Fara í efni

Heimsóknir fjölskylduráðs í stofnanir fræðslusviðs

Málsnúmer 202212016

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022

Fjölskylduráð heimsækir Grænuvelli.
Leikskólastjóri Grænuvalla kynnti starfsemina. Fjölskylduráð skoðaði húsnæði og aðbúnað leikskólans Grænuvalla.

Fjölskylduráð - 139. fundur - 24.01.2023

Fjölskylduráð heimsækir Borgarhólsskóla, Tónlistarskóla Húsavíkur og Skólamötuneyti Húsavíkur. Jafnframt liggur fyrir fyrirspurn frá skólastjóra Borgarhólsskóla varðandi frístund og hvort starfsemi frístundar eigi að vera áfram undir fræðslusviði í ljósi áforma um viðbyggingu við íþróttahöll undir starfsemina.
Skólastjórar og yfirmatráður fóru yfir starfsemi sinna stofnana.

Fjölskylduráð hefur ekki hug á því að færa starfsemi frístundar frá Borgarhólsskóla.