Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar

Málsnúmer 202106036

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 99. fundur - 08.06.2021

Skipulagsráðgjafi hefur lagt fram tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingin felst nánast eingöngu í því að skipulagsmörkin þrengjast frá því sem er í gildandi deiliskipulagi.
Skipulagstillagan rædd en afgreiðslu málsins frestað.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 102. fundur - 20.07.2021

Fyrir liggur tillaga að breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Breytingartillagan felur fyrst og fremst í sér að skipulagssvæðið minnkar frá gildandi skipulagi þar sem lagt er upp með að lóðir og viðlegukanntar á Naustagarði og lóð slippsins (H3) fylgi hér eftir deiliskipulagi miðhafnarsvæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Byggðarráð Norðurþings - 368. fundur - 22.07.2021

Á 102. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að skipulagstillagan verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 105. fundur - 14.09.2021

Nú er lokið kynningu á breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá: 1) Minjastofnun (bréf dags. 17. ágúst), 2) Vegagerðinni (bréf dags. 9. september) og 3)Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra (bréf dags. 10. september). Minjastofnun og Heilbrigðiseftirlit gera ekki athugasemdir við skipulagsbreytinguna en Vegagerðin bendir á að færa skuli veghelgunarsvæði þjóðvega inn á skipulagsuppdrátt.
Skipulags og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta færa veghelgunarsvæði inn á deiliskipulagsuppdráttinn. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 116. fundur - 21.09.2021

Á 105. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað;

Skipulags og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta færa veghelgunarsvæði inn á deiliskipulagsuppdráttinn. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt með þeim breytingum og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku hennar.
Til máls tók: Benóný.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021

Með bréfi dags. 10. nóvember s.l. kom Skipulagsstofnun á framfæri athugasemdum við samþykkta breytingu á deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis Húsavíkur.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með framangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.

Sveitarstjórn Norðurþings - 118. fundur - 07.12.2021

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með breytingum ráðsins. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdarráðs.