Fara í efni

Bakkagata 15, Útskálar Ósk um söluheimild.

Málsnúmer 202302007

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 141. fundur - 07.02.2023

Húsnæðisnefnd tók fyrir húsnæði Bakkagötu 15, Kópaskeri. Húsnæðið er verulega illa farið, þarfnast úrbóta og býður ekki upp á aðgengi fyrir öll. Taka þarf ákvörðun um hvort fara eigi í framkvæmdir eða selja húsnæðið.
Fjölskylduráð leggur til að Bakkagata 15 verði seld og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 147. fundur - 14.02.2023

Á 141. fundi fjölskylduráðs 7.02.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð leggur til að Bakkagata 15 verði seld og vísar málinu til skipulags- og framkvæmdaráðs.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að setja Bakkagötu 15 á Kópaskeri í söluferli.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 162. fundur - 27.06.2023

Fyrir liggur verðmat frá tveimur fasteignasölum í Bakkagötu 15.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs leggur til að eignin verði auglýst og óskað eftir tilboðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsa eignina og óska eftir tilboðum.

Byggðarráð Norðurþings - 437. fundur - 10.08.2023

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í fasteignina Bakkagötu 15 á Kópaskeri.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda.