Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

162. fundur 27. júní 2023 kl. 13:00 - 15:25 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Soffía Gísladóttir formaður
  • Kristinn Jóhann Lund aðalmaður
  • Ísak Már Aðalsteinsson áheyrnarfulltrúi
  • Birna Björnsdóttir varamaður
  • Aldey Unnar Traustadóttir varamaður
  • Birkir Freyr Stefánsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Elvar Árni Lund sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir stjórnsýslufulltrúi
Dagskrá
Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Anna Bragadóttir frá Eflu sátu fundinn undir lið 1.

Grétar Ómarsson frá Mílu sat fundinn undir lið 2.

1.Aðalskipulag Norðurþings 2025-2045

Málsnúmer 202305040Vakta málsnúmer

Hrafnhildur Brynjólfsdóttir skipulagsráðgjafi og Anna Bragadóttir frá Eflu kynntu stöðu skipulagslýsingar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Hrafnhildi og Önnu fyrir kynninguna.

2.Míla ehf óskar eftir framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við ljósleiðara á Raufarhöfn

Málsnúmer 202209034Vakta málsnúmer

Fyrir fundi liggja teikningar af áætlaðri legu lagna.
Skipulags- og framkvæmdaráð heimilar sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að veita leyfi fyrir framkvæmdum.

3.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við GPG, Suðurgarði 4-6

Málsnúmer 202306082Vakta málsnúmer

GPG Seafood ehf óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir eftirfarandi:

1. Sameiningu lóða Suðurgarðs 4, Suðurgarðs 8 og Fiskifjöru 2 í eina þannig að samfella myndist í lóðir fyrirtækisins. Sameinuð lóð myndi heita Suðurgarður 4.
2. Flytja núverandi dúkskemmu á SV-horn sameinaðrar lóðar skv. meðfylgjandi teikningum.
3. Byggja við hús skv. meðfylgjandi teikningum (á grunni dúkskemmu). Viðbygging er 576 m² að grunnfleti, stálgrindarhús sem klætt verður lituðu stáli að innan og utan til samræmis við fyrri byggingar á lóðinni. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, tæknifræðingi hjá Mannviti verkfræðistofu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Stjórn Hafnarsjóðs að erindi GPG Seafood ehf. verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

4.Breyting á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps, nýtt veiðihús við Hofsá

Málsnúmer 202306088Vakta málsnúmer

Vopnafjarðarhreppur kynnir skipulagslýsingu vegna breytingar aðalskipulags og gerðar deiliskipulags vegna veiðihúss við Hofsá. Óskað er umsagnar Norðurþings vegna skipulagsbreytinganna.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings hefur ekki athugasemdir við skipulagslýsinguna.

5.Ósk um óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir fiskeldisstöðina Röndina á Kópaskeri

Málsnúmer 202306093Vakta málsnúmer

Rifós hf óskar heimildar til að gera tillögu að breytingu deiliskipulags fiskeldis á Röndinni á Kópaskeri. Breyting fælist í að breikka byggingarreit A1 úr 40 m í 44 m. Skipulagsráðgjafi leggur upp með að með breytinguna verði farið sem óverulega skv. ákvæðum skipulagslaga.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir af unnin verði tillaga að breytingu deiliskipulagsins.

6.Sala Eigna Félagslegar leiguíbúðir

Málsnúmer 202306081Vakta málsnúmer

Verkefnastjóri á framkvæmdasviði óskar eftir söluheimild í þrjár félagslegar íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir sölu á íbúðunum með fyrirvara um samþykki fjölskylduráðs.

7.Bakkagata 15, Útskálar, ósk um söluheimild.

Málsnúmer 202302007Vakta málsnúmer

Fyrir liggur verðmat frá tveimur fasteignasölum í Bakkagötu 15.
Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs leggur til að eignin verði auglýst og óskað eftir tilboðum.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að auglýsa eignina og óska eftir tilboðum.

8.Tengir óskar eftir aðstöðu til leigu fyrir tengiskáp í félagsheimilinu á Raufarhöfn

Málsnúmer 202306092Vakta málsnúmer

Tengir óskar eftir aðstöðu í Félagsheimilinu á Raufarhöfn fyrir tengiskáp ljósleiðara á svæðinu gegn leigugjaldi.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að leigja Tengi aðstöðu fyrir tengiskáp ljósleiðara og felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að ganga frá leigusamningi.

9.Staðsetning færanlegra skólastofa sem settar verða niður í ágúst

Málsnúmer 202306090Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur fyrir að taka ákvörðun um staðsetningu húseininga fyrir færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að staðsetja færanlegar skólastofur við Borgarhólsskóla við mötuneyti og myndmenntastofu sbr. tillögu frá Fjölskylduráði dags. 27. júní 2023. Kostir staðsetningarinnar eru m.a. undirlag, aðgengi að húsnæðinu, aðgengi að mötuneyti og staðsetningin mun ekki hafa áhrif á endurbætur á skólalóðinni.

Fundi slitið - kl. 15:25.