Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

381. fundur 02. desember 2021 kl. 08:00 - 10:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Benóný Valur Jakobsson varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Birna Ásgeirsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Snæbjörn Sigurðarson, Magni Þór Geirsson, Colin Hepburn og Hafþór Jónsson frá Íslandsþara sátu fundinn undir lið 1.

1.Stórþaravinnsla á Húsavík - staða verkefnisins

Málsnúmer 202110005Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma þeir Snæbjörn Sigurðarson, Magni Þór Geirsson, Colin Hepburn og Hafþór Jónsson frá Íslandsþara og fara yfir stöðu verkefnisins.
Byggðarráð þakkar forsvarsmönnum Íslandsþara fyrir komuna og kynninguna á verkefninu.

2.Rekstur Norðurþings 2021

Málsnúmer 202103135Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraryfirlit málaflokka fyrir tímabilið janúar til október 2021 ásamt yfirliti yfir útsvarstekjur fyrir tímabilið janúar til nóvember.
Lagt fram til kynningar.

3.Gjaldskrá rotþróa 2022

Málsnúmer 202111179Vakta málsnúmer

Á 114. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir gjaldskrá rotþróa 2022 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun félagsþjónustunnar 2022

Málsnúmer 202110012Vakta málsnúmer

Á 107. fundi fjölskylduráðs var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

5.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs 2022

Málsnúmer 202111127Vakta málsnúmer

Á 114. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun hafna og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

6.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022

Málsnúmer 202111048Vakta málsnúmer

Á 114. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

7.Álagning gjalda 2022

Málsnúmer 202112003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Byggðarráð vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

8.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023-2025.
Byggðarráð samþykkir að vísa fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn.

9.Erindi Golfklúbbs Húsavíkur um virkjun samnings um uppbyggingu golfskála

Málsnúmer 202107035Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að uppbyggingarsamningi við Golfklúbb Húsavíkur vegna nýs golfskála við Katlavöll.
Byggðarráð samþykkir með atkvæðum Helenu og Benónýs að fela sveitarstjóra að ganga frá fyrirliggjandi samningsdrögum og undirrita samninginn.
Bergur Elías situr hjá og óakar bókað;
Undirritaður telur að samningstíminnn eigi að vera lengri og dreifa þannig fjárhagsstreyminu vegna samningsins, sem hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins.

Eftir afgreiðslu þessa máls, kl. 10:05 vék Helena Eydís Ingólfsdóttir af fundi og Birna Ásgeirsdóttir kom inn á fundinn í hennar stað.

10.Kauptilboð í Vallholtsveg 10, Húsavík

Málsnúmer 202111161Vakta málsnúmer

Borist hefur kauptilboð í fasteignina Vallholtsveg 10 frá Skógálfum ehf. að fjárhæð 20.200.000 krónur.
Byggðarráð samþykkir að boða forsvarsmenn Skógálfa ehf. á fund byggðarráðs eftir tvær vikur.

11.Ósk um styrk og samstarf við Norðurþing að halda skógræktarlandi fjárlausu

Málsnúmer 202111138Vakta málsnúmer

Skógræktarfélag Húsavíkur hefur fengið árlega styrki til uppgræðslu, það er einlæg ósk félagsins að Norðurþing verði áfram bakhjarl Skógræktarfélags Húsavíkur. Sótt er um styrkupphæð krónur 750.000- á árinu 2022.
Erindinu var frestað á 380. fundi byggðarráðs.
Bergur Elías Ágústsson víkur af fundi undir þessum lið.
Byggðarráð samþykkir að styrkja Skógræktarfélag Húsavíkur um 500.000 krónur á árinu 2022.

12.Stofnframlag ríkisins - Samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann

Málsnúmer 202111182Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli þeirra sem áður hafa fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi á heimild HMS til að gera samkomulag við þá aðila um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann til allt að þriggja ára í senn. Heimild til að gera samkomulag af þessu tagi er í 9. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 148/2019.
Óskað er eftir því að þeir stofnframlagshafar sem sækjast eftir því að gera samkomulag af því tagi sem að framan greinir hafi samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eigi síðar en 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.

13.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Raufarhafnar frá 16. nóvember sl.
Byggðarráð telur að senda eigi öll mál er varða Raufarhöfn til umræðu í hverfisráði Raufarhafnar. Hverfisráð funda hins vegar að jafnaði aðeins fjórum sinnum á ári og sum þeirra mála sem eru til umræðu, geta ekki beðið afgreiðslu fram að næsta fundi hverfisráðs.

Byggðarráð tekur jákvætt í að senda samþykktir og erindisbréf til kynningar í hverfisráðum sveitarfélagsins milli umræða.

Byggðarráð hefur ekki enn fjallað um þau tilboð sem komu í eignir á SR lóðinni og mun meta þau út frá þeim skilmálum sem auglýsingin fól í sér. Ekki er tímabært að fjalla nánar um málið að svo stöddu.

14.Hverfisráð Kelduhverfis 2021 - 2023

Málsnúmer 202111165Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 3. fundar hverfisráðs Kelduhverfis frá 23. nóvember sl.
Byggðarráð tekur undir lið 3 í fundargerðinni um heilsársþjónustu við Dettifossveg og felur sveitarstjóra að koma áskorun um málið til ráðherra samgöngumála.

15.Fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu 2021-2022

Málsnúmer 202107017Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir stjórnar Húsavíkurstofu frá 7. september, 5. október og 2. nóvember 2021.
Lagt fram til kynningar.

16.Fundargerðir 2021 - Samband íslenskra sveitarfélaga

Málsnúmer 202102005Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26. nóvember sl.
Byggðarráð tekur undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í máli númer 6, fræðslumálanefnd sambandsins;

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga skorar á heilbrigðisráðherra að stíga inn og leysa þann ágreining sem hefur verið í viðræðum Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og starfandi talmeinafræðinga. Núverandi staða bitnar hart á hagsmunum skólabarna, sem ekki fá nauðsynlega þjónustu. Hratt fjölgar á biðlistum á sama tíma og starfsmöguleikar nýútskrifaðra talmeinafræðinga eru skertir með óraunhæfum kröfum. Fyrir liggur að ríkið hefur horfið frá slíkum kröfum í tilvikum annarra sérfræðistétta og sanngirnismál gagnvart fjölskyldum skólabarna að sama gildi um talmeinafræðinga. Minnt er á efni viljayfirlýsingar frá 7. september 2018, um aukið samstarf í þágu barna. Heilbrigðisráðherra ritaði undir þessa yfirlýsingu ásamt fleiri ráðherrum, auk sambandsins. Ekki verður annað séð en að framkvæmd SÍ á talmeinaþjónustu við skólabörn vinni þvert gegn þeim markmiðum sem yfirlýsingin stefnir að og sem fest voru í lög um samþættingu þjónustu í þágu barna sem Alþingi samþykkti þann 11. júní sl. Einboðið er því að horfið verði frá þeim einhliða skilmálum sem SÍ hefur sett fyrir greiðsluhlutdeild í talmeinaþjónustu, einkum því skilyrði að talmeinafræðingur afli sér tveggja ára reynslu áður en kemur til greiðsluhlutdeildar af hálfu ríkisins vegna veittrar þjónustu. Óhjákvæmilegt er að ráðherra taki nú þegar af skarið í þessu efni og setji hagsmuni barnanna í forgang með því að fella út þau skerðingarákvæði sem illu heilli voru sett inn í svokallaðan rammasamning. Ekki má verða frekari dráttur á stefnubreytingu varðandi starfsumhverfi talmeinafræðinga og að sérstaða þessarar mikilvægu þjónustu sé viðurkennd. Hlaupi enn meiri harka í samskiptin munu allir aðilar bíða tjón af, börn, fjölskyldur þeirra og skólasamfélagið í heild.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:45.