Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2021
202101143
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur 439. fundargerð Hafnasambands Íslands til kynningar.
Lagt fram til kynningar.
2.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs 2022
202111127
Fyrir skipulags- og framkvæmdanefnd liggur framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árin 2021-2025
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun hafnasjóðs og vísar til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn. Helstu verkefni ársins 2022 eru: Fyrsti áfangi Þvergarður Húsavík, endurbygging og lenging.
Norðurhafnasvæði Húsavík, endurbygging áfangi eitt.
Undirritaðir fagna áformum upp uppbyggingu, lengingu og viðhald Þvergarðs á Húsavík. Verkefnið er hafnarstarfsemi í sveitarfélaginu afar mikilvægt á margbreytilegan hátt. Þannig eflist meðal annars samkeppnisstaða Húsavíkurhafnar í móttöku skemmtiferðaskipa, nokkuð sem er afar dýrmætt, ekki síst í kjölfarið á opnun Dettifossvegar. Þá aukast möguleikar í markaðssetningu fyrir fiskiskip sem gefur tækifæri til aukinnar tekjuöflunar líkt og móttaka skemmtiferðaskipa. Verkefnið er inni á samgönguáætlun og því er afar brýnt að setja upphaf framkvæmda í forgang fyrir árið 2022.
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Norðurhafnasvæði Húsavík, endurbygging áfangi eitt.
Undirritaðir fagna áformum upp uppbyggingu, lengingu og viðhald Þvergarðs á Húsavík. Verkefnið er hafnarstarfsemi í sveitarfélaginu afar mikilvægt á margbreytilegan hátt. Þannig eflist meðal annars samkeppnisstaða Húsavíkurhafnar í móttöku skemmtiferðaskipa, nokkuð sem er afar dýrmætt, ekki síst í kjölfarið á opnun Dettifossvegar. Þá aukast möguleikar í markaðssetningu fyrir fiskiskip sem gefur tækifæri til aukinnar tekjuöflunar líkt og móttaka skemmtiferðaskipa. Verkefnið er inni á samgönguáætlun og því er afar brýnt að setja upphaf framkvæmda í forgang fyrir árið 2022.
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
3.Ósk um framlenginu á stöðuleyfi fyrir báta/geymsluskýli við Naustagarð 2
202111129
Vör Húsavík ehf. óskar eftir framlengingu stöðuleyfis fyrir kalt geymsluskýli vestan við Naustagarð 2. Núgildandi stöðuleyfi rennur út í lok mánaðar. Ennfremur er bent á að byggingarreitur vestan við húsið sé ekki í samræmi við fyrri óskir lóðarhafa og fyrirliggjandi byggingu. Fyrir liggur jákvæð umsögn eldvarnareftirlits vegna framlengingar stöðuleyfis.
Skipulags- og framkvæmdaráð fellst á framlengingu stöðuleyfis til loka nóvember 2022.
4.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar
202106036
Með bréfi dags. 10. nóvember s.l. kom Skipulagsstofnun á framfæri athugasemdum við samþykkta breytingu á deiliskipulagi norðurhafnarsvæðis Húsavíkur.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með framangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
5.Breyting deiliskipulags miðhafnarsvæðis Húsavíkur
202002134
Með bréfi dags. 10. nóvember s.l. kom Skipulagsstofnun á framfæri athugasemdum við samþykkta breytingu á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis Húsavíkur. Einnig hefur komið fram réttmæt ábending um ranglega staðsettan byggingarreit vestan húss að Naustagarði 2.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins, bæði greinargerð og uppdráttar, þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Ennfremur hefur byggingarreit að Naustagarði 2 verið hliðrað til samræmis við ábendingu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að breytingum deiliskipulagsins, bæði greinargerð og uppdráttar, þar sem komið er til móts við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Ennfremur hefur byggingarreit að Naustagarði 2 verið hliðrað til samræmis við ábendingu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagið verði samþykkt með framangreindum breytingum. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að vinna að gildistöku skipulagsins.
6.Beiðni um umsögn vegna eldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri
202104145
Skipulagsstofnun hefur gefið út álit stofnunarinnar vegna tillögu að matsáætlun vegna eldisstöðvar á Röndinni á Kópaskeri. Álitið er dagsett 5. nóvember s.l.
Álitið lagt fram.
7.Bílastæði við Mararbraut 13
202111121
Óskað er eftir samþykki fyrir að gera bílastæði innan gangstéttar við Mararbraut 13. Vegagerðin hefur fyrir sitt leiti samþykkt tímabundin afnot af svæðinu fyrir bílastæði. Samþykki Vegagerðarinnar er veitt með fyrirvara um mögulegar breytingar við deiliskipulagningu svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir ekki athugasemdir við að útbúið verði tímabundið bílastæði til samræmis við fyrirliggjandi hugmyndir en hefur sama fyrirvara á og Vegagerðin vegna mögulegra breytinga í tengslum við deiliskipulagningu svæðisins.
8.Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis
202111014
Borist hefur erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem sveitarstjórnir um allt land eru hvattar til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfið sem taka gildi 1. janúar 2023.
Á 377. fundi byggðarráðs 4. nóvember sl. var erindinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Á 377. fundi byggðarráðs 4. nóvember sl. var erindinu vísað til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.
Hjálmar Bogi bókar eftirfarandi:
Nú er lag að ríkisvaldið sýni ábyrgð og taki yfir málaflokkinn; úrgangsmál og sorphirða.
Hjálmar Bogi bókar eftirfarandi:
Nú er lag að ríkisvaldið sýni ábyrgð og taki yfir málaflokkinn; úrgangsmál og sorphirða.
9.Göngustígar við og á Húsavík
202109146
Á 107. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 5. október sl. var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða gönguleiðina og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kort af gönguleiðum og leggja fyrir ráðið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að skoða gönguleiðina og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra kort af gönguleiðum og leggja fyrir ráðið.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakkar umhverfisstjóra fyrir yfirferðina. Þessar upplýsingar verða færðar inn á kortasjá Norðurþings.
10.Erindi varðandi ástand Víkurbrautar og Framnesvegar á Raufarhöfn
202111091
Erindi frá Hirti Skúlasyni varðandi ástand tveggja gatna á Raufarhöfn og beiðni um viðgerðir á þeim.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hirti fyrir erindið. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að lagfæra veg og vísar í bókun sína frá 90. fundi sínum "Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að loka götunni til samræmis við hugmyndir hagsmunaaðila. Þessi ákvörðun er í fullu samræmi við hverfisráð Raufarhafnar."
Ekki er á áætlun að byggja upp vegi við Víkurbraut og Framnesveg.
Ekki er á áætlun að byggja upp vegi við Víkurbraut og Framnesveg.
11.Framkvæmdaáætlun og þriggja ára áætlun framkvæmdasvið 2022
202111048
Á 112. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var framkvæmdaáætlun framkvæmdasviðs lögð fram til kynningar.
Skipulags-og framkvæmdaráð samþykkir framkvæmdaráætlun fyrir árið 2022 og þriggja ára áætlun framkvæmdasviðs og vísar þeim til byggðarráðs.
Undirritaður leggur til að 8 milljónum verði varið í uppbyggingu leikvallar á hverju ári.
Hjálmar Bogi.
Tillagan er samþykkt.
Undirritaður leggur til að 8 milljónum verði varið í uppbyggingu leikvallar á hverju ári.
Hjálmar Bogi.
Tillagan er samþykkt.
12.Húsnæði fyrir frístund barna
202111135
Til kynningar eru útboðsgögn fyrir nýtt einingarhús sem mun hýsa frístund fyrir allt að 90 börn.
Meirihluti skipulags-og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í útboð á húseiningum sem hýsa eiga frístund barna miðað við fyrirliggjandi útboðsgögn.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti tillögunni.
Fundi slitið - kl. 15:50.
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-7.
Smári J. Lúðvíksson umhverfisstjóri sat fundinn undir liðum 8-9.