Fara í efni

Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 102. fundur - 18.10.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur til umfjöllunar útgönguspá 2021, launaáætlun 2022 og fjárhagsáæltun 2022
Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.

Byggðarráð Norðurþings - 376. fundur - 21.10.2021

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.
Lagt fram til kynningar.
Verður tekið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 103. fundur - 01.11.2021

Félagsmálastjóri kynnir fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

Byggðarráð Norðurþings - 377. fundur - 04.11.2021

Á 102. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar málinu til frekari umfjöllunar í byggðarráði. Ráðið felur félagsmálastjóra að taka saman minnisblað um stöðu á fjárhagsáætlunargerð 2022.

Málinu var frestað á síðasta fundi byggðarráðs.
Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs.

Fjölskylduráð - 104. fundur - 08.11.2021

Byggðarráð synjar fyrirliggjandi beiðni um aukið framlag og vísar áætluninni aftur til fjölskylduráðs.
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma um 35.497.131 krónu, þar af er 26.831.264 krónur í hækkun á launakostnaði sem er 4% hækkun á útgönguspá. Ráðið vísar fjárhagsáætluninni til byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 378. fundur - 11.11.2021

Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma um 35.497.131 krónu, þar af er 26.831.264 krónur í hækkun á launakostnaði sem er 4% hækkun á útgönguspá. Ráðið vísar fjárhagsáætluninni til byggðarráðs.
Byggðarráð synjar ósk um hækkun á ramma og vísar áætluninni til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.

Fjölskylduráð - 105. fundur - 15.11.2021

Byggðarráð synjar ósk um hækkun á ramma og vísar áætluninni til fjölskylduráðs til frekari úrvinnslu.
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma að upphæð 18.468.214 krónur. Ljóst er að skerðing á lögbundinni þjónustu við skjólstæðinga félagsþjónustunnar er óhjákvæmileg miðað við úthlutaðan fjárhagsramma, því er óskað eftir þessari hækkun. Þrátt fyrir þá hækkun mun koma til skerðingar á þjónustu. Ráðið vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar til umræðu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 379. fundur - 18.11.2021

Á 105. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð óskar eftir hækkun á ramma að upphæð 18.468.214 krónur. Ljóst er að skerðing á lögbundinni þjónustu við skjólstæðinga félagsþjónustunnar er óhjákvæmileg miðað við úthlutaðan fjárhagsramma, því er óskað eftir þessari hækkun. Þrátt fyrir þá hækkun mun koma til skerðingar á þjónustu. Ráðið vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar til umræðu í byggðarráði.
Byggðarráð þakkar greinargott minnisblað félagsmálastjóra vegna fjárhagsáætlunar 2022 og samþykkir að hækka ramma málaflokks 02-félagsþjónustu um 28 milljónir.

Fjölskylduráð - 106. fundur - 22.11.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur uppfærð fjárhagsáætlun féalagsþjónustu fyrir árið 2022 eftir afgreiðslu byggðarráðs á 379. fundi ráðsins þar sem ramminn málaflokks 02-félagsþjónustu var hækkaður um 28. milljónir.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáæltun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 380. fundur - 25.11.2021

Á 106. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar með ramma að fjárhæð 314.584.000 kr.

Fjölskylduráð - 107. fundur - 29.11.2021

Fyrir fjölskylduráði liggur endanleg fjárhagsáætlun félagsþjónustu, en áætlunin er lögð fram í samræmi við úthlutaðan ramma á 380. byggðarráðs að fjárhæð 314.584.000.
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Á 107. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.