Fara í efni

Breytingar á erindisbréfum og samþykktum sveitarfélagsins venga barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202212038

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 136. fundur - 13.12.2022

Vegna nýrra barnaverndarlaga þarf að gera nýtt erindisbréf fyrir barnavernarþjónustu og samþykktir þar sem kemur fram skýrt framsal valds til starfsmanna barnaverndarþjónustu um áramót í fylgiskjölum má sjá drög frá öðrum sveitarfélögum.
Fjölskylduráð mun fjalla áfram um málið í tengslum við endurskoðun samþykkta sem ráðið mun ljúka í upphafi nýs árs.

Sveitarstjórn Norðurþings - 129. fundur - 27.12.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka fyrir viðauka við samþykktir Norðurþings vegna breytinga á barnaverndarlögunum sem taka gildi nú um áramót. Viðaukinn tekur til umdæmisráðs barnaverndar sem hefur störf nú um áramótin og fullnaðarafgreiðlsu mála hjá starfsfólki barnaverndar þ.e. framsali valds til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 3 mgr. 12. gr. barnavernarlaga. 80/2002.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við samþykktir Norðurþings og valdframsal til fullnaðar afgreiðslumála vegna umdæmisráðs barnaverndar og barnaverndarþjónustu.