Fara í efni

Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.

Málsnúmer 201911005

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Skipulags- og framvkæmdaráði barst erindi vegna þakleka á Aðalbraut 23.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðarmat og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Fyrir liggur kostnaðarmat vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á þaki húsnæðis stjórnsýsluhúss að Aðalbraut 23 á Raufarhöfn. Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í þakviðgerð á húsinu og hvaða leið verður valin við þá framkvæmd.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða vegna þakskipta á Ráðhúsinu til samræmis við leið eitt í fylgigögnum. Verkið skal framkvæmt á árinu 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 92. fundur - 23.03.2021

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gögn um ástand skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðaráætlun í tengslum við viðhald á þaki og viðbyggingu. Jafnframt að gera við leka til bráðabirgða.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 110. fundur - 02.11.2021

Erindi frá starfsmanni Norðurþings á Raufarhöfn varðandi ástand skrifstofunnar þar.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu um viku. Ráðið hyggst halda næsta fund sinn á Raufarhöfn þar sem málið verður rætt.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 111. fundur - 09.11.2021

Fyrir ráðinu liggur erindi frá starfsmanni Norðurþings á Raufarhöfn varðandi ástand fasteignarinnar á Aðalbraut 23.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðarmat vegna viðhalds húsnæðisins og leggi fyrir ráðið aftur fyrir lok nóvember.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 114. fundur - 30.11.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð bókaði á 111. fundi sínum 9. nóvember sl.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kostnaðarmat vegna viðhalds húsnæðisins og leggi fyrir ráðið aftur fyrir lok nóvember.

Fyrir ráðinu liggur kostnaðarmat vegna utanhúsviðhalds á Aðalbraut 23.
Skipulags-og framvæmdaráð samþykkir að farið verði í að skipta út þaki og aðalinngangi á árinu 2022.