Skipulags- og framkvæmdaráð

111. fundur 09. nóvember 2021 kl. 13:00 - 16:00 í grunnskólanum á Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Benóný Valur Jakobsson formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Eysteinn Heiðar Kristjánsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Ásta Hermannsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Ketill Gauti Árnason Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá

1.Umsókn um byggingarleyfi fyrir aðveitustöð í landi Snartarstaða

202111023

RARIK óskar eftir byggingarleyfi fyrir aðveitustöð á nýlega stofnaðri lóð í landi Snartarstaða. Fyrir liggja teikningar unnar af Helga Hafliðasyni arkitekt. Heildarflatarmál húss er 432,2 m² sem deilist á kjallara og aðalhæð.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu nágrönnum í Brekku í Núpasveit og ábúendum á Snartarstöðum áður en afstaða er tekin til erindisins.

2.Lóðartillaga, Aðalbraut 17, gamla slökkvistöðin á Raufarhöfn

202111047

Skipulags- og byggingarfulltrúi, í samráði við framkvæmda- og þjónustufulltrúa, hefur látið vinna tillögu að afmörkun lóðar umhverfis gömlu slökkvistöðina á Raufarhöfn til samræmis við óskir ráðsins frá 101. fundi.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð umhverfis gömlu slökkvistöðina til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.

3.Stigi frá hafnarstétt að Garðarsbraut

202107047

Á 104. fundi ráðsins 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í nýjan stiga.
Fyrir ráðinu liggja tilboð í fjórar útfærslur af stiga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka lægra tilboði í tveggja metra breiðan timburstiga og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga við verktakann.

4.Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn

202110160

Formaður framkvæmda-og skipulagsráðs leggur til eftirfarandi:
Framkvæmda og þjónustufulltrúa verði falið að láta hanna og kostnaðarmeta viðbyggingu við grunnskóla Raufarhafnar. Lagt er til að norðurveggur skólans verði stækkaður til norðurs með hallandi glervegg í því rými sem þar skapaðist mætti setja bókasafn Raufarhafnar gera þar huggulegt svæði þar sem hægt væri að fá sér kaffibolla glugga í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Einnig er lagt til að hannað verði inn í bygginguna aðstaða fyrir stjórnsýslueiningu Norðurþings ásamt móttöku fyrir póstinn og aðstöðu fyrir banka.
Þarna myndi skapast miðja þjónustu og afþreyingar fyrir bæinn þar sem að hægt væri að sjá fyrir sér að skapaðist skemmtileg stemming og notalegt andrúmsloft.
Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs dregur tillögu sína til baka.

5.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.

201911005

Fyrir ráðinu liggur erindi frá starfsmanni Norðurþings á Raufarhöfn varðandi ástand fasteignarinnar á Aðalbraut 23.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðarmat vegna viðhalds húsnæðisins og leggi fyrir ráðið aftur fyrir lok nóvember.

6.Boð um þátttöku sveitarfélaga í námskeiðinu Loftlagsvernd í verki

202111012

Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskar sveitarfélaga þar sem sagt er frá námskeiði Landverndar, Loftslagsvernd í verki. Kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaga er boðin þátttaka í námskeiðinu og er þátttakan gjaldfrjáls.
Lagt fram til kynningar.

7.Hundagerði - erindi

202105062

Á 116. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tekið fyrir:
Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sú staðsetning sem skipulags og framkvæmdanefnd leggur til er ekki nægilega góð með tilliti til aðgengis innan og utan svæðis. Legg til að málinu verði vísað aftur í nefndina og hún í samvinnu við hundaeigendur á Húsavík og nágrennis finni staðsetningu með góðu aðgengi fyrir alla, yngra sem og eldra fólk.

Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir kaup á efni í hundagerði fyrir allt að þrjár milljónir.

Eysteinn Heiðar Kristjánsson og Kristinn Jóhann Lund sitja hjá.

8.Fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs 2022

202110019

Byggðarráð bókaði eftirfarandi á 377 fundi sínum 4.11 sl.:
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætlununum aftur til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram umfjöllun um fjárhagsáætlun framkvæmda- og þjónustusviðs á næsta fundi ráðsins.

9.Fjárhagsáætlun Hafnasjóðs 2022

202110100

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur uppfærð fjárhágsáætlun Hafnajóðs fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð mun halda áfram umfjöllun um fjárhagsáætlun hafnasjóðs á næsta fundi ráðsins.

10.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2022

202110099

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur gjaldskrá hafnasjóðs Norðurþings til samþykktar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitastjórn.

11.Innheimta farþegagjalda

201609019

Til kynningar.
Dómur í máli Norðurþings á hendur Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. vegna farþegagjalda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.