Fara í efni

Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi

Málsnúmer 202211070

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 135. fundur - 22.11.2022

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar. Fyrir ráðinu liggur tillaga skólastjóra um skólahald til áramóta.
Fjölskylduráð samþykkir tillögu skólastjóra um fyrirkomulag skólahalds við Grunnskóla Raufarhafnar til áramóta og felur fræðslufulltrúa að kynna fyrirkomulagið fyrir foreldrum.

Fjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla fyrir góða yfirferð. Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni á næstu fundum ráðsins.

Fjölskylduráð - 140. fundur - 31.01.2023

Fjölskylduráð fjallar um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar, breytingar í starfsmannahaldi og áhrif þess á starfsemi dagvistunar.
Fjölskylduráð þakkar Hrund og Birnu fyrir komuna á fundinn.

Skólastjóri gerði grein fyrir stöðunni og að svo stöddu verði ekki unnt að halda úti dagvistun eftir hádegi á föstudögum.
Áfram verður leitað leiða til að geta boðið upp á fulla þjónustu á dagvistun í Grunnskóla Raufarhafnar.