Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

92. fundur 23. mars 2021 kl. 13:00 - 16:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Nanna Steina Höskuldsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3 og 10-12.
Jónas Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-3.
Ketill G. Árnason verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-3 og 10-12.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir lið 4.

1.Samstarfsvettvangur Norðurþings og Vegagerðarinnar

Málsnúmer 202103144Vakta málsnúmer

Á fundinn komu fulltrúar Vegagerðarinnar, þeir Gunnar Helgi, Heimir Gunnarsson og Haukur Jónsson og ræddu fyrirhugaðar framkvæmdir Vegagerðarinnar í Norðurþingi.


Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fulltrúum Vegagerðarinnar fyrir komuna og uppbyggilegt samtal.

2.Áskorun á Vegagerðina vegna vegkafla frá þjóðvegi 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 202103054Vakta málsnúmer

Á 356. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Ljóst er að umræddur vegkafli er á forræði Vegagerðarinnar sem ber þá ábyrgð á því að honum sé sinnt.
Fulltrúar Vegagerðarinnar komu á fund skipulags- og framkvæmdaráðs. Byggðarráð óskar þess að erindið verði til umræðu þar.
Málið tekið fyrir og rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar undir fyrsta lið.

3.Uppbygging útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk

Málsnúmer 202009034Vakta málsnúmer

Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti framgang verkefnis sem tengist uppbyggingu skíða- og útivistarsvæðis við Reyðarárhnjúk.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Kjartani Páli fyrir kynninguna. Ráðið samþykkir að kaupa niðurfærslugír fyrir lyftumótor og að lyftuskúrinn verði málaður og skipt verði um þakrennur. Áætlaður kostnaður er 2,2 milljónir.

4.Skipulag miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Hafnastjóri og skipulagsfulltrúi kynntu frumhugmyndir að breytingu deiliskipulags miðhafnarsvæðis á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

5.Deiliskipulag á Höfða

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir tillaga að skipulags- og matslýsingu vegna deiliskipulags á Höfða á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna eins og hún var kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

6.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Nú er lokið athugasemdafresti vegna tillögu að deiliskipulagi fiskeldis í Núpsmýri. Umsagnir og athugasemdir bárust frá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Minjasstofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúruverndarnefnd Þingeyinga, Samherja fiskeldi og Gunnari Einarssyni á Daðastöðum.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti þær umsagnir sem bárust.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar umfjöllun og afgreiðslu umsagnanna.

7.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gróðurskýli að Bakkagötu 20

Málsnúmer 202103069Vakta málsnúmer

Thomas Helmig og Cornelia Spandau óska eftir leyfi til að reisa 40 m² gróðurskýli að Bakkagötu 20 á Kópaskeri. Skýlið yrði niðurgrafið að hluta þannig að það stæði mest 2,3 m yfir núverandi yfirborði lóðar. Burðarvirki skýlisins eru stálbogar og yfir þá strengt teygjanlegt gróðurhúsaplast. Fyrir liggur rissmynd af fyrirhuguðu skýli og afstöðu þess. Einnig fylgir skriflegt samþykki nágranna að Duggugerði 1 og 3.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar uppsetningu skýlisins.

8.Dettifoss göngupallar 4. áfangi

Málsnúmer 202103046Vakta málsnúmer

Vatnajökulsþjóðgarður kynnir Norðurþingi fyrirhugaða framkvæmd sumarsins 2021 við Dettifoss sem felst í 4. áfanga göngupalla. Til kynningar eru afstöðumynd og aðrar teikningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar kynningargögn og fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum sem stuðla munu að bættu aðgengi að útsýnispöllum við Dettifoss.

9.Beiðni um umsögn vegna vindorkugarðs að Hnotasteini

Málsnúmer 202103041Vakta málsnúmer

Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðs vindorkugarðs að Hnotasateini. Tillaga að matsáætlun er unnin af Eflu verkfræðistofu og dagsett 16. desember 2020. Áform Qair Iceland ehf lúta að uppbyggingu allt að 200 MW vindorkugarðs innan 3.330 ha svæðis á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að tillaga að matsáætlun geri ágæta grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Ráðið gerir ekki athugasemdir við þá umhverfisþætti sem matið á að taka til, þá valkosti sem lagt verður mat á, gagnaöflun, úrvinnslu gagna eða framsetningu í frummatsskýrslu.
Framkvæmdaaðili þarf að afla framkvæmdaleyfis hjá sveitarfélaginu Norðurþingi skv. 14. gr. skipulagslaga og afla byggingarleyfis fyrir hverri vindmyllu skv. 9. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010.

10.Áskorun frá Samtökum iðnaðarins til sveitarfélaga vegna stöðuleyfisgjalda

Málsnúmer 202103105Vakta málsnúmer

Samtök iðnaðarins skora á sveitarfélög að endurákvarða álagningu stöðuleyfisgjalda.
Lagt fram til kynningar.

11.Kauptilboð Vallholtsvegur 10

Málsnúmer 202103104Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðarráð að tilboðinu verði hafnað.

12.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.

Málsnúmer 201911005Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gögn um ástand skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðaráætlun í tengslum við viðhald á þaki og viðbyggingu. Jafnframt að gera við leka til bráðabirgða.

Fundi slitið - kl. 16:00.