Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

23. fundur 30. maí 2024 kl. 16:00 - 17:15 í fundarsal GB5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir hafnastjóri
Dagskrá
Áki Hauksson aðalmaður mætti ekki til fundar.

1.Útboð á dráttarbát fyrir Hafnasjóð Norðurþings

Málsnúmer 202309050Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja upplýsingar vegna kaupa á dráttarbát fyrir hafnir Norðurþings en engin tilboð bárust í útboði. Vegagerðin hefur verið að leita að bát en ekki fundið ásættanlegan dráttarbát innan kostnaðaráætlunar ennþá.
Lagt fram til kynningar.

2.Óskað eftir leyfi fyrir gámi til skamms tíma.

Málsnúmer 202405068Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur ósk frá Sjóferðum Arnars ehf. vegna leyfis til að staðsetja þjónustugám og salerni til skamms tíma við vigtarskúr.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir erindi Sjóferða Arnars ehf. Staðsetning gámanna skal vera í samráði við rekstrarstjóra hafna. Leyfið er tímabundið fram á haustið 2024.

3.Rekstrarstjóri hafna Norðurþings

Málsnúmer 202402091Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur að ræða framtíðarfyrirkomulag á stjórnun hafna Norðurþings en verkefnastjóri hafna var ráðinn í fyrra til eins árs.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að fela hafnastjóra að auglýsa 100% stöðu hafnastjóra lausa til umsóknar. Stjórnin samþykkir að leita til ráðningaþjónustu til aðstoðar vegna ráðningaferilsins.

4.Fundagerðir 2024

Málsnúmer 202401125Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja fundargerðir stjórnar Hafnasambands Ísland fundur nr. 463 frá 7. maí sl. og fundur nr. 462 frá 22. mars sl.
Lagt fram til kynningar.

5.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja ýmis mál vegna fjárfestingar og reksturs.
Lagt fram til kynningar.

6.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggja endanleg drög að samkomulagi við Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa til hafna Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir fyrirliggjandi samkomulag og felur hafnastjóra að undirrita samninginn.

Fundi slitið - kl. 17:15.