Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

16. fundur 13. október 2023 kl. 08:00 - 09:44 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Bergþór Bjarnason
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Undir lið nr. 4, sat fundinn Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu.

Kristinn J. Ásgrímsson, verkefnastjóri hafna, sat fundinn. Stjórn Hafnasjóðs bauð Kristinn velkominn til starfa hjá Höfnum Norðurþings.

1.Fjárhags og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs Norðurþings 2024-2027

Málsnúmer 202309048Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að vísa Fjárhags- og framkvæmdaáætlun Hafnasjóðs til fyrri umræðu í sveitarstjórn.
Stjórn Hafnasjóðs vísar fjárhags- og framkvæmdaáætlun ársins 2024 og næstu þriggja ára þar á eftir til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

2.Gjaldskrá hafna Norðurþings 2024

Málsnúmer 202309049Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur að fara yfir gjaldskrá hafna Norðurþings fyrir árið 2024.
Gjaldskráin verður aftur til umræðu á næsta fundi stjórnarinnar samhliða vinnu við fjárhagsáætlun.

3.Ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestingar

Málsnúmer 202309051Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggja ýmis mál vegna rekstrar og fjárfestinga.
Lagt fram til kynningar.

4.Tillaga um samstarf Norðurþings og Húsavíkurstofu vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.

Málsnúmer 202308002Vakta málsnúmer

Á fund hafnastjórnar kemur Örlygur Hnefill Örlygsson frá Húsavíkurstofu til viðræðna um samstarf Húsavíkurstofu og hafnarsjóðs vegna komu og markaðsmála farþegaskipa.
Stjórn Hafnasjóðs þakkar Örlygi fyrir komuna á fundinn. Hafnastjóra er falið að útfæra samkomulag milli Hafnasjóðs og Húsavíkurstofu um verkefnið.

5.Ósk um að viðburðarhald og notkun á aðstöðu á Húsavíkurhöfn

Málsnúmer 202310053Vakta málsnúmer

Fyrir hönd félaganna Hringleiks, Pilkington Props, MurMur Productions í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík óska framleiðandi og listrænir stjórnendur sýningarinnar Sæskrímslin, eftir vilyrði til þess að setja upp nýtt íslenskt götuleikhús um íslensk sæskrímsli á hafnarsvæði Húsavíkur.

Óskað er eftir vilyrði frá stjórn hafnarsjóðs fyrir sýningardegi á höfninni og afnot af svæðinu miðvikudaginn 12. júní 2024 auk æfinga þriðjudaginn 11. júní.
Stjórn Hafnasjóðs tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að vera í sambandi við skipuleggjendur um afnot af svæðinu.

6.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 202301072Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur fundargerð 456. fundar Hafnasambands Íslands frá 19. september sl.
Lagt fram til kynningar.

7.Samstarfsfundir Hafnasambands Íslands og Fiskistofu

Málsnúmer 202310043Vakta málsnúmer

Fyrir hafnastjórn liggur til kynningar efni samstarfsfundar Hafnasambands Íslands og Fiskistofu.
Stjórn Hafnasjóðs tók til umræðu umfjöllun um tilraunaverkefni um fjarvigtun í smærri höfnum og lýsir yfir áhuga á að taka þátt í slíku verkefni á Raufarhöfn. Hafnastjóra er falið að koma áhuganum á framfæri við Hafnasambandið.

Fundi slitið - kl. 09:44.