Fara í efni

Viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu

Málsnúmer 202212039

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 415. fundur - 15.12.2022

Fyrir byggðarráði liggja drög að viljayfirlýsingu vegna lóðar á Húsavíkurhöfða á milli Arctic Adventures hf. og Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að leggja lokahönd á drög að viljayfirlýsingu um að vinna að skipulagningu á lóð vegna hótelbyggingar norðan við Sjóböðin á Húsavíkurhöfða. Málinu vísað til kynningar í skipulags- og framkvæmdaráði.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 142. fundur - 20.12.2022

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að viljayfirlýsingu milli Norðurþings og Arctic Adventures hf um lóð undir hótelbyggingu á Húsavíkurhöfða.
Drögin voru lögð fram til kynningar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 129. fundur - 27.12.2022

Fyrir sveitarstjórn liggur viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu á Húsavíkurhöfða á milli Arctic Adventures hf. og Norðurþings.
Til máls tóku: Katrín, Áki og Hjálmar.


Sveitarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023

Fyrir byggðarráði liggur staða á verkefni Arctic Adventures hf. á Húsavíkurhöfða.
Félagið er að vinna í verkefninu og ef það fellur að þeirra væntingum þá hefur félagið fullan hug á að fara í framkvæmdir á svæðinu.
Forsvarfólk félagsins mun koma til Húsavíkur í lok ágúst til að skoða aðstæður og funda með sveitarfélaginu.
Byggðarráð fagnar því að félagið sé að vinna að verkefninu í samræmi við gildandi viljayfirlýsingu.