Fara í efni

Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við GPG, Suðurgarði 4-6

Málsnúmer 202306082

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 162. fundur - 27.06.2023

GPG Seafood ehf óskar eftir samþykki Norðurþings fyrir eftirfarandi:

1. Sameiningu lóða Suðurgarðs 4, Suðurgarðs 8 og Fiskifjöru 2 í eina þannig að samfella myndist í lóðir fyrirtækisins. Sameinuð lóð myndi heita Suðurgarður 4.
2. Flytja núverandi dúkskemmu á SV-horn sameinaðrar lóðar skv. meðfylgjandi teikningum.
3. Byggja við hús skv. meðfylgjandi teikningum (á grunni dúkskemmu). Viðbygging er 576 m² að grunnfleti, stálgrindarhús sem klætt verður lituðu stáli að innan og utan til samræmis við fyrri byggingar á lóðinni. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, tæknifræðingi hjá Mannviti verkfræðistofu.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Stjórn Hafnarsjóðs að erindi GPG Seafood ehf. verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13. fundur - 29.06.2023

Á 162. fundi sínum þann 27. júní s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá GPG Seafood ehf þar sem óskað er eftir:
1.
Sameiningu lóða Suðurgarðs 4, Suðurgarðs 8 og Fiskifjöru 2 í eina þannig að samfella myndist í lóðir fyrirtækisins. Sameinuð lóð myndi heita Suðurgarður 4.
2. Flytja núverandi dúkskemmu á SV-horn sameinaðrar lóðar skv. meðfylgjandi teikningum.
3. Byggja við hús skv. meðfylgjandi teikningum (á grunni dúkskemmu). Viðbygging er 576 m² að grunnfleti, stálgrindarhús sem klætt verður lituðu stáli að innan og utan til samræmis við fyrri byggingar á lóðinni. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, tæknifræðingi hjá Mannviti verkfræðistofu.

Í ljósi þess að erindi GPG fela í sér skipulagsmál gerði skipulags- og framkvæmdaráð tillögu að afgreiðslu erinda til Stjórnar Hafnarsjóðs með neðangreindri bókun:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Stjórn Hafnarsjóðs að erindi GPG Seafood ehf. verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Stjórn Hafnarsjóðs Norðurþings samþykkir erindi GPG Seafood ehf. til samræmis við tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.