málsnúmer

Á 367. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð tekur jákvætt í beiðnina en vísar málinu aftur til fjölskylduráðs. Byggðarráð óskar eftir minnisblaði eða öðrum gögnum um það hvaða leiða hafi verið leitað til að mæta þessum kostnaði innan sviðsins. Byggðarráð minnir á að fylgja beri innkaupareglum sveitarfélagsins og reglum um rammasamninga.

Nú liggur fyrir byggðarráði minnisblað vegna breytinga á viðaukabeiðninni frá skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla ásamt uppfærðri viðaukabeiðni.

Viðaukabeiðnin er nú að fjárhæð 1.997.435 krónur og er gert ráð fyrir að útgjöldunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð hafnar beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2021 og vísar beiðninni til fjárhagsáætlunargerðar 2022 og þriggja ára áætlunar.

20.Opnað fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins hjá HMS

Málsnúmer 202110037Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem tilkynnt er að opið sé fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins til 24. október nk.
Lagt fram til kynningar.

21.Fundargerðir SSNE 2021

Málsnúmer 202101092Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 28 og 29. funda stjórnar SSNE frá 11. ágúst og 8. september 2021.
Lagt fram til kynningar.

22.Fundargerðir Markaðsstofu Norðurlands 2021

Málsnúmer 202105031Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð stjórnar Markaðsstofu Norðurlands frá 28. september sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:40.