Fara í efni

Framtíðarsýn um opinberar byggingar á Raufarhöfn

Málsnúmer 202110160

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Formaður framkvæmda-og skipulagsráðs leggur til eftirfarandi:
Framkvæmda og þjónustufulltrúa verði falið að láta hanna og kostnaðarmeta viðbyggingu við grunnskóla Raufarhafnar. Lagt er til að norðurveggur skólans verði stækkaður til norðurs með hallandi glervegg í því rými sem þar skapaðist mætti setja bókasafn Raufarhafnar gera þar huggulegt svæði þar sem hægt væri að fá sér kaffibolla glugga í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Einnig er lagt til að hannað verði inn í bygginguna aðstaða fyrir stjórnsýslueiningu Norðurþings ásamt móttöku fyrir póstinn og aðstöðu fyrir banka.
Þarna myndi skapast miðja þjónustu og afþreyingar fyrir bæinn þar sem að hægt væri að sjá fyrir sér að skapaðist skemmtileg stemming og notalegt andrúmsloft.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu um viku. Ráðið hyggst halda næsta fund sinn á Raufarhöfn þar sem málið verður rætt.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021

Formaður framkvæmda-og skipulagsráðs leggur til eftirfarandi:
Framkvæmda og þjónustufulltrúa verði falið að láta hanna og kostnaðarmeta viðbyggingu við grunnskóla Raufarhafnar. Lagt er til að norðurveggur skólans verði stækkaður til norðurs með hallandi glervegg í því rými sem þar skapaðist mætti setja bókasafn Raufarhafnar gera þar huggulegt svæði þar sem hægt væri að fá sér kaffibolla glugga í blöð og bækur eða bara njóta útsýnisins. Einnig er lagt til að hannað verði inn í bygginguna aðstaða fyrir stjórnsýslueiningu Norðurþings ásamt móttöku fyrir póstinn og aðstöðu fyrir banka.
Þarna myndi skapast miðja þjónustu og afþreyingar fyrir bæinn þar sem að hægt væri að sjá fyrir sér að skapaðist skemmtileg stemming og notalegt andrúmsloft.
Formaður framkvæmda- og skipulagsráðs dregur tillögu sína til baka.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 123. fundur - 05.04.2022

Til kynningar eru teikningar af breytri notkun af skólahúsinu á Raufarhöfn.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og framkvæmdaráð sendir teikningar til kynningar og umræðu í Fjölskylduráði.


Fjölskylduráð - 116. fundur - 11.04.2022

Vísað til kynningar og umræðu í Fjölskylduráði á 123 fundi Skipulags og framkvæmdaráðs sem var haldinn 5. apríl sl.

Til kynningar eru teikningar af breyttri notkun af skólahúsinu á Raufarhöfn.
Fjölskylduráð vísar teikningum af breyttu skipulagi skólahússins á Raufarhöfn til umræðu í Hverfisráði Raufarhafnar.