Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

437. fundur 10. ágúst 2023 kl. 08:30 - 10:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Hafrún Olgeirsdóttir formaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Bergþór Bjarnason fjármálastjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 7, sátu fundinn Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjórar SSNE.
Undir lið nr. 9, sat fundinn Berglind Jóna Þorláksdóttir stjórnsýslustjóri.

1.Krafa um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts fyrir tímabilið 2016-2019.

Málsnúmer 202307065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur krafa Gentle Giants- Hvalaferða ehf. um endurgreiðslu farþegagjalda og virðisaukaskatts vegna árana 2016-2019, heildar upphæð kröfu er 34.443.548 kr. Svar lögfræðings sveitarfélagsins vegna kröfunnar liggur einnig fyrir og var svarað formlega þann 4. ágúst sl.
Byggðarráð vísar málinu til næsta fundar hafnastjórnar enda kröfunni beint að Hafnasjóði Norðurþings.

2.Rekstur Norðurþings 2023

Málsnúmer 202212086Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja útsvarstekjur og rekstur fyrstu sjö mánuði ársins 2023.
Fjármálastjóri fór yfir útsvartekjur í júli og ýmsar aðrar upplýsingar um rekstur sveitarfélagsins.

3.Ásgarðstún nr.29, F2338218

Málsnúmer 202307066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf lögfræðings eigenda erfðafestu yfir Ásgarðstúni nr. 29. Sveitarfélagið sendi eigendum bréf þann 21. júní sl. þar sem tilkynnt var að sveitarfélagið hyggist í sumar hefja framkvæmdir við gatnagerð samkvæmt gildandi deiliskipulagi.
Byggðarráð vísar málinu til umræðu í skipulags- og framkvæmdaráði.

4.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir tillögu Hafrúnar og vísar henni til næsta fundar hafnastjórnar.

5.Umboð til byggðarráðs í sumarleyfi sveitarstjórnar 2023

Málsnúmer 202306040Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hjálmari Boga Hafliðasyni:
Undirritaður leggur til að fundi sveitarstjórnar, sem er á dagskrá 17. ágúst nk., verði frestað um viku og fari fram 24. ágúst 2023.


Byggðarráð samþykkir tillögu Hjálmars Boga.

6.Bakkagata 15, Útskálar, ósk um söluheimild.

Málsnúmer 202302007Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í fasteignina Bakkagötu 15 á Kópaskeri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda.

7.Áhersluverkefni SSNE um auknar fjárfestingar á Norðurlandi eystra

Málsnúmer 202308004Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs komu Anna Lind Björnsdóttir og Díana Jóhannsdóttir, verkefnastjórar SSNE í áhersluverkefni Sóknaráætlunar Norðurlands eystra sem snýr að því að fá auknar fjárfestingar í landshlutann.
Byggðarráð þakkar þeim Önnu og Díönu fyrir góða og upplýsandi kynningu á verkefninu.

8.Viljayfirlýsing um lóð undir hótelbyggingu

Málsnúmer 202212039Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staða á verkefni Arctic Adventures hf. á Húsavíkurhöfða.
Félagið er að vinna í verkefninu og ef það fellur að þeirra væntingum þá hefur félagið fullan hug á að fara í framkvæmdir á svæðinu.
Forsvarfólk félagsins mun koma til Húsavíkur í lok ágúst til að skoða aðstæður og funda með sveitarfélaginu.
Byggðarráð fagnar því að félagið sé að vinna að verkefninu í samræmi við gildandi viljayfirlýsingu.

9.Hverfisráð Raufarhafnar 2021 - 2023

Málsnúmer 202111163Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja svör sveitarstjóra við spurningum frá Hverfisráði Raufarhafnar frá því í vor.
Einnig liggur fyrir í sama máli vinnuskjal stjórnsýslustjóra, sveitarstjóra var falið á 412. fundi byggðarráðs að endurskoða hlutverk og samþykktir hverfisráða og skila tillögum til byggðarráðs. Skipunartími núverandi nefnda rennur út núna í haust.
Hér liggur fyrir minnisblað stjórnsýslustjóra sem er samantekt um hverfisráð
Norðurþings.
Byggðarráð þakkar Berglindi Jónu fyrir komuna á fundinn og góða yfirferð á þeirri vinnu sem stendur yfir um hlutverk og samþykktir hverfisráða

10.Forgangsverkefni áfangastaðaáætlunar, endurskoðun 2023

Málsnúmer 202306096Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs þann 29. júní sl. tók ráðið fyrir erindi frá Markaðsstofu Norðurlands um lista forgangsverkefna vegna endurskoðunar áfangastaðaáætlunar fyrir Norðurland.
Byggðarráð fól sveitarstjóra að taka saman minnisblað og leggja fyrir ráðið að nýju.

Með fundarboði fylgdi listi með tillögum að forgangsverkefnum frá Norðurhjara og Húsavíkurstofu.
Byggðarráð samþykkir tillögur frá Norðurhjara og Húsavíkurstofu og felur sveitarstjóra að skila neðangreindum lista til Markaðsstofu Norðurlands.

Forgangsverkefni 2023:
Heimskautsgerðið á Raufarhöfn.
Veggurinn áningastaður í Kelduhverfi.
Gatanöf, bílastæði, göngustígur og merkingar.
Botnsvatn, afleggjari frá Þeistareykjarvegi.
Gönguparadísin Húsavík, viðhald á göngustígum og merkingar í takt við gönguleiðakort á heimasíðu Norðurþings.

Fundi slitið - kl. 10:30.