Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

378. fundur 11. nóvember 2021 kl. 08:30 - 11:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2022 - Fræðslusvið

Málsnúmer 202110022Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun og vísar henni til kynningar í byggðarráði og til seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi áætlun fræðslusviðs.

2.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma um 35.497.131 krónu, þar af er 26.831.264 krónur í hækkun á launakostnaði sem er 4% hækkun á útgönguspá. Ráðið vísar fjárhagsáætluninni til byggðarráðs.
Byggðarráð synjar ósk um hækkun á ramma og vísar áætluninni til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.

3.Fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs 2022

Málsnúmer 202110046Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir hækkun á ramma um 4.952.107 krónur.
Byggðarráð samþykkir ósk um hækkun á ramma vegna Æskulýðs- og íþróttamála um 5 milljónir.

4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áætlun yfir skatttekjur vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025. Áætlunin byggir á óbreyttum álögum fasteignagjalda og óbreyttri útsvarsprósentu út tímabilið.
Einnig liggja fyrir byggðarráði áætlanir málaflokka 07-Brunamál og almannavarnir, 13-Atvinnumál og 21-Sameiginlegur kostnaður.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 07-Brunmál og almannavarna um 5 milljónir vegna kaupa á búnaði.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun málaflokks 13-Atvinnumál.
Byggðarráð samþykkir hækkun á ramma málaflokks 21-Sameiginlegur kostnaður um 1,6 milljónir.
Byggðarráð heldur áfram vinnu við áætlun skatttekna á næsta fundi sínum.

5.Hraðið-Nýsköpunarsetur óskar eftir aðkomu Norðurþings vegna FabLab Húsavík

Málsnúmer 202111073Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Þekkingarneti Þingeyinga fyrir hönd Hraðsins-nýsköpunarseturs þar sem óskað er árlegs framlags að fjárhæð 5 milljónir til að tryggja rekstur setursins á fyrstu árum þess.
Bergur Elías Ágústsson leggur fram eftirfarandi tillögu;

Lagt er til að Norðurþing styrki verkefnið FabLab Húsavík um eina og hálfa milljón króna árlega næstu tvö árin.

Greinargerð.
Fyrir liggur erindi frá Hraðið - Nýsköpunarsetur (Þekkingarnet Þingeyinga) þar sem greint er frá að unnið sé, m.a. að því að koma á laggirnar stafrænni tæknismiðju. Mjög áhugaverðu verkefni sem vonandi mun ganga vel. Farið er fram á árlegt framlag að upphæð 5 m.kr.
Sem stendur er unnið að gerð fjárhagsáætlunar og kjörnir fulltrúar meðvitaðir um að sú áætlun er ekki auðveld og því þarf að forgangsraða og það nokkuð hraustlega að þessu sinni. Sem samvinnu- og félagshyggjumaður og í ljósi fjárhagsramma fræðslusviðs, félagsþjónustu sem og íþrótta og æskulýðsmála tel ég rétt að beina þeim fjármunum sem mögulega hægt er á framandgreind svið. Að svo stöddu tel ég ekki ráðlegt að Norðurþing skuldbindi sig um tug eða tugi milljóna króna í framangreint verkefni. Rétt er, engu að síður, að skoða þessa stöðu að ári liðnu og kanna hvort mögulegt sé að sveitarfélagið komi inn í verkefnið með meira afgerandi hætti en að framan getur og þá í góðri samvinnu og samráði við skólasamfélag Norðurþings.

Benóný Valur tekur undir tillögu Bergs en leggur til að fjárhæðin verði 2,5 milljónir í eitt ár og verði endurskoðuð að ári.

Byggðarráð samþykkir tillögu Benónýs samhljóða.

Byggðarráð lýsir ánægju með stofnun Hraðsins - nýsköpunarmiðstöðvar og FabLab Húsavík. Byggðarráð felur fjölskylduráði að vinna málið áfram m.t.t. afnota skóla sveitarfélagsins að FabLab.

Samhliða fjárhagslegri aðkomu Norðurþings verði sveitarstjóra falið að fara þess á leit við mennta- og menningarmálaráðneyti og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti að FabLab-smiðjan á Húsavík verði viðurkennd og gerður samningur um rekstur hennar líkt og er með aðrar FabLab-smiðjur.

6.Tilnefningar í hverfisráð 2021

Málsnúmer 202108078Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur til umfjöllunar að nýju tilnefningar í hverfisráð Norðurþings þar sem ekki lágu fyrir nýjustu upplýsingar á síðasta fundi m.a. hafa nokkrir aðilar hafa dregið til baka framboð sitt.
Byggðarráð leggur til eftirfarandi breytingar á skipan hverfisráða:

Í hverfisráði Kelduhverfis verða;

Aðalmenn;
Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, formaður
Jónas Þór Viðarsson
Berglind Ýr Ingvarsdóttir

Til vara;
Guðríður Baldvinsdóttir
Ævar Ísak Sigurgeirsson

Í hverfisráði Raufarhafnar verða;

Aðalmenn;

Ingbjörg Sigurðardóttir, formaður
Guðný Hrund Karlsdóttir
Elva Björk Óskarsdóttir

Til vara;
Bergdís Jóhannsdóttir

Í hverfisráði Öxarfjarðar verða;

Aðalmenn;
Brynjar Þór Vigfússon, formaður
Sigríður Þorvaldsdóttir
Stefán Haukur Grímsson

Til vara;
Halldís Gríma Halldórsdóttir
Árdís Hrönn Jónsdóttir

7.Innheimta farþegagjalda

Málsnúmer 201609019Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli Hafnasjóðs Norðurþings gegn Gentle Giants-Hvalaferðum ehf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:25.