Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

129. fundur 27. desember 2022 kl. 08:30 - 09:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Hjálmar Bogi Hafliðason Forseti
 • Aldey Unnar Traustadóttir 1. varaforseti
 • Hafrún Olgeirsdóttir 2. varaforseti
 • Eiður Pétursson aðalmaður
 • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
 • Soffía Gísladóttir aðalmaður
 • Áki Hauksson aðalmaður
 • Benóný Valur Jakobsson aðalmaður
 • Ingibjörg Benediktsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
 • Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
 • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
 • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar

Málsnúmer 202212061Vakta málsnúmer

Þann 16. desember sl. var undirritað samkomulag um breytingu á fjármögnun þjónustu við fatlað fólk milli þriggja ráðuneyta og sambandsins. Breytingin felur í sér eftirfarandi:

4.gr. samkomulagsins hljóðar svo:
Breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga
Hámarksútsvar sveitarfélaga, sem ákveðið er í 1. mgr. 23. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, sem er nú 14,52%, skal hækkað um 0,22% samhliða lækkun á tekjuskatts um samsvarandi hlutfall í báðum skattþrepum.

Gert er ráð fyrir að hækkun hámarksútsvars skv. 2. mgr. renni í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hlutfall útsvarstekna vegna málefna fatlaðs fólk sem fer í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga skv. 2. tölul. c-lið 8. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga er nú 0,99% og skal hlutfallið, samhliða hækkun hámarksútsvars, því hækka um 0,22% stig, í 1,21%.

Breytingar á hámarksútsvari sveitarfélaga taka gildi fyrir árið 2023 og sveitarfélögum verður heimilað að ákvarða útsvar vegna ársins 2023 eigi síðar en 30. desember 2022 og tilkynna það fjármálaráðuneytinu eigi síðar en þann dag, sbr. 24. gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

5. gr. samkomulagsins hljóðar svo:
Skipting framlags:
Aðilar eru sammála um að hækkun útsvarstekna sveitarfélaga samkvæmt samkomulagi þessu, verði hluti af framlögum Jöfnunarsjóðs sem veitt eru til sveitarfélaga vegna málefna fatlaðs fólki á grundvelli þeirra laga og reglna sem gilda um framlög sjóðsins til málaflokksins, sbr. m.a. 2. mgr. 13. gr. a. laga um tekjustofna sveitarfélaga.

Því þurfa sveitarstjórnir að samþykkja og tilkynna fjármálaráðuneytinu í síðasta lagi 30. desember nk. hækkun útsvarsálagningar um 0,22% stig ef þau ætla koma skaðlaus frá því að þetta sama hlutfall verði tekið af heildarútsvarsálagningu sveitarfélagsins og látið renna í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga til fjármögnunar á útgjöldum vegna þjónustu við fatlað fólk. Ef sveitarstjórn kýs að hækka ekki útsvarsálagninguna um þetta hlutfall mun það engu að síður verða tekið af heildarútsvarsálagningu sveitarfélagsins og fært til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og þar með lækka þær útsvarstekjur sem renna beint til sveitarfélagsins.

Þar sem að ríkið mun lækka tekjuskattsálagningu sína um samsvarandi hlutfall munu skattgreiðendur ekki verða fyrir skattahækkun eða lækkun vegna þessa, að því gefnu að sveitarfélög hækki útsvarsálagninguna.
Fyrir liggur samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, varðandi fjármögnun þjónustu við fatlað fólk og hækkun útsvarsálagningar.


Til máls tóku: Hjálmar og Katrín.

Forseti leggur fram eftirfarandi tillögu;
Með vísan til ákvæða varðandi breytingu á fjármögnun á þjónustu við fatlað fólk í fyrirliggjandi samkomulagi á milli ríkis og sveitarfélaga, dags. 16.12.2022, er byggir á breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga sem samþykkt var á Alþingi 16.12.2022, samþykkir sveitarstjórn Norðurþings að álagningahlutfall útsvars fyrir árið 2023 hækki um 0,22% og verði 14,74%.

Tillagan er samþykkt samhljóða.


Til frekari útskýringar eru upplýsingar hér: https://www.samband.is/frettir/forgangsverkefni-ad-thjonusta-vid-fatlad-folk-verdi-fjarmognud-ad-fullu/

2.Viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu

Málsnúmer 202212039Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu á Húsavíkurhöfða á milli Arctic Adventures hf. og Norðurþings.
Til máls tóku: Katrín, Áki og Hjálmar.


Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða.

3.Breytingar á samþykktum sveitarfélagsins vegna barnaverndarþjónustu

Málsnúmer 202212038Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur að taka fyrir viðauka við samþykktir Norðurþings vegna breytinga á barnaverndarlögunum sem taka gildi nú um áramót. Viðaukinn tekur til umdæmisráðs barnaverndar sem hefur störf nú um áramótin og fullnaðarafgreiðlsu mála hjá starfsfólki barnaverndar þ.e. framsali valds til fullnaðarafgreiðslu mála sbr. 3 mgr. 12. gr. barnavernarlaga. 80/2002.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða viðauka við samþykktir Norðurþings og valdframsal til fullnaðar afgreiðslumála vegna umdæmisráðs barnaverndar og barnaverndarþjónustu.

4.Umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni

Málsnúmer 202209022Vakta málsnúmer

Á 136. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:

Fjölskylduráð hefur tekið málið til umfjöllunar og aðhyllist þann samning sem áður hefur verið kynntur og samþykktur. Ráðið vísar málinu til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Helena.

Sveitarstjórn tekur samhljóða undir bókun fjölskylduráðs og aðhyllist þann samning sem áður var kynntur og samþykktur. Sveitarstjórn greiðir atkvæði með þeim samningi sem er leið tvö.

Sveitarfélagið mun engu að síður ganga inn í umdæmisráð barnaverndar á landsbyggðinni óháð hvort fyrri eða seinni samningurinn fái fleiri atkvæði. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til að undirrita samninginn.

5.Umsókn um lóð að Hraunholti 30

Málsnúmer 202211137Vakta málsnúmer

Á 142. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 20.12.2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að Hildi Evu Guðmundsdóttur verði úthlutað lóðinni að Hraunholti 30.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Breyting á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202208025Vakta málsnúmer

Á 142. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs, 20.12.2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar framkomnar ábendingar. Ráðið telur þær ekki gefa tilefni til breytinga á skipulagstillögunni.

Ráðið felur skipulagsfulltrúa að ræða við fulltrúa Náttúrufræðistofnunar um hvaða hluta Randarinnar væri mikilvægast að friðlýsa.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulagsfulltrúa verði falið að auglýsa gildistöku breytts skipulags.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Skipulags- og framkvæmdaráð - 141

Málsnúmer 2211013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 141. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

8.Skipulags- og framkvæmdaráð - 142

Málsnúmer 2211017FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 142. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Til máls tók undir lið 8 "Ósk um framlengingu á stöðuleyfi fyrir gámi á Hólaheiði": Ingibjörg.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

9.Fjölskylduráð - 136

Málsnúmer 2211016FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 136. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tók undir lið 3 "Fáliðunarstefna Grænuvalla": Helena.


Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

10.Byggðarráð Norðurþings - 415

Málsnúmer 2211014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 415. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

11.Orkuveita Húsavíkur ohf - 239

Málsnúmer 2211015FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 239. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:00.