Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

116. fundur 21. september 2021 kl. 16:15 - 18:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Aldey Unnar Traustadóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Benóný Valur Jakobsson 2. varaforseti
  • Birna Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi breyting á fjölskylduráði hjá fulltrúum E - lista.

Varamaður áheyrnarfulltrúa í fjölskylduráði verður Svava Hlín Arnarsdóttir í stað Ástu Hermannsdóttur.
Samþykkt samhljóða.

2.Deiliskipulag fiskeldis í Núpsmýri

Málsnúmer 201803144Vakta málsnúmer

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem gerðar hafa verið.
Til máls tók: Benóný.

Benóný leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs. Skipulagstillagan felur í sér byggingarreiti sem eru nær þjóðvegi en 50 m sem tilgreint er sem lágmarksfjarlægð í staflið d greinar 5.3.2.5. í skipulagsreglugerð. Sú tilhögun er með samþykki Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að leita samþykkis Umhverfis- og auðlindaráðneytis fyrir frávikin.

Samþykkt samhljóða.

3.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036Vakta málsnúmer

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta færa veghelgunarsvæði inn á deiliskipulagsuppdráttinn. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
Til máls tók: Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur

Málsnúmer 202002134Vakta málsnúmer

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt með þeim breytingum sem bókaðar voru á fundinum. Skipulagsfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins. Eysteinn Heiðar og Hjálmar Bogi leggjast gegn samþykkt skipulagstillögunnar á þessu stigi enda ekki komið til móts við lóðarhafa á svæðinu.
Til máls tóku: Benóný, Hjálmar, Bergur og Kristján Þór.

Bergur leggur fram eftirfarandi tillögu:
Undirritaður leggur til að byggingarreitur ofan á verbúðum að Hafnarstétt 17 verði felld úr skipulagsdrögunum.
Bergur Elías Ágústsson.
Tillaga Bergs er felld með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Helenu og Kristjáns Þór.
Kristján Friðrik situr hjá.
Bergur, Bylgja og Hjálmar greiddu atkvæði með tillögunni.

Tillaga skipulags- og framkvæmdaráðs er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Bergs, Birnu, Helenu og Kristjáns Þór.
Kristján Friðrik og Bylgja sátu hjá.
Hjálmar greiddi atkvæði á móti.

Bergur Elías gerði grein fyrir atkvæði sínu á fundinum.

5.Deiliskipulag á Höfða

Málsnúmer 202103143Vakta málsnúmer

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Til máls tók: Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Umsókn um lóð að Útgarði 2

Málsnúmer 202108057Vakta málsnúmer

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Naustalæk verði úthlutað lóðinni.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Gjaldskrá mötuneytis Öxarfjarðarskóla

Málsnúmer 202109038Vakta málsnúmer

Á 98. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað;

Fjölskylduráð samþykkir breytingu á gjaldskrá mötuneytis í Öxarfjarðarskóla til samræmis við Grunnskóla Raufarhafnar.
Stefnt er að samræma gjaldskrár mötuneyta í leik- og grunnskólum Norðurþings um áramótin 2021/2022.
Samþykkt samhljóða.

8.Úttekt á Slökkviliði Norðurþings

Málsnúmer 202108070Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur skýrsla frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) um úttekt á Slökkviliði Norðurþings 2021. HMS leggur til við sveitarstjórn að ráðist verði í nauðsynlegar úrbætur og er þess óskað að HMS berist svar frá sveitarstjórn með áætlun um úrbætur við athugasemdum stofnunarinnar.
Til máls tóku: Helena, Hjálmar og Kristján Þór.

Helena leggur til að byggðarráð fái skýrsluna til umfjöllunar og vinni að úrbótum.
Tillaga Helenu er samþykkt samhljóða.

9.Framtíðarsýn og umræður um uppbyggingu innviða á fræðslu- og tómstundasviði Norðurþings

Málsnúmer 202109098Vakta málsnúmer

Kristján Þór óskar eftir að málið verði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tóku: Kristján Þór, Hjálmar, Bergur, Benóný, Aldey, Helena og Bylgja.

Aldey, Benóný, Birna, Helena og Kristján Þór leggja fram eftirfarandi tillögu;
Í ljósi brýns og aðkallandi húsnæðisvanda Frístundar fyrir 1. - 4. bekk á Húsavík leggja ofanritaðir aðilar fram eftirfarandi tillögu.
Faglegt mat sérfræðinga innan sveitarfélagsins verði lagt á hentugleika færanlegra eininga undir starfsemi Frístundar allt árið. Um væri að ræða einingalausnir sem komið yrði saman innan lóðar Borgarhólsskóla svo fljótt sem verða má. Þetta verði gert með þeim hætti að samhliða umfjöllun fjölskylduráðs sem leggja skal faglegt mat á hvort í boði séu einingalausnir sem standist kröfur um starfsemi Frístundar allra barna í 1. til 4. bekk, leggi skipulags- og framkvæmdráð mat á hvernig staðið yrði að fjárfestingarferlinu, hver kostnaður við lausn málsins yrði og hvernig möguleg uppsetning ofangreindra eininga megi finna farveg innan skipulags-heimilda. Náist sameiginleg sýn nefndanna um hentuga lausn verði heildarlausn lögð fyrir byggðarráð um afstöðu til væntanlegrar lántöku vegna þessa verkefnis.

Tillagan er samþykkt með atkvæðum Aldeyjar, Benónýs, Birnu, Bylgju, Helenu, Hjálmars, Kristjáns Friðriks og Kristjáns Þórs.
Bergur situr hjá.

Hjálmar Bogi gerði grein fyrir atkvæði sínu.


Bergur leggur fram eftirfarandi bókun:
Fyrir sveitarstjórnarfund liggja hugmyndir af nýjum leikskóla, allt að 6000 m2, aðstöðu fyrir frístundastarf 300 m2, breytingar á Grænuvöllum fyrir Tónslistarskóla Húsavíkur, félagsmiðstöð og ungmennastarf/hús. Þessu til viðbótar er ósk um aðstöðu fyrir fimleika, nýjan golfskála. Verið er að reisa húsnæði fyrir Vík ses, nýtt hjúkrunarheimili, væntanlega þarf einnig að skoða hvað þarf að gera fyrir Hvamm ? nýtt hlutverk / framkvæmdir. Nýtt útivistarsvæði við Reyðarárhnjúk, nýtt gervigras og stúka fyrir knattspyrnuvöllinn, stækka sundlaugina á Húsavík og endurbæta aðrar svo fátt eitt sé nefnt. Ekki má gleyma fjárfestingarþörf til tækjakaupa slökkviliðs Norðurþings.
Samhliða þessu þarf væntanlega að viðhalda eignum, lagfæra götur og gangstéttir, bæta umhverfið og fleira og fleira. Ónefnt eru framkvæmdir hjá Hafnarsjóði og Orkuveitu Húsavíkur ohf. Við erum að tala um framkvæmdir fyrir Norðurþing upp á marga milljarða króna.
Ljóst er að við erum komin með grunnrekstur sem er ekki góður þrátt fyrir mikinn hagvöxt á svæðinu sl. ár þar sem tekjur hafa streymt í kassann í því magni sem enginn hefur séð áður hér á norðausturhorninu. Nú stefnir, að öllu óbreyttu, í umtalsvert tap á næsta ári í rekstri sveitarfélagsins.
Áður en lengra er haldið er rétt að leggja vinnu í það mæla og meta hvað sveitarfélagið getur framkvæmt fyrir þegar búið er að greiða kostnað, afborgannir af lánum og lágmarks viðhald. Auk þess er mikilvægt að skoða mögulegar tekjur án þess að ganga þurfi dýpra í vasa þeirra sem hér búa. Framkvæmdir af svona stærðargráðum mun krefjast hagræðingar í rekstri, varla verður um það deilt. Þegar það liggur fyrir þ.e. hvaða burði við höfum, er rétt að skoða hvaða sviðmyndir við ráðum við. Hvað er skynsamlegt að skoða nánar m.t.t. umfangs, tíma og forgangsröðunnar. Rétt er að benda á að forgangsröðun B lista er og hefur verið skýr.
Við þurfum ekki fleiri kynningar á milljarða framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins eða milljarða hér eða þar. Sé raunhæft að slík verkefni komi, er það hið besta mál. En þangað til skulum við virða verk hinnar hagsýnu íslensku konu sem hélt lífi í land og þjóð við erfiðar aðstæður svo áratugum og öldum skipti. Hófsemi, þolinmæði, festa og fagleg vinnubrögð er það sem þarf til að koma hlutum áfram og í verk.


Minnihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Í þrígang hefur sveitarstjórn samþykkt samhljóða tillögur minnihlutans um uppbyggingu frístundaheimilis/ungmennahúss; í febrúar 2019, í apríl 2019 og í september 2020. Núna er september 2021 þar sem liggur fyrir tillaga meirihlutans sama efnis. Höldum staðreyndum til haga og lítum á söguna:
Í febrúar árið 2019 var eftirfarandi tillaga fulltrúa minnihlutans samþykkt samhljóða;
Lagt er til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík. Lagt er til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið geri úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kannaðir verði mögulegir húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu verði unnin kostnaðar og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skulu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk.
Það gerðist ekki. Ekkert gerst.

Í apríl 2019 var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða og vísað til fjölskylduráðs;
Lagt var til að sveitarfélagið Norðurþing hefji nú þegar undirbúning að uppbyggingu félagsmiðstöðvar og ungmennahúss á Húsavík á fundi sveitarstjórnar í febrúar síðastliðnum. Lagt var til að framkvæmdasvið í samvinnu við fræðslusvið gerði úttekt á mögulegum leiðum til að byggja upp félagsmiðstöð og ungmennahús á Húsavík. Kanna átti mögulega húsakostir (notað eða nýtt) og með hvaða hætti starfsemi hússins yrði. Ákaflega mikilvægt er að unnið verði með væntanlegum notendum þjónustunnar og mat lagt á þarfir unga fólksins okkar. Samhliða þessari vinnu átti að vinna kostnaðar- og rekstraáætlun í samvinnu við fjármálasvið sveitarfélagsins. Fyrstu niðurstöður skuldu kynntar sveitarstjórnarfulltrúum í eigi síðar en á fundi sveitarstjónar í apríl nk. Þar sem niðurstöður liggja ekki fyrir er lagt til að niðurstöður þeirrar vinnu sem samþykkt var að skyldi unnin, kynnt á fundi sveitarstjórnar í júní 2019.
Það gerðist ekki. Ekkert gerst.

Í september 2020 var eftirfarandi tillaga fulltrúa minnihluta samþykkt samhljóða;
Undirrituð leggja til að hafinn verði undirbúningur að uppbyggingu félagsmiðstöðvar/ungmenna-húss á Húsavík. Verkefnið yrði samstarfsverkefni fjölskyldu-, framkvæmda- og fjármálasviðs undir forystu fjölskyldusviðs. Fjölskylduráð fer yfir allar mögulegar sviðsmyndir í takt við minnisblað sem var lagt fram á fundi ráðsins þann 7. sept. síðastliðinn og skilar af sér hugmyndum fyrir 31. október næstkomandi. Því þarf að vinna málið hratt svo hægt sé að vísa málinu til gerðrar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.
Markmið vinnunnar er að finna framtíðarhúsnæði fyrir frístundastarf/félagsmiðstöð/ungmenna-hús, notað eða nýtt.
Það gerðist ekki. Ekkert gerst.
Í tillögu meirihlutans er m.a. kveðið á um;
- Byggingu nýs leikskóla.
- Einingar til að anna þjónustu við Frístund. Sem fulltrúar minnihlutans hafa bent á.
- Slíta í sundur starfsemi Borgarhólsskóla og Tónlistarskóla Húsavíkur sem eru nú undir sama þaki sem þykir einstakt tækifæri á landsvísu.

Af hverju hefur ekkert gerst núna 909 dögum síðar frá því að tillaga sama efnis var fyrst samþykkt samhljóða?

Bergur, Bylgja, Hjálmar og Kristján Friðrik.

10.Tækifæri til uppbyggingar á SR-lóðinni á Raufarhöfn

Málsnúmer 202109099Vakta málsnúmer

Kristján Þór óskar eftir að málið verði tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar.
Til máls tók: Kristján Þór.

Til sveitarfélagsins hafa leitað forsvarsmenn GPG Seafood ehf., og lýst yfir áhuga sínum á að hefja viðræður við sveitarfélagið um framtíð Mjölhússins svokallaða á gömlu SR-lóðinni á Raufarhöfn. Sveitarstjóri leggur til að forsvarsmönnum GPG Seafood ehf. verði boðið á næsta fund byggðarráðs til að ræða mögulega samstarfsfleti fyrirtækisins og sveitarfélagsins um úrlausn brýnna mála hvað varðar umrædda fasteign og svæðið í kring.

Tillaga sveitarstjóra er samþykkt samhljóða.

11.Endurskoðun samþykkta Norðurþings 2021

Málsnúmer 202102059Vakta málsnúmer

Undirritaður leggur til að samþykktir Norðurþings um stjórn, fundarsköp, nefndarskipan o.fl. er varðar stjórnun sveitarfélagsins verði endurskoðuð. Hvert framboð skipi einn fulltrúa í vinnuhóp sem skilar af sér fyrstu drögum fyrir lok árs 2021.

Síðastliðin þrjú ár hefur sveitarstjórn starfað eftir nýjum samþykktum og brýnt að rýna til gangs hvort gera þurfi breytingar og bæta þær. Oddvitar framboða hafa komið að þeirri vinnu en mikilvægt að hraða þeirri vinnu enda tæpt ár til sveitarstjórnarkosninga en eigi að gera breytingar þarf það að gerast í tíma með samvinnu og skynsemi að leiðarljósi.

Virðingafyllst
Hjálmar Bogi Hafliðason
Til máls tóku: Hjálmar, Benóný og Helena.

Tillagan er samþykkt samhljóða.

12.Hundagerði - erindi

Málsnúmer 202105062Vakta málsnúmer

Bergur Elías fulltrúi B-lista óskar eftir að málið verði tekið fyrir sem sér liður á fundi sveitarstjórnar.

Á 104. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið; Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að úthluta Hundasamfélaginu svæði 3 og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að eiga samtal við forsvarsmenn félagsins. Kristinn Lund situr hjá.
Til máls tóku: Bergur og Benóný.

Bergur Elías leggur fram eftirfarandi tillögu:
Sú staðsetning sem skipulags og framkvæmdanefnd leggur til er ekki nægilega góð með tilliti til aðgengis innan og utan svæðis. Legg til að málinu verði vísað aftur í nefndina og hún í samvinnu við hundaeigendur á Húsavík og nágrennis finni staðsetningu með góðu aðgengi fyrir alla, yngra sem og eldra fólk.

Tillaga Bergs er samþykkt samhljóða.

13.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri, fór yfir verkefni sveitarfélagsins sl. vikur.
Til máls tók: Kristján Þór.

Lagt fram til kynningar.

14.Skipulags- og framkvæmdaráð - 104

Málsnúmer 2108003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 104. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tóku undir lið "Framkvæmdaáætlun 2021": Benóný og Bergur.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

15.Skipulags- og framkvæmdaráð - 105

Málsnúmer 2109001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 105. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

16.Fjölskylduráð - 97

Málsnúmer 2108004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 97. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 1 "Íþróttafélagið Þingeyingur - kynning á félaginu og ósk um samstarfssamning": Bergur og Birna.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

17.Fjölskylduráð - 98

Málsnúmer 2109003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 98. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 3 "Innleiðing laga um samþætta þjónustu í þágu farsældar barna": Hjálmar, Birna og Aldey.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

18.Byggðarráð Norðurþings - 370

Málsnúmer 2108006FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 370. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

19.Byggðarráð Norðurþings - 371

Málsnúmer 2109002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 371. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

20.Byggðarráð Norðurþings - 372

Málsnúmer 2109004FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 372. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Orkuveita Húsavíkur ohf - 223

Málsnúmer 2109005FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 223. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 18:15.