Fara í efni

Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023

Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir tillögu Hafrúnar og vísar henni til næsta fundar hafnastjórnar.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 14. fundur - 16.08.2023

Byggðarráð samþykkti á 437. fundi þann 10.08.2023 tillögu Hafrúnar og vísaði henni til næsta fundar hafnastjórnar.

"Fyrir byggðarráði liggur tillaga frá Hafrúnu Olgeirsdóttur:
Undirrituð leggur til að tekið verði upp samtal á milli sveitarfélagsins Norðurþings og Húsavíkurstofu um stöðu mála í komum farþegaskipa til Norðurþings".
Stjórn Hafnasjóðs tekur undir tillögu Hafrúnar og felur sveitarstjóra að fylgja málinu eftir við Húsavíkurstofu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 16. fundur - 13.10.2023

Á fund hafnastjórnar kemur Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu til viðræðna um samstarf Húsavíkurstofu og hafnarsjóðs vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Örlygi fyrir komuna á fundinn. Hafnastjóra er falið að útfæra samkomulag milli Hafnasjóðs og Húsavíkurstofu um verkefnið.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 19. fundur - 24.01.2024

Fyrir hafnastjórn liggja hugmyndir að samkomulagi við Húsavíkurstofu um markaðsstarf tengt komum skemmtiferðaskipa í hafnir Norðurþings.

Undir þessum lið sátu frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson, Gunnar Jóhannesson og Daniel Annisius.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim Örlygi Hnefli, Gunnari og Daniel fyrir komuna á fundinn og felur hafnarstjóra að leggja drög að samkomulagi við Húsavíkurstofu fram á næsta fundi stjórnarinnar.
Fylgiskjöl:

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 20. fundur - 29.02.2024

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja drög að samningi á milli Húsavíkurstofu og Hafnasjóðs.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi drög fyrir sitt leyti og felur hafnastjóra að ganga frá samningnum við Húsavíkurstofu.