Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
Aldey Unnar Traustadóttir vék af fundi kl. 16:25.
1.Búðarvöllur
202203012
Sædís Gunnarsdóttir Minjavörður Norðurlands eystra kynnir niðurstöður úr fornleifarannsóknum á Búðarvöllum, í fjarfundi
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Sædísi Gunnarsdóttir fyrir kynninguna á niðurstöðum fornleifarannsókna á Búðarvöllum. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að óska eftir áætlun um frekari fornleifarannsóknir frá Minjastofnun.
2.Sundlaugin í Lundi framkvæmdir og viðhald
202209105
Til kynningar fyrir skipulags-og framkvæmdaráð er minnisblað um ástand sundlaugarinnar í Lundi.
Lagt fram til kynningar.
3.Refa- og minkaveiði í Norðurþingi 2022
202210111
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði eru niðurstöður refa- og minkaveiða í Norðurþingi fyrir árið 2022.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman upplýsingar um samninga Norðurþings um refa- og minkaveiði sem og fyrirkomulag refa- og minkaveiða í nágrannasveitarfélögum og leggja fyrir ráðið að nýju.
4.Framkvæmdaáætlun 2023
202210015
Til kynningar fyrir skipulags-og framkvæmdaráði er framkvæmdaráætlun fyrir árið 2023.
Lagt fram til kynningar.
5.Húsnæði fyrir frístund barna
202111135
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur umsögn frá Íþróttafélaginu Völsungi um fyrirhugaða viðbyggingu við íþróttahöllina. Einnig er liggur fyrir bókun af 132. fundi fjölskylduráðs 1.11.2022.
Völsungi er þökkuð góð og ítarleg umsögn.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verði tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning hönnunarferils við byggingu húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð sem viðbyggingu vestan við íþróttahöllina.
Fulltrúar S- og V-lista óska bókað:
Undirrituð hafa efasemdir um staðsetninguna sem meirihluti hefur lagt til. Í umsögn frá Völsungi koma fram áhyggjur af skerðingu á framtíðarmöguleikum íþróttahallarinnar varðandi stækkunarmöguleika. Við teljum þörf á að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.
Aldey og Reynir Ingi.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs telur mikil samlegðaráhrif íþrótta- æskulýðs- og tómstundarstarfs barna við íþróttafélagið. Við hönnun húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð verði tekið tillit til athugasemda íþróttafélagsins Völsungs. Í hönnunarferlinu verður haft samráð við alla hagsmunaaðila.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að hefja undirbúning hönnunarferils við byggingu húsnæðis fyrir frístundarstarf og félagsmiðstöð sem viðbyggingu vestan við íþróttahöllina.
Fulltrúar S- og V-lista óska bókað:
Undirrituð hafa efasemdir um staðsetninguna sem meirihluti hefur lagt til. Í umsögn frá Völsungi koma fram áhyggjur af skerðingu á framtíðarmöguleikum íþróttahallarinnar varðandi stækkunarmöguleika. Við teljum þörf á að gerð verði heildstæð stefna í íþrótta og tómstundamálum sveitarfélagsins. Að fengnir verði úttektaraðilar á þörfum á húsakostum frístundar sem notuð eru til þessa starfs og möguleikar til frekari uppbyggingar.
Aldey og Reynir Ingi.
6.Heildarendurskoðun aðalskipulags Norðurþings
202208049
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drög að útboðsgögnum vegna endurskoðunar aðalskipulags Norðurþings sem unnin eru af Ríkiskaupum í samráði við skipulagsfulltrúa.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að bjóða verkið út á grundvelli fyrirliggjandi útboðsgagna.
7.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
202208065
Til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Á þessu stigi er horft til þess að húsnæði frístundar verði byggt vestan í íþróttahöllina. Horft verði til þess að skipulagssvæði afmarkist af Ásgarðsvegi, Skólagarði, Stóragarði og Miðgarði í samræmi við afmörkun þjónustusvæðis Þ2 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að setja vinnu við deiliskipulag skólasvæðis í ferli.
8.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis
202205037
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.
9.Umsókn um breytingu á aðalskipulagi Norðurþings
202210100
Guðni R. Helgason og Anna S. Sigurgeirsdóttir óska eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi til að útbúa lóð undir einbýlishús suðaustan núverandi byggðar í Hraunholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð er ekki reiðubúið að standa að umbeðinni breytingu á aðalskipulagi á þessu stigi. Nú liggur fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að hefja vinnu við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins þar sem gera má ráð fyrir umfjöllun um ný íbúðarsvæði og þéttingu byggðar.
10.Beiðni um umsögn vegna aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldinu Haukamýri
202210095
Skipulagsstofnun óskar umsagnar Norðurþings um fyrirhugaða aukningu á framleiðslu hjá Fiskeldi Haukamýri í allt að 850 tonna hámarkslífmassa af laxfiskum. Fyrir fundi liggur umsagnarbeiðni Skipulagsstofnunar og greinargerð matsskyldufyrirspurnar framkvæmdaaðila dags. 10. október 2022 auk fylgiskjala.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur mikilvægt að vatnsstaða í Svarðarmýrartjörn verði vöktuð í tengslum við vatnstöku úr Gvendarsteinsmýri. Að öðru leiti telur skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings að fullnægjandi grein sé gerð fyrir framkvæmdinni, umhverfi hennar, umhverfisáhrifum og mótvægisaðgerðum í fyrirliggjandi greinargerð.
Norðurþing er nú að hefja kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið í Haukamýri. Athugasemdafrestur rennur út um miðjan desember. Framkvæmdir og frekari uppbygging á fiskeldislóðinni eru háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfum frá sveitarfélaginu. Þau leyfi er háð samþykki deiliskipulags.
Norðurþing er nú að hefja kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir fiskeldið í Haukamýri. Athugasemdafrestur rennur út um miðjan desember. Framkvæmdir og frekari uppbygging á fiskeldislóðinni eru háð framkvæmdaleyfi og byggingarleyfum frá sveitarfélaginu. Þau leyfi er háð samþykki deiliskipulags.
11.Kolviður óskar eftir viðræðum um aukið land undir Kolviðarskóga
202110067
Á 127. fundi sveitarstjórnar 27. október 2022, var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Soffía, Jónas, Benóný, Aldey, Hjálmar, Helena og Hafrún. Jónas leggur fram eftirfarandi tillögu: Jónas Þór Viðarsson gerir þá tillögu að erindið verði sent aftur í skipulags og framkvæmdaráð, ráðið athugi alla þá kosti sem eru í boði fyrir svæðið, hvað önnur sambærileg fyrirtæki eru að bjóða upp á með það fyrir augum að það sé hagstætt fyrir Norðurþing. Einnig að ráðið myndi sér skoðun á hvers konar skóg það vill á þetta svæði eða hvort að önnur svæði henti betur undir skógrækt. Tillaga Jónasar er samþykkt samhljóða.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna áhuga annara aðila á aðkomu að skógrækt á því svæði sem til umfjöllunar er.
12.Orkuveita Húsavíkur óskar eftir leyfi til að færa skilju vegna sjóbaða
202210113
Orkuveita Húsavíkur óskar leyfis til að færa skilju til vesturs frá borholu HU-01 við Ostakarið til að koma í veg fyrir rennslistruflanir til sjóbaða GeoSea. Meðfylgjandi erindi er skematísk mynd af breytingunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilfærslu skiljunnar. Ráðið leggur til að skiljan verði máluð í umhverfislitum.
13.Afgreiðsla Íslandspósts á Kópaskeri
202207038
Íslandspóstur hf óskar eftir leyfi til þess að setja upp Póstbox á við húsnæði sveitarfélagsins á Kópaskeri.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindi Íslandspósts.
Fundi slitið - kl. 16:40.