Fara í efni

Fjölskylduráð

139. fundur 24. janúar 2023 kl. 08:30 - 11:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir aðalmaður
  • Hanna Jóna Stefánsdóttir aðalmaður
  • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
  • Rebekka Ásgeirsdóttir varaformaður
  • Sævar Veigar Agnarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Hróðný Lund félagsmálastjóri
  • Jón Höskuldsson fræðslufulltrúi
  • Kjartan Páll Þórarinsson Íþrótta- og tómstundafulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hróðný Lund félagsmálastjóri sat fundinn undir lið 3.
Kjartan Páll Þórarinsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn undir lið 3.

1.Heimsóknir fjölskylduráðs í stofnanir fræðslusviðs

Málsnúmer 202212016Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð heimsækir Borgarhólsskóla, Tónlistarskóla Húsavíkur og Skólamötuneyti Húsavíkur. Jafnframt liggur fyrir fyrirspurn frá skólastjóra Borgarhólsskóla varðandi frístund og hvort starfsemi frístundar eigi að vera áfram undir fræðslusviði í ljósi áforma um viðbyggingu við íþróttahöll undir starfsemina.
Skólastjórar og yfirmatráður fóru yfir starfsemi sinna stofnana.

Fjölskylduráð hefur ekki hug á því að færa starfsemi frístundar frá Borgarhólsskóla.

2.Borgarhólsskóli - Starfsmannavelta

Málsnúmer 202212014Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um starfsmannaveltu í Borgarhólsskóla.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun um málið á næsta fundi.

3.Húsnæði fyrir frístund barna

Málsnúmer 202111135Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð fjallar um hönnun húsnæðis frístundar.
Fjölskylduráð heldur áfram umfjöllun sinni um málið á næsta fundi.

Fundi slitið - kl. 11:30.