Fara í efni

Stofnframlag ríkisins - Samkomulag um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann

Málsnúmer 202111182

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Borist hefur erindi frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun þar sem vakin er athygli þeirra sem áður hafa fengið úthlutað stofnframlagi frá ríki og sveitarfélagi á heimild HMS til að gera samkomulag við þá aðila um vilyrði fyrir úthlutun stofnframlags ríkisins fram í tímann til allt að þriggja ára í senn. Heimild til að gera samkomulag af þessu tagi er í 9. mgr. 11. gr. laga um almennar íbúðir eins og ákvæðinu var breytt með lögum nr. 148/2019.
Óskað er eftir því að þeir stofnframlagshafar sem sækjast eftir því að gera samkomulag af því tagi sem að framan greinir hafi samband við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun eigi síðar en 13. desember 2021.
Lagt fram til kynningar.