Fjölskylduráð
Dagskrá
1.Deiliskipulag skólasvæðis á Húsavík
202208065
Á fundinn kom Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi og kynnti skipulagslýsingu fyrir skólasvæði Húsavíkur.
Fjölskylduráð þakkar Gauki fyrir kynninguna. Lagt fram til kynningar. Fyrirhugaður er sameiginlegur vinnufundur fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs, þriðjudaginn 29. nóvember, vegna skipulagsvinnunnar.
2.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi
202211070
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar. Fyrir ráðinu liggur tillaga skólastjóra um skólahald til áramóta.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu skólastjóra um fyrirkomulag skólahalds við Grunnskóla Raufarhafnar til áramóta og felur fræðslufulltrúa að kynna fyrirkomulagið fyrir foreldrum.
3.Trúnaðarmál
202211102
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
4.Trúnaðarmál
202211104
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
5.Ungmennaráð 2022 - 2023
202210048
Fjölskylduráð hefur eftirfarandi tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings fyrir árið 2022-2023:
Lilja Mist Birkisdóttir
Borgarhólsskóli
Friðrika Bóel Ödudóttir FSH
Hrefna Björk Hauksdóttir FSH
Bergsteinn Jökull Jónsson Öxarfjarðarskóli / Raufarhöfn
Bergdís Björk Jóhannsdóttir fulltrúi af vinnumarkaði
Varamenn eru
Hjördís Inga Garðarsdóttir
Borgarhólsskóli
Díana Sankla Sigurðardóttir
Öxarfjarðarskóli/Raufarhöfn
Sylvía Lind Henrýsdóttir
fulltrúi af vinnumarkaði
Lilja Mist Birkisdóttir
Borgarhólsskóli
Friðrika Bóel Ödudóttir FSH
Hrefna Björk Hauksdóttir FSH
Bergsteinn Jökull Jónsson Öxarfjarðarskóli / Raufarhöfn
Bergdís Björk Jóhannsdóttir fulltrúi af vinnumarkaði
Varamenn eru
Hjördís Inga Garðarsdóttir
Borgarhólsskóli
Díana Sankla Sigurðardóttir
Öxarfjarðarskóli/Raufarhöfn
Sylvía Lind Henrýsdóttir
fulltrúi af vinnumarkaði
Fjölskylduráð samþykkir tilnefningar í ungmennaráð Norðurþings og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
6.Reglur afreks og viðurkenningarsjóðs Norðurþings
202211099
Fjölskylduráð hefur reglur afreks- og viðurkenningarsjóðs til yfirferðar og endurskoðunnar.
Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur með áorðnum breytingum og vísar til sveitarstjórnar til staðfestingar.
7.Sundlaugin í Lundi framkvæmdir og viðhald
202209105
Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar minnisblað um ástand á sundlaugina í Lundi.
Lagt fram til kynningar.
8.Trúnaðarmál
202211101
Fyrir fjölskylduráði liggur trúnaðarmál.
Fært í trúnaðarmálabók.
Fundi slitið - kl. 10:30.
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-4.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir liðum 1, 5-7.
Hróðný Lund félagsmálafulltrúi sat fundinn undir lið 8.
Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri sat fundinn undir liðum 1-4.
Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir kom á fundinn kl. 8:55.