Fara í efni

Áskorun á Vegagerðina vegna vegkafla frá þjóðvegi 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar

Málsnúmer 202103054

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 356. fundur - 11.03.2021

Hjálmar Bogi Hafliðason leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggðarráð skori á Vegagerðina að tryggja þjónustu og mokstur á vegkafla frá þjóðvegi nr. 85 að flugstöð Húsavíkurflugvallar.
Greinargerð:
Svo virðist að umræddur vegkafli sé hálf munaðarlaus og ekki á ábyrgð neins. Til að tryggja mokstur þarf Vegagerðin að gera vegkaflan hluta af vegkerfinu og þjónusta veginn.
Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason
Ljóst er að umræddur vegkafli er á forræði Vegagerðarinnar sem ber þá ábyrgð á því að honum sé sinnt.
Fulltrúar Vegagerðarinnar koma á næsta fund skipulags- og framkvæmdaráðs. Byggðarráð óskar þess að erindið verði til umræðu þar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021

Á 356. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
Ljóst er að umræddur vegkafli er á forræði Vegagerðarinnar sem ber þá ábyrgð á því að honum sé sinnt.
Fulltrúar Vegagerðarinnar komu á fund skipulags- og framkvæmdaráðs. Byggðarráð óskar þess að erindið verði til umræðu þar.
Málið tekið fyrir og rætt við fulltrúa Vegagerðarinnar undir fyrsta lið.