Fara í efni

Álagning gjalda 2022

Málsnúmer 202112003

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 381. fundur - 02.12.2021

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025.
Byggðarráð vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Á 381. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirliti um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025:


Útsvar 14,52%


Fasteignaskattur:

A flokkur 0,460%


B flokkur 1,32%

C flokkur 1,55%



Lóðaleiga 1 1,50%

Lóðaleiga 2 2,50%


Vatnsgjald:


A flokkur 0,050%

B flokkur 0,450%


C flokkur 0,450%


Holræsagjald:


A flokkur 0,100%


B flokkur 0,275%


C flokkur 0,275%


Sorphirðugjald:

A flokkur - heimili 64.098 kr.

B flokkur - sumarhús 31.994 kr.

Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.

Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.

Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.

Til máls tók undir umræðu um vatnsgjald: Bergur Elías.
Tillaga um vatnsgjald er samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs sem situr hjá.

Tillaga um holræsagjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Helenu, Kristins og Kristjáns Friðriks. Bergur Elías og Hrund greiða atkvæði á móti. Bylgja situr hjá.