Fara í efni

Skipulag miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202002134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 60. fundur - 03.03.2020

Umræður um skipulag miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð ræddi hugmyndir að skipulagi á miðhafnarsvæði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Í mars voru ræddar hugmyndir að skipulagi miðhafnarsvæðis. Nú liggur fyrir samantekt á atriðum sem rædd voru og ráðið þarf að taka afstöðu til framhaldsins.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur hafnastjóra í samráði við skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja ferlið við upptekt á skipulagi í samræmi við tillögur sem liggja fyrir fundi.

Bergur Elías telur að það sé ekki tímabært að fara í þessar breytingar á skipulaginu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021

Hafnastjóri og skipulagsfulltrúi kynntu frumhugmyndir að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 93. fundur - 30.03.2021

Hugmynd að breytingum deiliskipulags miðhafnarsvæðis liggur fyrir. Ráðinu hefur borist ósk um breytingu deiliskipulaginu frá eigendum hafnarstéttar 1 og 3 þar sem óskað er eftir heimild til tengigangs milli bygginganna á jarðhæð.
Skipulags og framkvæmdaráð leggur til að unnar verði eftirfarandi breytingar á tillögunni:
1. Í ljósi umfangi breytinga óskar ráðið eftir því að unnin verði heildstæð greinargerð skipulagstillögunnar.
2. Skilgreina þarf heimild í deiliskipulagi til að fjarlægja þró að Hafnarstétt 33.
3. Fjarlægja þarf teiknuð bílastæði framan við aðkomuhurðir að gamla síldarverksmiðjuhúsinu.
4. Rétt er að sýna vigtarskúrinn að Hafnarstétt 35 með brotalínum og gera grein fyrir því í greinargerð að horft sé til þess að hann víki.
5. Rétt væri að teikna fleiri bílastæði sunnan Helguskúrs og afmá útlínur bílastæða frá gildandi deiliskipulagi. Ekki skal gera ráð fyrir sjálfstæðri lóð undir bílastæðin, heldur sé horft til þess að þetta séu almenn bílastæði.
6. Ekki er gert ráð fyrir að byggingarreitur á þaki verbúðahúss verði nýttur fyrir torgsölu.
7. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að tengibyggingu milli Hafnarstéttar 1 og 3. Slík breyting mun hinsvegar hafa áhrif á aðgengi að bílastæðum á lóð Hafnarstéttar 3. Ráðið óskar eftir tillögum lóðarhafa að frekari útfærslum svæðisins áður en hugmyndir verða teiknaðar inn í deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma ofangreindum tillögum til skipulagsráðgjafa.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 96. fundur - 04.05.2021

Á 93. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
"7. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í hugmyndir að tengibyggingu milli Hafnarstéttar 1 og 3. Slík breyting mun hinsvegar hafa áhrif á aðgengi að bílastæðum á lóð Hafnarstéttar 3. Ráðið óskar eftir tillögum lóðarhafa að frekari útfærslum svæðisins áður en hugmyndir verða teiknaðar inn í deiliskipulagstillögu."
Nú hafa ráðinu borist hugmyndir lóðarhafa Hafnarstéttar 1 og 3 að uppbyggingu tengibyggingar milli húsanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur framlagðar hugmyndir um tengibyggingu milli húsanna áhugaverðar og fellst á að skilgreina byggingarreit sem heimilar þá uppbyggingu inn í tillögu að breytingu deiliskipulags. Hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa er falið að láta skipulagsráðgjafa færa hugmyndirnar inn í skipulagstillögu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík, uppdrátt og greinargerð. Útbúin hefur verið heildstæð greinargerð fyrir deiliskipulagið og búið er að færa inn á uppdrátt þær breytingar sem óskað hefur verið eftir. Hafnarstjóri kynnti tölvupóst frá Guðmundi Salómonssyni f.h. björgunarsveitarinnar Garðars sem sendur var 24. maí s.l.
Skipulagstillagan rædd en afgreiðslu málsins frestað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingartillagan felur í sér ýmsar breytingar sem ræddar hafa verið í skipulags- og framkvæmdaráði á undanförnum mánuðum. Meðal breytinga er stækkun skipulagssvæðisins þannig að miðhafnarskipulagið taki yfir lóðir og viðlegukannta Naustagarðs og slippsins. Ennfremur gerir tillagan ráð fyrir að Hafnarstétt 1 og 3 verði tengd með viðbyggingu til samræmis við hugmyndir sem áður hafa verið kynntar ráðinu. Fyrirhuguð bygging mun loka á umferðarleið milli húsanna sem skilgreind er í gildandi deiliskipulagi, en í stað þeirrar leiðar er gert ráð fyrir kvöð um nýja umferðarleið milli Hafnarstéttar 3 og Hafnarstéttar 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og til samræmis við minniháttar breytingar samþykktar á fundinum.

Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga og til samræmis við minniháttar breytingar samþykktar á fundinum.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Hjálmar Bogi óskar bókað;
Það er ástæða til að hvetja íbúa, stofnanir, félagasamtök og fyrirtæki að kynna sér skipulagsbreytingar vel og skila athugasemdum ef svo ber undir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags Miðhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá: 1) Minjastofnun (bréf dags. 17. ágúst), 2) Vegagerðinni (bréf dags. 9. september), 3) Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 10. september), 4) Björgunarsveitinni Garðari (bréf dags. 8. september) og 5) Magna Lögmönnum f.h. Gentle Giants Hvalaferða (bréf dags. 9. september). Minjastofnun og Heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna.
2. Vegagerðin fer fram á að veghelgunarsvæði verði færð inn á deiliskipulagsuppdrátt.
Viðbrögð: Veghelgunarsvæði, 30 m frá miðlínu þjóðvega, verður fært inn á deiliskipulagsuppdrátt.
4.1. Björgunarsveitin Garðar gerir alvarlega athugasemd við lokun á umferðarleið milli Hafnarstéttar 1 og 3 nema til komi verulega veglegri opnun fyrir umferð milli Hafnarstéttar 3 og 5 en sýnd er á skipulagstillögu.
Viðbrögð: Meginaðkoma að lóð Hafnarstéttar 7 er um götu sem liggur milli Hafnarstéttar 5 og 9 og ganga má út frá að kvöð um akstur um lóðirnar að Hafnarstétt 1 og 3 í gildandi deiliskipulagi hafi fyrst og fremst þann tilgang að tryggja umferð að bílastæðum innan þeirra lóða. Breytt skipulag gengur út frá að bílastæði innan þeirra lóða verði alfarið norðan Hafnarstéttar 1 og lóðarhöfum því ekki þörf á umferðarleið sunnan Hafnarstéttar 1. Fyrirliggjandi skipulagstillaga gengur út frá að opnað verði á 4 m breiða neyðaraksturleið milli Hafnarstéttar 3 og 5 til að koma til móts við þarfir lóðarhafa að Hafnarstétt 7. Sú breidd ætti að duga a.m.k. flestum ökutækjum. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að ekki sé tilefni til að breyta deiliskipulagstillögunni vegna athugasemdarinnar.
4.2. Abending er um að misritað er í greinargerð "tæknigeymsla" sem á að vera "tækjageymsla".
Viðbrögð: Verður lagfært í greinargerð.
4.3. Bent er á að stigi norðan húss er rangt teiknaður.
Viðbrögð: Verður lagfært á uppdrætti.
4.4. Farið er fram á að nýtingarhlutfall verði aukið í 1,8 fyrir lóðina að Hafnarstétt 7 svo heimilt verði að byggja milliloft yfir þriðju hæð til samræmis við samþykktar teikningar frá 1987.
Viðbrögð: Fallist er á hækkun nýtingarhlutfalls.
4.5. Bent er á að 5 m löng bílastæði eru of stutt fyrir þá umferð sem á Hafnarstéttinni er. Réttara væri að teikna bílastæði a.m.k. 7 m löng.
Viðbrögð: Skipulags- og framkvæmdaráð tekur undir sjónarmið um að heppilegt sé að bílastæði á Hafnarstétt séu lengri en 5 m. Flest bílastæðin verða nokkru lengri en 5 m eins og fram kemur á skipulagsuppdrætti, þó þannig hátti til að erfitt sé að hafa öll bílastæðin lengri vegna takmarkaðs pláss. Athugasemdin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.
5. Gentle Giants mótmælir áformum um breytta notkun og/eða ásýnd göngustígar milli Hafnarstéttar 3 og 5. Í því felist augljós slysahætta að nýta hann sem neyðarakveg. M.a. muni sú notkun skapa hættu viðskiptavinum fyrirtækisins. Einnig er lýst yfir áhyggjum af því að almenn ökutæki muni nýta þessa umferðarleið. Lögð er fram tillaga um að tenging milli Hafnarstéttar 1 og 3 verði um tengigang á annari hæð sem hindri ekki umferð um núverandi sund milli húsa og að ný notarými verði byggð upp norðan Hafnarstéttar 1 í stað uppbyggingar á lóð Hafnarstéttar 3.
Viðbrögð: Ráðið tekur undir með að sérstakrar varkárni er þörf ef hleypa á tímabundinni bílaumferð á göngustíg, sérstaklega í ljósi þess að um miðhafnarsvæði Húsavíkur fer mikill fjöldi fótgangandi. Skipulags- og framkvæmdaráð telur að koma vegi að mestu í veg fyrir hættu gagnvart gangandi vegfarendum sé notkun stígsins til bílaumferðar eingöngu á neyðarstundum. Tryggja verður að notkun til aksturs verði eingöngu þegar þörfin kallar, t.a.m. með læsanlegum hindrunum. Ráðið samþykkir að ákvæði verði í greinargerð sem skilgreini skorður á umferð bíla um stíginn þannig að hann verði ekki nýttur fyrir almenna umferð. Ráðið telur að unnt sé að halda ásýnd göngustígs milli Hafnarstéttar 3 og 5 aðlaðandi,þrátt fyrir að þeim möguleika verði haldið opnum að neyðarumferð geti farið um hann. Ráðið telur uppbyggingu notarýma á margan hátt heppilegri sunnan Hafnarstéttar 1 en norðan byggingarinnar. Þar kemur m.a. til nálægð við þjóðveg um Naustagil. Ráðið fellst því ekki á miðlunartillögu í athugasemdinni.

Eysteinn leggur til að núverandi sjósetningarampur verði teiknaður inná skipulagstillöguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögu Eysteins.

Undirritaður leggur til að hugmynd að 3. hæð, 48 m² að grunnfleti og 3,5 m að hæð, sem á að heimila ofan á Verbúðir á hluta byggingarinnar verði tekin út.
Hjálmar Bogi Hafliðason.

Tillaga Hjálmars er felld með atkvæðun Kristins, Benónýs og Guðmundar.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem bókaðar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins. Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi leggjast gegn samþykkt skipulagstillögunnar á þessu stigi enda ekki komið til móts við lóðarhafa á svæðinu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem bókaðar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins. Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi leggjast gegn samþykkt skipulagstillögunnar á þessu stigi enda ekki komið til móts við lóðarhafa á svæðinu.
Til máls tóku: Benóný, Hjálmar, Bergur og Kristján Þór.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggingarreitur ofan á verbúðum að Hafnarstétt 17 verði felld úr skipulagsdrögunum.
Bergur Elías Ágústsson.
Tillaga Bergs er felld með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Helenu og Kristjáns Þór.
Kristján Friðrik situr hjá.
Bergur, Bylgja og Hjálmar greiddu atkvæði með tillögunni.

Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bergs, Birnu, Helenu og Kristjáns Þór.
Kristján Friðrik og Bylgja sátu hjá.
Hjálmar greiddi atkvæði á móti.

Bergur Elías gerði grein fyrir atkvæði sínu á fundinum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021

Með bréfi dags. 10. nóvember s.l. kom Skipulagsstofnun á framfæri athugasemdum við samþykkta breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Einnig hefur komið fram réttmæt ábending um ranglega staðsettan byggingarreit vestan húss að Naustagarði 2.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins, bæði greinargerð og uppdráttar, þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Ennfremur hefur byggingarreit að Naustagarði 2 verið hliðrað til samræmis við ábendingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með framangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum ráðsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
Til máls tóku: Bergur Elías og Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.