Fara í efni

Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

Málsnúmer 202110019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 108. fundur - 12.10.2021

Til umræðu er útgönguspá fyrir árið 2021 og rekstraráætlun fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 10 Umferðar og samgöngumál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 10.551.412 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 11 Umhverfismál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 6.637.631 krónu.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 31 Eignasjóður og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 5.032.154 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 57 Félagslegar íbúðir og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 4.251.497 krónur.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi áætlanir fyrir málaflokka 8 Hreinlætismál og 33 Þjónustumiðstöð.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar öllum áætlunum til umræðu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 375. fundur - 14.10.2021

Á 108. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 12. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 10 Umferðar og samgöngumál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 10.551.412 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 11 Umhverfismál og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 6.637.631 krónu.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 31 Eignasjóður og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 5.032.154 krónur.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fyrir rekstur málaflokks 57 Félagslegar íbúðir og óskar eftir viðbót við ramma frá byggðarráði upp á 4.251.497 krónur.

Ráðið samþykkir fyrirliggjandi áætlanir fyrir málaflokka 8 Hreinlætismál og 33 Þjónustumiðstöð.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar öllum áætlunum til umræðu í byggðarráði
Byggðarráð óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð fari aftur yfir áætlanir sínar m.t.t. fram kominna upplýsinga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 109. fundur - 19.10.2021

Á 375. fundi Byggðarráðs Norðurþings var eftirfarandi bókað. Byggðarráð óskar eftir að skipulags- og framkvæmdaráð fari aftur yfir áætlanir sínar m.t.t. fram kominna upplýsinga.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Á 109. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar fyrirliggjandi tillögu til umræðu í byggðarráði.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætlununum aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021

Byggðarráð bókaði eftirfarandi á 377 fundi sínum 4.11 sl.:
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætlununum aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram umfjöllun um fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 112. fundur - 16.11.2021

Til kynningar er uppfærð fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.