Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

19. fundur 24. janúar 2024 kl. 16:00 - 17:44 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir
  • Bergþór Bjarnason
  • Kristinn Jóhann Ásgrímsson
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir hafnastjóri
Dagskrá

1.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja hugmyndir að samkomulagi við Húsavíkurstofu um markaðsstarf tengt komum skemmtiferðaskipa í hafnir Norðurþings.

Undir þessum lið sátu frá Húsavíkurstofu Örlygur Hnefill Örlygsson, Gunnar Jóhannesson og Daniel Annisius.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim Örlygi Hnefli, Gunnari og Daniel fyrir komuna á fundinn og felur hafnarstjóra að leggja drög að samkomulagi við Húsavíkurstofu fram á næsta fundi stjórnarinnar.
Fylgiskjöl:

2.Beiðni um stöðuleyfi fyrir sæþotuaðstöðu við Húsavíkurhöfn 2024

Málsnúmer 202401026Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi frá fyrirtækinu Skjálfandi Adventure Húsavík þar sem óskað er eftir áframhaldandi aðstöðu við hliðina á rampinum við Naustagarð í sumar fyrir sæþoturekstur. Tímabilið sem sótt er um er frá byrjun maí og út október.

Einnig er til framtíðar óskað eftir stöðuleyfi fyrir þjónustuhús fyrir reksturinn sem staðsett yrði á Naustagarðskanti.
Stjórn Hafnasjóðs er áhugasöm um að tryggja fyrirtækinu aðstöðu við Húsavíkurhöfn og felur hafnastjóra að funda með forsvarsmönnum fyrirtækisins um lausnir.

3.Mönnunarmál hafna Norðurþings

Málsnúmer 202401074Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur minnisblað um mönnunarmál hafna Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að auglýsa starf hafnarvarðar laust til umsóknar. Jafnframt að skoða mönnunarmál frekar í samræmi við samþykkt frá fjórða fundi nefndarinnar.

4.Hafnabótasjóður yfirlit vegna ársins 2023

Málsnúmer 202401099Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur yfirlit um styrkhæf verkefni frá hafnabótasjóði á árinu 2023.
Lagt fram til kynningar.

5.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja ýmis mál tengd framkvæmdum og rekstri hafnarinnar.
Lagt fram til kynningar.

6.Boðun hafnasambandsþings 24.- 25. október 2024

Málsnúmer 202401066Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur boðun á hafnasambandsþing 2024 sem haldið verður í Hofi á Akureyri í október.
Stjórn Hafnasjóðs samþykkir að sækja þingið.

7.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands frá 8. desember 2023.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:44.