Fara í efni

Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík

Málsnúmer 202208065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Á þessu stigi er horft til þess að húsnæði frístundar verði byggt vestan í íþróttahöllina. Horft verði til þess að skipulagssvæði afmarkist af Ásgarðsvegi, Skólagarði, Stóragarði og Miðgarði í samræmi við afmörkun þjónustusvæðis Þ2 í gildandi aðalskipulagi.
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að setja vinnu við deiliskipulag skólasvæðis í ferli.

Fjölskylduráð - 133. fundur - 08.11.2022

Á fundi skipulags- og framkvæmdráðs þann 1. nóvember kemur eftirfarandi fram í inngangi máls:
Til að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu húsnæðis fyrir frístund barna er mikilvægt að deiliskipuleggja skólasvæðið. Á þessu stigi er horft til þess að húsnæði frístundar verði byggt vestan í íþróttahöllina. Horft verði til þess að skipulagssvæði afmarkist af Ásgarðsvegi, Skólagarði, Stóragarði og Miðgarði í samræmi við afmörkun þjónustusvæðis Þ2 í gildandi aðalskipulagi.

Eftirfarandi var bókað:
Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að setja vinnu við deiliskipulag skólasvæðis í ferli.

Fjölskylduráð fjallar um aðkomu sína að málinu.
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir þessum lið.


Fjölskylduráð óskar eftir að eiga aðkomu að skipulaginu í kjölfar þess að skipulagslýsing verði lögð fram í skipulags- og framkvæmdaráði.

Í kjölfar þess að skipulagslýsing hafi verið lögð fram leggur fjölskylduráð til að haldinn verði sameiginlegur vinnufundur fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs vegna málsins. Horft verði til að fundurinn fari fram 29. nóvember nk.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 139. fundur - 15.11.2022

Nú liggur fyrir tillaga skipulagsráðgjafa að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík. Á fundi sínum þann 8. nóvember s.l. óskaði Fjölskylduráð eftir því að eiga aðkomu að deiliskipulagsvinnunni í kjölfar framlagningar skipulagslýsingar. Fjölskylduráð leggur til að stefnt verði að sameiginlegum fundi ráðanna 29. nóvember n.k.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar skipulagslýsingunni til kynningar í fjölskylduráði og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagslýsinguna skv. ákvæðum skipulagslaga. Skipulags- og framkvæmdaráð tekur vel í tillögu fjölskylduráðs um sameiginlegan fund ráðanna vegna deiliskipulagsvinnunar og felur starfsmönnum að undirbúa hann.

Fjölskylduráð - 135. fundur - 22.11.2022

Á fundinn kom Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi og kynnti skipulagslýsingu fyrir skólasvæði Húsavíkur.
Fjölskylduráð þakkar Gauki fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar. Fyrirhugaður er sameiginlegur vinnufundur fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, þriðjudaginn 29. nóvember, vegna skipulagsvinnunnar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 141. fundur - 29.11.2022

Skipulags- og framkvæmdaráð ásamt fjölskylduráði fjallar um málið. Á fundinn mættu Ómar Ívarsson skipulagsfræðingur og Anna Margrét Sigurðardóttir landslagsarkitekt, bæði frá Landslagi.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ómari og Önnu Margréti fyrir komuna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna vinnu við deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Ingunni Egilsdóttir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulagsráðgjafa, í samráði við skipulagsfulltrúa, að vinna skipulagstillögu svæðisins með hliðsjón af framlögðum athugasemdum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 148. fundur - 28.02.2023

Fyrir liggur frumhugmynd að deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við tillögur á fundinum. Lagfærðri skipulagshugmynd er vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.

Fjölskylduráð - 144. fundur - 14.03.2023

Á 148. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gera breytingar á skipulagstillögunni til samræmis við tillögur á fundinum. Lagfærðri skipulagshugmynd er vísað til umfjöllunar í fjölskylduráði.
Fjölskylduráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en leggur áherslu á að horft verði til aukins umferðaröryggis barna við að skutla og sækja í skóla og íþróttahöll. Ráðið vísar umsögninni til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 150. fundur - 21.03.2023

Á 144. fundi fjölskylduráðs 14.03.23, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð gerir ekki athugasemd við tillöguna en leggur áherslu á að horft verði til aukins umferðaröryggis barna við að skutla og sækja í skóla og íþróttahöll. Ráðið vísar umsögninni til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi skipulagshugmyndir á opnu húsi við fyrsta tækifæri með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 152. fundur - 04.04.2023

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi skólasvæðis á Húsavík, uppdráttur og greinargerð. Skipulagstillaga er unnin af Landslagi. Frumkynning skipulagstillögu fór fram á opnu húsi á sveitarstjórnarskrifstofu 27. mars s.l. og samhliða á heimasíðu sveitarfélagsins. Skipulagsfulltrúi kynnti umsögn frá Þóri Erni Gunnarssyni sem barst í kjölfar kynningarinnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögu:

1. Teikna byggingarreit 3 m suður fyrir Stóragarð 4 undir mögulegar svalir.
2. Teikna 7 m x 5 m byggingarreit fyrir allt að 25 m² garðhýsi á lóðinni að Stóragarði 4 til samræmis við óskir lóðarhafa. Hámarksvegghæð húss yrði 2,5 m og hámarksmænishæð 3,7 m. Garðhýsi verði hannað með hliðsjón af fyrirliggjand húsi á lóðinni m.t.t. þakforms ytri klæðningar og gluggasetningar.
3. Teikna stækkun lóðar að Stóragarði 4 og 6 til samræmis við framlagða rissmynd.
4. Tengja á uppdrætti göngustíg framan við Stóragarð 4 og 6 við göngustíg við íþróttahöll.
5. Aðkoma að bílastæði við íþróttahöll verði við norðaustur horn íþróttahallar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 133. fundur - 13.04.2023

Á 152. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta gera eftirfarandi breytingar á skipulagstillögu:

1. Teikna byggingarreit 3 m suður fyrir Stóragarð 4 undir mögulegar svalir.
2. Teikna 7 m x 5 m byggingarreit fyrir allt að 25 m² garðhýsi á lóðinni að Stóragarði 4 til samræmis við óskir lóðarhafa. Hámarksvegghæð húss yrði 2,5 m og hámarksmænishæð 3,7 m. Garðhýsi verði hannað með hliðsjón af fyrirliggjand húsi á lóðinni m.t.t. þakforms ytri klæðningar og gluggasetningar.
3. Teikna stækkun lóðar að Stóragarði 4 og 6 til samræmis við framlagða rissmynd.
4. Tengja á uppdrætti göngustíg framan við Stóragarð 4 og 6 við göngustíg við íþróttahöll.
5. Aðkoma að bílastæði við íþróttahöll verði við norðaustur horn íþróttahallar.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði kynnt með framangreindum breytingum skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku: Benóný, Helena, Aldey, Áki og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs samhljóða.

Fjölskylduráð - 151. fundur - 02.05.2023

Fyrir fjölskylduráði liggur tillaga að deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík.
Fjölskylduráð mun taka málið aftur fyrir á næsta fundi ráðsins.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 161. fundur - 20.06.2023

Nú er lokið kynningartíma deiliskipulagstillögu skólasvæðis á Húsavík. Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum aðilum. 1. Slökkvilið Norðurþings (tölvupóstur dags. 18. apríl). 2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir (bréf dags. 1. júní). 3. Minjastofnun (bréf dags. 1. júní). og 4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra (bréf dags. 25. apríl).
1. Slökkvilið Norðurþings gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna sem slíka en veitir ábendingar varðandi hönnun mögulegrar viðbyggingar við íþróttahöllina.
Viðbrögð: Ábendingar gefa ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögu.

2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir:
2.1. Guðrún og Kristín telja að viðbygging við íþróttahöll eigi að tengjast íþróttastarfsemi. Þar vanti m.a. lyftingaraðstöðu. Verði húsnæði fyrir frístund byggt við íþróttahöll eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir er búið að þrengja að stækkun hallarinnar fyrir íþróttastarfsemi.
Viðbrögð: Nú hefur verið ákveðið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla. Ráðið fellst á að fella úr texta greinargerðar ákvæði um að viðbygging við íþróttahöll skuli sérstaklega ætluð undir starfsemi frístundar.
2.2. Guðrún og Kristín telja aðstöðu fyrir frístund eigi að byggja upp innan skólans.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla.


3. Minjastofnun: Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.

Byggðarráð Norðurþings - 434. fundur - 29.06.2023

Á 161. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20. júní 2023, var eftirfarandi bókað: 1. Slökkvilið Norðurþings gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna sem slíka en veitir ábendingar varðandi hönnun mögulegrar viðbyggingar við íþróttahöllina.
Viðbrögð: Ábendingar gefa ekki tilefni til breytingar á skipulagstillögu.

2. Guðrún Kristinsdóttir og Kristín Helgadóttir:
2.1. Guðrún og Kristín telja að viðbygging við íþróttahöll eigi að tengjast íþróttastarfsemi. Þar vanti m.a. lyftingaraðstöðu. Verði húsnæði fyrir frístund byggt við íþróttahöll eins og deiliskipulag gerir ráð fyrir er búið að þrengja að stækkun hallarinnar fyrir íþróttastarfsemi.
Viðbrögð: Nú hefur verið ákveðið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla. Ráðið fellst á að fella úr texta greinargerðar ákvæði um að viðbygging við íþróttahöll skuli sérstaklega ætluð undir starfsemi frístundar.
2.2. Guðrún og Kristín telja aðstöðu fyrir frístund eigi að byggja upp innan skólans.
Viðbrögð: Ákveðið hefur verið að innrétta aðstöðu fyrir frístund innan Borgarhólsskóla.


3. Minjastofnun: Minjastofnun gerir ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

4. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra: HNE gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna.
Viðbrögð: Umsögnin gefur ekki tilefni til breytinga á deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð, í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar, að deiliskipulagið verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru hér að ofan. Skipulagsfulltrúa verði falið að ganga frá gildistöku deiliskipulagsins.
Byggðarráð samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.