Fara í efni

Fjölskylduráð

136. fundur 13. desember 2022 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi sat fundinn undir liðum 1-3.
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir liðum 4-9.

Ingibjörg Hanna Sigurðardóttir fór af fundi kl. 9 og kom aftur inn á fund kl. 10:25.

Hrund Ásgeirsdóttir skólastjóri Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1.
Birna Björnsdóttir áheyrnarfulltrúi foreldra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla sat fundinn undir lið 1.

1.Grunnskóli Raufarhafnar - Starfsemi

Málsnúmer 202211070Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um starfsemi Grunnskóla Raufarhafnar.
Fjölskylduráð þakkar skólastjóra Grunnskóla Raufarhafnar og Öxarfjarðarskóla fyrir góða yfirferð. Ráðið heldur áfram umfjöllun sinni á næstu fundum ráðsins.

2.Heimsóknir fjölskylduráðs í stofnanir fræðslusviðs

Málsnúmer 202212016Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Grænuvelli.
Leikskólastjóri Grænuvalla kynnti starfsemina. Fjölskylduráð skoðaði húsnæði og aðbúnað leikskólans Grænuvalla.

3.Fáliðunarstefna Grænuvalla

Málsnúmer 202211144Vakta málsnúmer

Fáliðunarstefna Grænuvalla er lögð fram til samþykktar.
Fjölskylduráð samþykkir fáliðunarstefnu Grænuvalla.

4.Breytt skipulag barnaverndar

Málsnúmer 202112004Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga sendir til kynningar hvernig staðan er nú á undirbúningi breytingunum á barnavernarlögunum sem taka gildi um áramótin
Lagt fram til kynningar.

5.Umsókn um undanþágu frá skilyrði um lágmarksíbúafjölda venga barnaverndarþjónsutu

Málsnúmer 202211073Vakta málsnúmer

Vegna breytinga á barnaverndarlögum þarf að sækja um undanþágu fyrir barnaverndarþjónustu. Félagsmálastjóri hefur sótt um undanþáguna fyrir Norðurþing, Langanesbyggð, Þingeyjarsveit og Tjörneshrepp. Umsókninni fylgdu öll þau gögn sem óskað hefur verið eftir, það er starfsskírteini starfsmanna til að uppfylla þau faggildi sem óskað er eftir, samning við lögfræðing og sálfræðing.
Lagt fram til kynningar.

6.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 202209022Vakta málsnúmer

Umdæmisráð barnavernar á landsbyggðinni, kynning á samningi, viðauka og erindibréfi til valnefndar
Upp hefur komið sú staða að breytingar hafa verið gerðar á samningnum sem búið var að leggja fyrir sveitarstjórnir til samþykktar.
Fjölskylduráð hefur tekið málið til umfjöllunar og aðhyllist þann samning sem áður hefur verið kynntur og samþykktur. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.

7.Viðauki farsæld við samning sveitarfélaganna um sértæka almenna félagsþjónustu

Málsnúmer 202211019Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði til viðauki við samning um sameiginlegt þjónustusvæði um almenna og sértæka félagsþjónustu, það er kostanaðarþátttaka sveitarfélaganna við farsældarþjónustu.
Lagt fram til kynningar.

8.Breytingar á erindisbréfum og samþykktum sveitarfélagsins venga barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202212038Vakta málsnúmer

Vegna nýrra barnaverndarlaga þarf að gera nýtt erindisbréf fyrir barnavernarþjónustu og samþykktir þar sem kemur fram skýrt framsal valds til starfsmanna barnaverndarþjónustu um áramót í fylgiskjölum má sjá drög frá öðrum sveitarfélögum.
Fjölskylduráð mun fjalla áfram um málið í tengslum við endurskoðun samþykkta sem ráðið mun ljúka í upphafi nýs árs.

9.Ferðaþjónusta fatlaðra

Málsnúmer 202210010Vakta málsnúmer

Fjallasýn hefur óskað eftir endurskoðun á samningi sem nú er lagt fram til umræðu
Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að vinna að endurskoðun á samningi í samræmi við þær forsendur sem lagðar voru fram og leggja fyrir ráðið að nýju.

Fundi slitið - kl. 11:30.