Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

118. fundur 07. desember 2021 kl. 16:15 - 18:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Aldey Unnar Traustadóttir Forseti
 • Benóný Valur Jakobsson 2. varaforseti
 • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
 • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
 • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
 • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
 • Kristinn Jóhann Lund 1. varamaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Úrsögn úr yfirkjörstjórn Norðurþings

Málsnúmer 202112007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Ágústi S. Óskarssyni um lausn úr störfum í yfirkjörstjórn Norðurþings.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn þakkar Ágústi fyrir vel unnin störf í yfirkjörstjórn Norðurþings. Beiðni Ágústar er samþykkt samhljóða.

Forseti gerir tillögu um að kjörstjórnin verði þannig skipuð:

Karl Hreiðarsson, formaður
Berglind Ósk Ingólfsdóttir aðalmaður
Hermann Aðalgeirsson aðalmaður

Varamenn verði þeir:
Pétur Skarphéðinsson
Hermína Hreiðarsdóttir
Berglind Ragnarsdóttir

Ný yfirkjörstjórn er samþykkt samhljóða.

2.Álagning gjalda 2022

Málsnúmer 202112003Vakta málsnúmer

Á 381. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar álagningu gjalda til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Eftirfarandi liggur fyrir í framlögðu yfirliti um álagningu gjalda vegna fjárhagsáætlunar 2022 og þriggja ára áætlunar 2023-2025:


Útsvar 14,52%


Fasteignaskattur:

A flokkur 0,460%


B flokkur 1,32%

C flokkur 1,55%Lóðaleiga 1 1,50%

Lóðaleiga 2 2,50%


Vatnsgjald:


A flokkur 0,050%

B flokkur 0,450%


C flokkur 0,450%


Holræsagjald:


A flokkur 0,100%


B flokkur 0,275%


C flokkur 0,275%


Sorphirðugjald:

A flokkur - heimili 64.098 kr.

B flokkur - sumarhús 31.994 kr.

Tillaga um útsvar er samþykkt samhljóða.

Tillaga um fasteignaskatt er samþykkt samhljóða.

Tillaga um lóðaleigu er samþykkt samhljóða.

Til máls tók undir umræðu um vatnsgjald: Bergur Elías.
Tillaga um vatnsgjald er samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs sem situr hjá.

Tillaga um holræsagjald er samþykkt samhljóða.

Tillaga um sorphirðugjald er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Helenu, Kristins og Kristjáns Friðriks. Bergur Elías og Hrund greiða atkvæði á móti. Bylgja situr hjá.

3.Gjaldskrár Norðurþings 2022

Málsnúmer 202110045Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggja til staðfestingar gjaldskrár sveitarfélagsins vegna ársins 2022.

Gjaldskrár félagsþjónustu:
Gjaldskrá Þjónustan Heim - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá vegna þjónustu við stuðningsfjölskyldna - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá vegna frístundar barna og ungmenna 10 - 17 ára (Miðjan og Borgin) - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá Miðjan - Hæfing - lagt er til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá skammtímadvöl ungmenna (18 ára og eldri) og Sólbrekku - lagt er til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá ferðaþjónustu - lagt er til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár

Gjaldskrár fræðslusviðs:
Gjaldskrá leikskóla - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá frístund - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá Tónlistarskóli Húsavíkur - lagt til 2,5% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi - lagt er til 2,2% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár

Gjaldskrá tómstunda- og æskulýðssviðs:
Gjaldskrá íþróttamannvirkja - lagt hækkun á bilinu 2 til 4% samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrri ár

Gjaldskrár framkvæmdasvið:
Gjaldskrá þjónustumiðstöðvar - gjaldskráin er aðlöguð að raunkostnaði við þjónustuna sem veitt er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum
Gjaldskrá rotþróargjald - lagt er til óbreytta gjaldskrá frá fyrra ári
Gjaldskrá vegna hunda- og kattahalds - gjaldskráin hefur verið aðlöguð að raunkostnaði við þjónustu sem veitt er samkvæmt fyrirliggjandi gögnum
Gjaldskrá fyrir meðhöndlun og förgun sorps - lagt er til 13% hækkun samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrra ár

Gjaldskrá slökkviliðs - lagt til hækkun um 2,4% samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrri ár

Gjaldskrá hafnasjóðs - lagt til hækkun er á bilinu 2,4% til 5% samkvæmt fyrirliggjandi gögnum miðað við fyrri ár
Gjaldskrár félagsþjónustu eru samþykktar samhljóða.

Til máls tóku undir gjaldskrá skólamötuneyta: Bylgja, Aldey og Bergur Elías.
Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar minnihluta sitja hjá/hafna gjaldskrá skólamötuneyta Norðurþings á þeim forsendum að meirihlutinn hafnaði því að setja inn systkinaafslátt sem minnihlutinn lagði til í fjölskylduráði. Það getur munað barnmargar fjölskyldur miklu og hefur lítil áhrif í stóra samhenginu í rekstri Norðurþings. Minnihlutinn styður engu að síður flata hækkun á gjaldskránni.
Bergur Elías
Bylgja
Hrund
Kristján Friðrik
Gjaldskrá skólamötuneyta í Norðurþingi samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Helenu og Kristins. Kristján Friðrik og Bylgja greiða atkvæði á móti. Bergur Elías og Hrund sitja hjá.

Aðrar gjaldskrár fræðslusvið eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá tómstunda- æskulýðssviðs er samþykkt samhljóða.

Gjaldskrár framkvæmdasviðs eru samþykktar samhljóða.

Gjaldskrá slökkviliðs er samþykkt samhljóða.

Gjaldskrá hafnasjóðs er samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2022

Málsnúmer 202105167Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2023-2025 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Drífa, Aldey, Bergur Elías og Helena.

Meirihluti sveitarstjórnar vill byrja á að þakka starfsfólki sveitarfélagsins fyrir mikla og góða vinnu við gerð fjárhagsáætlunarinnar. Í krefjandi aðstæðum undanfarna mánuði hafa allir sem einn sinnt starfi sínu af fagmennsku og metnaði. Hafið þökk fyrir!
Í fjárhagsáætlun ársins 2022 og þriggja ára áætlun 2023-2025 er áfram lögð áhersla á að verja þjónustu sveitarfélagsins. Lögð er áhersla á að viðhalda öflugri grunnþjónustu, framlög eru aukin til þjónustu við fatlaða, sem og fræðslumála og frístundastyrkur vegna frístunda barna hækkaður.
Mikið hefur áunnist í uppbyggingu innviða sveitarfélagsins undangengin ár og áfram er haldið á þeirri vegferð, til að mynda með ríkulegri aðkomu sveitarfélagsins að byggingu nýs hjúkrunarheimilis, áformum um nýja aðstöðu fyrir frístund, endurbótum á Þvergarði á Húsavík, endurbótum í Grunnskólanum á Raufarhöfn, frágangi SR lóðarinnar og lagður er grunnur að nýrri aðstöðu Golfklúbbs Húsavíkur sem mun bæta aðstöðu til golfiðkunar allan ársins hring.
Engum blöðum er þó um það að fletta að halda þarf áfram vel um taumana í málaflokka rekstri sveitarfélagsins og mikilvægt er að skoða með gagnrýnum hætti hvort tækifæri leynist í rekstri A-hluta sveitarsjóðs m.t.t. þess hvort veita megi sömu eða sambærilega þjónustu með hagkvæmari hætti. Við horfum björtum augum til framtíðar, hvað varðar áframhaldandi uppbyggingu atvinnu í sveitarfélaginu, hvort sem er í tengslum við fiskeldi í Öxarfirði og á Kópaskeri, eða græna iðngarða á Bakka, með tilheyrandi áhrifum á fólksfjölgun og afleidda starfsemi.
Fjárhagsáætlun Norðurþings hefur verið unnin í góðri samvinnu kjörinna fulltrúa og nefndarfólks í ráðum sveitarfélagsins sem er mikilvægt veganesti inn í nýtt ár.
Aldey Unnar Traustadóttir
Benóný Valur Jakobsson
Birna Ásgeirsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir
Kristinn Jóhann Lund

Bókun minnihluta sveitarstjórnar Norðurþings við fjárhagsáætlun 2022 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2023, 2024 og 2025.
Á þessu kjörtímabili hefur minnihluti sveitarstjórnar Norðurþings, í formi ábendinga, bókanna og tillagna, bent á hvert rekstur sveitarfélagsins stefnir. Tekjur sveitarfélagsins eru yfir meðaltali, rekstur þess þyngst mikið og fjárfestingar án tekjuaukningar. Það leiðir til viðvarandi halla í rekstri sveitarfélagsins.
Minnihlutinn vill hvetja íbúa sveitarfélagsins til að kynna sér fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 en hún verður birt á heimasíðu sveitarfélagsins að loknum sveitarstjórnarfundi.
Fjárfestingar á tímabilinu verða um 1,9 milljarður króna í samstæðu sveitarfélagsins.
Lántökur á tímabilinu verða um 1,1 milljarður króna í samstæðunni.
Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins verða í lok tímabilsins verða rétt tæplega 8 milljarðar króna. Upphæðin nemur rúmum 4 milljónir á hvern íbúa frá 19 til 67 ára aldur hjá sveitarfélaginu.
Það er ný staða að taka þurfi lán til reksturs sveitarfélagsins sem bendir til þess að skort hefur aga undanfarin ár.
Hafa ber í huga að framangreint miðast við að kostnaður fjárfestinga fari ekki fram úr áætlun (ekki verður mikið um framkvæmdir í lok tímabilsins, er það gert til að forðast frekari lántökur í áætlun) og að rekstrarkostnaður haldist innan ramma og tekjur aukist á tímabilinu.
Ljóst er að verkefni nýrrar sveitarstjórnar á komandi ári verður krefjandi. Um það verður varla deilt. Auknar tekjur verða ekki sóttar í vasa íbúa og fyrirtækja til reksturs sveitarfélagsins. Auk þess þarf að forgangsraða fjármunum í auknum mæli til að létta undir með barnafjölskyldum, gera samfélagið fjölskylduvænna og huga að hagsmunum barna og ungmenna. Til að svo megi verða þarf að efla atvinnulífið og treysta aukið tekjuflæði til rekstur sveitarfélagsins.
Að lokum, þar sem um er að ræða síðast sveitarstjórnarfund á þessu ári, þökkum þeim sem að fjárhagsáætlunarvinnuni komu og óskum við starfsfólki sem og íbúum Norðurþings gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Bergur Elías Ágústsson
Bylgja Steingrímsdóttir
Hrund Ásgeirsdóttir
Kristján Friðrik Sigurðsson

Aldey Unnar Traustadóttir leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð greiðir atkvæði með samþykkt fjárhagsáætlunar eins og hún liggur fyrir við aðra umræðu. Undirrituð telur þó rétt að ráðgera endurskoðun ákveðinna þátta fjárhagsætlunar til eins árs og þriggja ára, á fyrri hluta næsta árs. Þeir þættir sem sérstaklega er vert að endurskoða eru áform þriggja ára áætlunar um að efla enn frekar innviði slökkviliðs með því að fjárfesta í slökkvibíl fyrir tugi milljóna í stað þess að forgangsraða til fjárfestingar innviða í þágu barna og fjölskyldna.

Fjárhagsáætlun 2022 borin undir atkvæði og er samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs Elíasar sem situr hjá.

Þriggja ára áætlun 2023-2025 borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum allra nema Bergs Elíasar sem situr hjá.

5.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerðir starfshóps um endurskoðun samþykkta Norðurþings sem samþykkt var að stofna á 116. fundi sveitarstjórnar í september sl. Einnig eru fyrirliggjandi drög að breytingum á samþykktum sem Helena Eydís leggur til að verði vísað til fyrri umræðu í sveitarstjórn á næsta fundi hennar í janúar.
Til máls tóku: Helena, Bergur Elías og Benóný.

Helena leggur fram eftirfarandi tillögu:
Lagt til að starfshópi um endurskoðun samþykkta verði falið að halda áfram vinnu sinni við endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins, hvað varðar viðauka við þær. Jafnframt að samþykktum Norðurþings verði vísað til fyrri umræðu á janúarfundi sveitarstjórnar.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

6.Formleg umsókn Carbon Iceland um land á Bakka

Málsnúmer 202112016Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur erindi frá Carbon Iceland ehf. varðandi úthlutun lóðar til félagsins til uppbyggingar á kolefnisföngun á iðnaðarsvæði við Bakka í samræmi við viljayfirlýsingu sem undirrituð var af hálfu sveitarfélagsins þann 29. október 2020.
Carbon Iceland ehf. sækir um tilvitnað landsvæði á Bakka og óskar eftir að viðræður við sveitarfélagið geti farið af stað hið fyrsta.
Til máls tók: Bergur Elías.

Bergur leggur til að erindinu verði vísað til byggðarráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til frekari úrvinnslu.
Tillagan er samþykkt samhljóða.

7.Endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 202111087Vakta málsnúmer

Sveitarfélaginu barst erindi frá SSNE sem tekið var fyrir á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð gerir grein fyrir afstöðu sinni og vísar erindinu til afgreiðslu í sveitastjórn.
Ráðið tekur vel í að Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026 verði endurskoðuð á næsta ári.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði unnin í samstarfi við Norðurland vestra.
Ráðið tekur vel í að endurskoðun verði fjármögnuð sem áhersluverkefni (framlög ríkis).
Ráðið tekur vel í að öll aðildarsveitafélög SSNE verði þátttakendur í svæðisáætluninni og fagnar þátttöku Svalbarðshrepps og Langanesbyggðar, kjósi þau það.

Einnig liggja fyrir sveitarstjórn upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem bárust eftir að málið var tekið fyrir í skipulags- og framkvæmdaráði. Þar er áréttað við sveitarfélögin mikilvægi þess að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga er snúa að úrgangsmálum og uppfæra svæðisáætlanir um meðhöndlun úrgangs með hliðsjón af þeim.
Til máls tók: Benóný.

Samþykkt samhljóða.

8.Tillaga um sameiningarviðræður við Tjörneshrepp

Málsnúmer 202112005Vakta málsnúmer

Benóný Valur Jakobsson fulltrúi S-lista leggur til að Norðurþing bjóði Tjörneshreppi til formlegra viðræðna um sameiningu sveitarfélaganna.
Markmiðið með viðræðunum verði að hægt verði að kjósa um væntanlega sameiningu samhliða sveitarstjórnarkosningum í vor.
Til máls tóku: Benóný og Bergur Elías.

Bergur leggur til eftirfarandi breytingartillögu:
Norðurþing bjóði Tjörneshreppi til sameiningarviðræðna.

Samþykkt samhljóða.

9.Ósk um sameiningu jarðanna Oddsstaða og Vatnsenda

Málsnúmer 202110089Vakta málsnúmer

Á 110. fundi skipulags- og framkvæmdarráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að framgangi málsins í samvinnu við jarðareigendur.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.


10.Lóðartillaga, Aðalbraut 17, gamla slökkvistöðin á Raufarhöfn

Málsnúmer 202111047Vakta málsnúmer

Á 111. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að útbúin verði lóð umhverfis gömlu slökkvistöðina til samræmis við fyrirliggjandi tillögu.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

11.Deiliskipulag á Höfða

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Á 112. fundi skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með ofangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku breytts deiliskipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

12.Tillaga að afmörkun lóðar, Aðalbraut 4

Málsnúmer 202111086Vakta málsnúmer

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 16. nóvember 2021, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að afmörkun sameinaðrar lóðar verði samþykkt og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa lóðarsamning til undirritunar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

13.Umsókn um lóð að Hraunholti 1

Málsnúmer 202111052Vakta málsnúmer

Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 16. nóvember 2021, var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hjörvari Jónmundssyni verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

14.Ósk um sameiningu lóða við Útgarð

Málsnúmer 202111076Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að lóðirnar verði sameinaðar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að útbúa lóðarsamninga fyrir Útgarð 2-6 og Pálsgarð 1 til samræmis við framlagt lóðarblað.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

15.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum ráðsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

16.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum ráðsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
Til máls tóku: Bergur Elías og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.

17.Skólamötuneyti - Starfsreglur

Málsnúmer 202111035Vakta málsnúmer

Á 106. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir starfsreglur skólamötuneyta og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

18.Starfsreglur leikskóla - Endurskoðun og breytingar 2021

Málsnúmer 202111065Vakta málsnúmer

Á 106. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð samþykkir endurskoðaðar reglur. Ráðið ákveður jafnframt að falla frá ákvörðun sinni frá 78. fundi ráðsins, að 15 mínútur fyrir og eftir opnunartíma yrðu gjaldskyldar. Ráðið vísar reglunum til staðfestingar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

19.Frístundastyrkur og -reglur 2022

Málsnúmer 202110132Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur og hækkun á frístundastyrk úr 15.000 í 17.500 krónur fyrir árið 2022. Ráðið vísar uppfærðum reglum til kynningar í byggðarráði og samþykktar í sveitarstjórn.
Samþykkt samhljóða.

20.Fundargerð stjórnarfundar Hitaveitu Öxarfjarðar 17. nóv, 2021

Málsnúmer 202111120Vakta málsnúmer

Á 380. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð vísar gjaldskránni til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Bergur Elías.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskránna samhljóða.

21.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Drífa Valdimarsdóttir staðgengill sveitarstjóra fer yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tóku: Drífa, Benóný, Aldey og Helena.

Lagt fram til kynningar.

22.Fjölskylduráð - 103

Málsnúmer 2110011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 103. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 104

Málsnúmer 2111001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 104. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 105

Málsnúmer 2111005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 105. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Fjölskylduráð - 106

Málsnúmer 2111008FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 106. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Fjölskylduráð - 107

Málsnúmer 2111011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 107. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Skipulags- og framkvæmdaráð - 110

Málsnúmer 2110010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 110. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Skipulags- og framkvæmdaráð - 111

Málsnúmer 2111002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 111. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

29.Skipulags- og framkvæmdaráð - 112

Málsnúmer 2111006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 112. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

30.Skipulags- og framkvæmdaráð - 113

Málsnúmer 2111009FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 113. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

31.Skipulags- og framkvæmdaráð - 114

Málsnúmer 2111012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 114. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

32.Byggðarráð Norðurþings - 377

Málsnúmer 2110012FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 377. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn": Bergur Elías og Helena.

Til máls tóku undir lið 9 "Húsnæðismál í Öxarfjarðarhéraði": Bergur Elías og Drífa.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

33.Byggðarráð Norðurþings - 378

Málsnúmer 2111004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 378. fundar byggðarráðs.
Til máls tók undir lið 5 "Hraðið-Nýsköpunarsetur óskar eftir aðkomu Norðurþings vegna FabLab Húsavík": Aldey.

Sveitarstjórn Norðurþings lýsir mikilli ánægju með metnaðarfullt uppbyggingarstarf þekkingar- og nýsköpunarklasa sem er í gangi á Hafnarstétt á Húsavík. Um er að ræða samfélagslegt verkefni sem byggir á verðmætri samvinnu milli annars vegar einkaaðila úr heimahéraði, sem fara með húsnæðiseign og -framkvæmdir, og hins vegar stofnana á sviði nýsköpunar, rannsókna og menntamála.
Sveitarstjórn leggur mikla áherslu á það að ríkisvaldið tryggi grunnfjármögnun þeirra innviða sem um ræðir innan þekkingarklasans, enda falli starfsemi af þessu tagi með augljósum hætti undir stefnumörkun ríkisstjórnarinnar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

34.Byggðarráð Norðurþings - 379

Málsnúmer 2111007FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 379. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

35.Byggðarráð Norðurþings - 380

Málsnúmer 2111010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 380. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

36.Byggðarráð Norðurþings - 381

Málsnúmer 2111013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 381. fundar byggðarráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Stórþaravinnsla á Húsavík - staða verkefnisins": Aldey, Helena og Benóný.

Aldey leggur fram eftirfarandi bókun:
Undirrituð hefur undanfarið fengið kynningu að hálfu aðstandenda verkefnisins um vinnslu Stórþara á Húsavík. Í kynningargögnum verkefnisins hafa komið fram metnaðarfull áform og líklegt að af verkefninu hljótist umtalsverð umsvif. Fram hefur komið að ekki hafi verið metin umhverfisáhrif verkefnisins og ekki séð að áform séu um slíkt. Undirrituð telur mikilvægt að fram fari formlegt ferli umhverfismats. Með þeim hætti verði tryggt að allar upplýsingar muni koma fram um áhrif verkefnisins.

Helena tekur undir bókun Aldeyjar.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

37.Orkuveita Húsavíkur ohf - 225

Málsnúmer 2111003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 224. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Til máls tók: Bergur.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:50.