Fara í efni

Innheimta farþegagjalda

Málsnúmer 201609019

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

Fyrir fundinum liggur tillaga að bréfi sem senda á til þeirra fyrirtækja sem skulda eldri farþegagjöld til hafnasjóðs Norðurþings. Uppleggið byggir á samkomulagi sem öðrum skuldurum farþegagjalda hefur verið boðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur hafnastjóra í umboði hafnasjóðs að senda út fyrirliggjandi bréf og ítreka þannig samsvarandi boð sem sent var til viðeigandi aðila í júlí 2018.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja samskipti lögfræðings sveitarfélagsins og lögfræðings Gentle Giants - Hvalaferða ehf. vegna innheimtu á ógreiddum farþegagjöldum Gentle Giants - Hvalaferða ehf.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021

Til kynningar.
Dómur í máli Norðurþings á hendur Gentle Giants-Hvalaferðum ehf. vegna farþegagjalda.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 378. fundur - 11.11.2021

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Hafnasjóðs Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 115. fundur - 14.12.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráð liggur fyrir, til kynningar, innheimta farþegagjalda.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 382. fundur - 16.12.2021

Þann 8. nóvember sl. lá fyrir niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Hafnasjóðs Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Dómnum hefur nú verið áfrýjað af stefnda, Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Lagt fram til kynningar.