Fara í efni

Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 113. fundur - 23.11.2021

Til kynningar eru útboðsgögn fyrir nýtt einingarhús sem mun hýsa frístund fyrir allt að 90 börn.
Meirihluti skipulags-og framkvæmdaráð samþykkir að farið verði í útboð á húseiningum sem hýsa eiga frístund barna miðað við fyrirliggjandi útboðsgögn.

Hjálmar Bogi greiðir atkvæði á móti tillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 117. fundur - 01.02.2022

Til kynningar eru niðurstöður á útboði í nýtt húsnæði fyrir frístund barna.
Ráðið mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum og vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 110. fundur - 07.02.2022

Fyrir fjölskylduráði liggur málið til kynningar.

Á 117. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað um málið:
Ráðið mun fjalla áfram um málið á næsta fundi sínum og vísar málinu til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 118. fundur - 08.02.2022

Á 117 fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var ákveðið að senda málið til kynningar í fjölskylduráði og halda áfram með umfjöllun um málið á næsta fundi ráðsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar öllum tilboðum sem bárust í verkið, þar sem verð var talsvert hærra annarsvegar en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og hins vegar að tæknilegar kröfur eru ekki uppfylltar.

Skipulags- og framkvæmdaráð fer þess á leit við fjölskylduráð að það taki aftur upp vinnu við mótun framtíðarlausnar á frístundarhúsnæði.

Fjölskylduráð - 111. fundur - 17.02.2022

Skipulags- og framkvæmdaráð hafnaði öllum tilboðum sem bárust í verkið, þar sem verð var talsvert hærra annarsvegar en kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir og hins vegar að tæknilegar kröfur eru ekki uppfylltar. Skipulags- og framkvæmdaráð fer þess á leit við fjölskylduráð að það taki aftur upp vinnu við mótun framtíðarlausnar á frístundarhúsnæði.
Ljóst er að ekki tekst að koma Frístund fyrir 1.-4. bekk Borgarhólsskóla í varanlegt húsnæði fyrir skólaárið 2022-2023. Ástæðan er að sú lausn að setja upp færanlegar einingar innan skólalóðarinnar reyndist of dýr m.v. upplegg skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings. Fjölskylduráð er samstíga þegar kemur að því að vanda vel til verka við úrlausn þess verkefnis sem nú blasir við. Í fyrsta lagi þarf að tryggja rekstur úrræðisins þannig að vel megi við una næsta vetur, þar til nýtt húsnæði verði tekið í notkun fyrir skólaárið 2023-2024. Fræðslufulltrúa er falið í samstarfi við skólastjóra Borgarhólsskóla að vinna strax að áætlun um hvernig útfærslu Frístundar verður háttað frá n.k. ágúst. Jafnframt er fjölskylduráð samstíga um að hefja strax vinnu við það hvernig Frístund fyrir 1.-4. bekk verður komið í nýtt húsnæði og greina hvort heppilegt sé að bæði inngildandi Frístund fyrir 5.-10. bekk, skammtímavistun verði hýst innan sama húsnæðis til framtíðar, sem og aðra tengda starfsemi. Í framhaldinu þarf að greina hversu stórt húsnæði þarf undir starfsemina og í kjölfarið á því þarf að velja staðsetningu hinnar nýju byggingar. Fjölskylduráð ákveður að fela fræðslufulltrúa, félagsmálastjóra, íþrótta- og tómstundafulltrúa og skólastjóra Borgarhólsskóla að hefja framangreinda vinnu og leggja fyrir ráðið tillögu að úrlausn eins skjótt og auðið er. Þegar fyrir liggur að velta upp staðsetningu hins nýja húss er það lagt til við skipulags- og framkvæmdaráð að skipulags- og byggingarfulltrúi ásamt framkvæmda- og þjónustufulltrúa verði fulltrúar í framangreindu teymi, ásamt Birnu og Eið úr ráðinu, til að vinna málið hratt áfram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 134. fundur - 27.09.2022

Soffía, Eysteinn og Kristinn leggja til að skoðað verði að byggja frístunda- og ungmennahús við vesturenda Íþróttahallarinnar á Húsavík sbr. meðfylgjandi teikningu. Slíkt húsnæði myndi hýsa bæði frístundastarfsemi og félagsmiðstöð. Að auki yrðu samlegðaráhrif með þörf íþróttahallar á geymsluplássi sem yrði komið fyrir í kjallara nýbyggingarinnar.
Samhliða kostnaðarmati við nýbyggingu frístunda- og ungmennahúss verði núverandi kostnaðarmat við niðurrif og förgun Túns, Miðgarðs 4 haft til hliðsjónar ásamt því að óska eftir verðmati í eignina.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Aldey, Áki og Ísak óska bókað:
Fulltrúar M-, S- og V- lista fagna umræðu um húsnæði undir frístund en á sama tíma erum við hugsi yfir hversu hægt þessu máli hefur fleytt fram. Einnig lýsum við yfir áhyggjum af samráðsleysi við hagsmunaaðila í þessu máli, skóla, frístundar og íþróttafélagsins Völsungs. Staða húsnæðismála fyrir Frístund hefur verið í ólestri allt of lengi og núverandi tillaga býr enn og aftur til húsnæðisvanda á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum stendur. Æskilegt væri að móta heildstæða stefnu í skóla-, frístundar- og íþróttamálum samhliða þessari ákvörðun.

Fjölskylduráð - 129. fundur - 04.10.2022

Á 134. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 27. september 2022 var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna og vísar henni til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Aldey, Áki og Ísak óska bókað:
Fulltrúar M-, S- og V- lista fagna umræðu um húsnæði undir frístund en á sama tíma erum við hugsi yfir hversu hægt þessu máli hefur fleytt fram. Einnig lýsum við yfir áhyggjum af samráðsleysi við hagsmunaaðila í þessu máli, skóla, frístundar og íþróttafélagsins Völsungs. Staða húsnæðismála fyrir Frístund hefur verið í ólestri allt of lengi og núverandi tillaga býr enn og aftur til húsnæðisvanda á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum stendur. Æskilegt væri að móta heildstæða stefnu í skóla-, frístundar- og íþróttamálum samhliða þessari ákvörðun.
Ingibjörg, Ingibjörg Hanna og Jóna Björg fulltrúar V-, M- og S- lista fagna umræðu um húsnæði undir frístund en á sama tíma erum við hugsi yfir hversu hægt þessu máli hefur fleytt fram. Einnig lýsum við yfir áhyggjum af samráðsleysi við hagsmunaaðila í þessu máli, skóla, frístundar og íþróttafélagsins Völsungs. Staða húsnæðismála fyrir Frístund hefur verið í ólestri allt of lengi og núverandi tillaga býr enn og aftur til húsnæðisvanda á meðan á fyrirhuguðum framkvæmdum stendur. Æskilegt væri að móta heildstæða stefnu í skóla-, frístundar- og íþróttamálum samhliða þessari ákvörðun. Það er gríðarlega mikilvægt að horft sé til framtíðar í málefnum barna og að gert verði ráð fyrir stækkun íþróttahallar til íþróttaiðkunnar.

Bylgja, Hanna og Helena óska bókað:
Undirritaðar vilja koma á framfæri vegna bókunar fulltrúa minnihlutans á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs og nú í fjölskylduráði að fulltrúar skóla og frístundar áttu sæti í starfshópi sem fjallaði um húsnæðismál frístundar og skilaði af sér vinnuskjali þann 1. október 2021. Þá kemur fram í vinnuskjali síðari starfshóps sem fjallaði um málið og var skipaður sviðsstjórum ásamt fulltrúum úr meiri- og minnihluta að hópurinn leitaði ráðgjafar hjá forstöðumanni Borgarinnar, skólastjóra Borgarhólsskóla og forstöðumanni Frístundar og félagsmiðstöðvar. Áhyggjur af samráðsleysi teljum við því á veikum grunni reistar.

Fjölskylduráð fellst á að skipulags- og framkvæmdaráð vinni að kostnaðargreiningu á annars vegar niðurrifi á Túni og hins vegar viðbyggingu við vesturenda Íþróttahallarinnar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að kanna afstöðu Íþróttafélagsins Völsungs til viðbyggingar við Íþróttahöllina.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 135. fundur - 11.10.2022

Fyrir fundinum er til kynningar minnisblað um stöðu á verkefninu um byggingar á nýju húsnæði fyrir frístund barna.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 136. fundur - 18.10.2022

Rætt um mögulega uppbyggingu húsnæðis frístundar og félagsmiðstöðvar við íþróttahöllina.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar málinu fram að næsta fundi þar sem að ekki hefur borist umbeðin umsögn frá íþróttafélaginu Völsungi.

Fjölskylduráð - 132. fundur - 01.11.2022

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar umsögn Íþróttafélagsins Völsungs um mögulega byggingu húsnæðis undir frístund við íþróttahöllina á Húsavík.
Minnihluti tekur undir áhyggjur íþróttafélagsins Völsungs. Fulltrúar V,S og M lista leggja til eftirfarandi tillögu að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.

Ingibjörg, Ingibjörg Hanna og Rebekka.

Tillagan er felld með atkvæðum Birnu, Bylgju og Hönnu Jónu gegn atkvæðum Ingibjargar og Rebekku.

Völsungi er þökkuð góð og ítarleg umsögn. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verður tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs, enda eru mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.

Birna Ásgeirsdóttir
Bylgja Steingrímsdóttir
Hanna Jóna Stefánsdóttir

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsögn frá Íþróttafélaginu Völsungi um fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttahöllina. Einnig er liggur fyrir bókun af 132. fundi fjölskylduráðs 1.11.2022.
Völsungi er þökkuð góð og ítarleg umsögn.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verði tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.

Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning hönnunarferils við byggingu húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð sem viðbyggingu vestan við íþróttahöllina.

Fulltrúar S- og V-lista óska bókað:
Undirrituð hafa efasemdir um staðsetninguna sem meirihluti hefur lagt til. Í umsögn frá Völsungi koma fram áhyggjur af skerðingu á framtíðarmöguleikum íþróttahallarinnar varðandi stækkunarmöguleika. Við teljum þörf á að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.

Aldey og Reynir Ingi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 143. fundur - 10.01.2023

Á fundinn kom Þórey Edda Elísdóttir frá Verkís til að kynna teikningar af nýju húsi
fyrir frístund og félgasmiðstöð barna.
Skipulags-og framkvæmdaráð þakka Þóreyju Eddu fyrir yfirferðina á teikningum á nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð. Ráðið vísar teikningunum til kynningar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 138. fundur - 17.01.2023

Á 143. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 10. janúar 2023, var eftirfarandi bókað: Skipulags-og framkvæmdaráð þakka Þóreyju Eddu fyrir yfirferðina á teikningum á nýju húsnæði fyrir frístund og félagsmiðstöð. Ráðið vísar teikningunum til kynningar í fjölskylduráði.
Lagt fram til kynningar.

Fjölskylduráð - 139. fundur - 24.01.2023

Fjölskylduráð fjallar um hönnun húsnæðis frístundar.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið á næsta fundi.

Fjölskylduráð - 140. fundur - 31.01.2023

Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi ráðsins um húsnæði fyrir frístund.
Fjöllskylduráð uppfærði vinnuskjal sitt varðandi þarfir starfsemi frístunda og fræðslusviðs og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 146. fundur - 07.02.2023

Fyrir Skipulags- og framkvæmdaráði liggur vinnuskjal Fjölskylduráðs um þarfir starfsemi frístundar, félagsmiðstöðvar og íþróttastarfsemi í nýju húsnæði.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna málið áfram.

Fjölskylduráð - 142. fundur - 21.02.2023

Áframhaldandi umræður frá síðasta fundi ráðsins um húsnæði fyrir frístund.
Fjölskylduráð gerir ráð fyrir að frístundastarf fyrir 1.-10. bekk fyrir öll rúmist í húsinu. Horft er til þess að frístund og félagsmiðstöð hafi að hluta til sérrými og að hluta til verði rými og búnaður samnýtanleg. Rými verði að hluta til hönnuð með hreyfingu í huga og fjölþætta notkunarmöguleika. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Á 142. fundi fjölskylduráðs 21.02.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð gerir ráð fyrir að frístundastarf fyrir 1.-10. bekk fyrir öll rúmist í húsinu. Horft er til þess að frístund og félagsmiðstöð hafi að hluta til sérrými og að hluta til verði rými og búnaður samnýtanleg. Rými verði að hluta til hönnuð með hreyfingu í huga og fjölþætta notkunarmöguleika. Ráðið vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 151. fundur - 28.03.2023

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja gögn um framgang hönnunar á viðbyggingu við íþróttahöllina
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja samtal við arkitekt varðandi hönnun viðbyggingar við íþróttahöllina.

Sveitarstjórn Norðurþings - 135. fundur - 15.06.2023

Nú liggur fyrir að áform um að byggja við Íþróttahöllina á Húsavík eru flóknari í útfærslu en gert var ráð fyrir. Því þarf að endurmeta stöðuna og skoða aðra kosti til að byggja undir þessa mikilvægu starfsemi.
Undirrituð leggja til að skipaður verði spretthópur til að rýna gögn málsins og mögulegar staðsetningar og leggja til nýja staðsetningu fyrir uppbyggingu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöð á Húsavík.
Fjölskylduráði verði falið að skipa í hópinn og móta erindisbréf um starf hans og gert verði ráð fyrir að hópurinn hafi lokið vinnu sinni 1. september næstkomandi.
Til máls tóku: Katrín, Helena, Benóný, Ingibjörg, Birkir, Hjálmar, Hafrún og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 156. fundur - 20.06.2023

Á 135. fundi sveitarstjórnar 15. júní 2023, var eftirfarandi tekið fyrir: Nú liggur fyrir að áform um að byggja við Íþróttahöllina á Húsavík eru flóknari í útfærslu en gert var ráð fyrir. Því þarf að endurmeta stöðuna og skoða aðra kosti til að byggja undir þessa mikilvægu starfsemi.
Undirrituð leggja til að skipaður verði spretthópur til að rýna gögn málsins og mögulegar staðsetningar og leggja til nýja staðsetningu fyrir uppbyggingu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöð á Húsavík.
Fjölskylduráði verði falið að skipa í hópinn og móta erindisbréf um starf hans og gert verði ráð fyrir að hópurinn hafi lokið vinnu sinni 1. september næstkomandi.

Til máls tóku: Katrín, Helena, Benóný, Ingibjörg, Birkir, Hjálmar, Hafrún og Aldey.

Samþykkt samhljóða.

Erindisbréfið samþykkt með áorðnum breytingum. Fjölskylduráð skipar eftirfarandi í spretthóp um staðsetningu frístundar og félagsmiðstöð á Húsavík: Þórgunnur Vigfúsdóttir, Jón Höskuldsson, Sólveig Ása Arnarsdóttir, Helena Eydís Ingólfsdóttir, Soffía Gísladóttir, Aldey Unnar Traustadóttir og Rebekka Ásgeirsdóttir.

Fjölskylduráð - 161. fundur - 29.08.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar niðurstöðu spretthóps um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík.
Fjölskylduráð þakkar spretthóp um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík, fyrir vel unnin störf.

Niðurstaða spretthópsins er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Ráðið gerir engar athugasemdir við niðurstöður spretthópsins og vísar niðurstöðunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði með tilliti til byggingarframkvæmda og skipulagsmála á svæðinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 166. fundur - 05.09.2023

Á 161. fundi fjölskylduráðs 29.08.2023, var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð þakkar spretthóp um staðsetningu frístundahúsnæðis og félagsmiðstöðvar á Húsavík, fyrir vel unnin störf.

Niðurstaða spretthópsins er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Ráðið gerir engar athugasemdir við niðurstöður spretthópsins og vísar niðurstöðunum til umfjöllunar í skipulags- og framkvæmdaráði með tilliti til byggingarframkvæmda og skipulagsmála á svæðinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð gerir engar athugasemdir við niðurstöðu spretthópsins og vísar málinu til umfjöllunar í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 137. fundur - 28.09.2023

Niðurstaða spretthóps um húsnæði fyrir frístund barna er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum.

Á 161. fundi fjölskylduráðs og 166. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var málið á dagskrá og gerðu ráðin ekki athugasemd við niðurstöður spretthópsins og málinu því vísað til sveitarstjórnar.

Til máls tóku: Helena, Benóný, Áki, Aldey, Hafrún, Soffía og Hjálmar.


Niðurstaða spretthópsins um húsnæði fyrir frístund barna á Húsavík er að leggja til að byggt verði við austurenda Borgarhólsskóla, í átt að Framhaldsskólanum. Tillagan er samþykkt samhljóða.

Fjölskylduráð - 164. fundur - 10.10.2023

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar hönnun og nýtingu nýs húsnæði fyrir Frístund og félagsmiðstöð í kjölfar þess að staðsetning hefur verið ákveðin.
Fjölskylduráð vísar uppfærðu vinnuskjali sem inniheldur þarfagreiningu fyrir húsnæðið til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna hönnunar og byggingar hússins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 171. fundur - 23.10.2023

Á 164. fundi fjölskylduráðs 10.10.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð vísar uppfærðu vinnuskjali sem inniheldur þarfagreiningu fyrir húsnæðið til skipulags- og framkvæmdaráðs vegna hönnunar og byggingar hússins.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ræða við arkitekt um hönnun hússins byggt á þeirri þarfagreiningu sem liggur fyrir.