Fara í efni

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

13. fundur 29. júní 2023 kl. 16:00 - 17:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Katrín Sigurjónsdóttir
Fundargerð ritaði: Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 202306078Vakta málsnúmer

Drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að taka saman þær athugasemdir sem fram komu á fundinum og koma þeim inn í umsögn Byggðarráðs Norðurþings vegna samgönguáætlunar.

2.Framkvæmdir & fjárfestingar á höfnum Norðurþings

Málsnúmer 202301044Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur til kynningar fundargerð starfsmanna Norðurþings með Siglingasviði Vegagerðarinnar frá 21. júní sl.
Stjórn Hafnasjóðs ítrekar fyrri bókun sína frá fundi í janúar að kaup á dráttarbát fari í útboð sem fyrst. Einnig að viðhaldsdýpkun við Norðurgarð komist til framkvæmda á næstu vikum.

3.Mærudagar 2023

Málsnúmer 202301062Vakta málsnúmer

Á 10. fundi stjórnar Hafnasjóðs þann 22. mars 2023 var eftirfarandi bókað:
"Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings felur hafnastjóra að afla frekari upplýsinga frá Fjölumboði ehf. um orkuþörf og skipulag varðandi Mærudaga."

Hafnastjóri fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning fyrir Mærudaga 2023 og þá tengimöguleika sem eru til staðar á miðhafnarsvæðinu. Verið er að ganga frá varanlegum tengimöguleikum af hálfu Norðurþings.
Lagt fram til kynningar.

4.Ósk um bílastæðamerkingar við Hafnarstétt 1 og 3

Málsnúmer 202305036Vakta málsnúmer

Fyrir stjórn Hafnasjóðs liggur erindi dagsett 8. maí sl. frá húsráði Stéttarinnar á Húsavík varðandi bílastæði og merkingar á hafnarsvæði.
Stjórn Hafnasjóðs hafnar erindinu.

Stjórnin bendir húsráði Stéttarinnar á að beina notendum Stéttarinnar á bílastæðin á suðurfyllingunni auk þess sem bílastæðamál á hafnasvæðinu séu í heildarendurskoðun.

5.Raforkukerfi Húsavíkurhafnar

Málsnúmer 202306101Vakta málsnúmer

Fyrir Stjórn Hafnasambands Norðurþings liggur frumskýrsla frá Rafeyri vegna úttektar á raforkukerfi Húsavíkurhafnar sem kallað var eftir vegna tæringavandamála hjá bátaeigendum í höfninni.
Eftir skoðun úttektaraðila kom í ljós að ekki er um að ræða útleiðslu úr raforkukerfi hafnarinnar. Jarðtengingum er þó verulega ábótavant víða í raforkukerfinu og kerfið illa í stakk búið til að taka við útleiðslu annarra ef hún er til staðar. Stálþil hafnarkanta og aðrir bátar geta því auðveldlega lent í tæringarvandamálum af völdum útleiðslu frá þeim aðilum sem ekki fylgjast með og bregðast við útleiðsluvandamálum í sínum bátum.

Stjórn Hafnasjóðs hvetur alla báta og skipaeigendur að láta skoða landtengingar hjá sér og bregðast við með viðeigandi hætti ef um útleiðslu er að ræða svo hún valdi ekki tjóni hjá öðrum.

Stjórn Hafnasjóðs mun einnig vinna að úrbótum á raforkukefi hafnarinnar til að lágmarka skaða af völdum útleiðslu á hafnarsvæðum Húsavíkurhafnar. Það eitt og sér mun þó ekki koma alfarið í veg fyrir tjón og þurfa allir aðilar ávallt að huga að ástandi sinna báta.

6.Ósk um leigu á vigtarskúr á hafnarsvæði

Málsnúmer 202306100Vakta málsnúmer

Arnar Sigurðsson, fyrir hönd Sjóferða Arnars ehf, óskar eftir því að taka vigtarskúr hafnarinnar, á miðhafnarsvæði, til leigu fyrir starfsemi sína.
Stjórn Hafnasjóðs hafnar erindinu.

Vigtarskúrinn er nú þegar í söluferli og verður fluttur af svæðinu.

7.Hafnamál 2023

Málsnúmer 202301051Vakta málsnúmer

Breytingar á fjárfestingaráætlun hafnasjóðs. Óskað er eftir því að ráðast í kaup á nýjum bíl og flotbryggjufingrum. Fjármagnað með breytingu á fjárfestingaráætlun.

Einnig til umræðu undir þessum lið staða ýmissa hafnamála í Húsavíkurhöfn.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir breytingar á áætlunum vegna umræddra fjárfestinga á bifreið og flotbryggjufingrum.

- Ekki var gert ráð fyrir neinum stórum viðhaldsframkvæmdum á höfnum öðrum en Þvergarði og dýpkun sem vonast er eftir að gangi eftir að einhverju leyti á árinu. Ráðist hefur verið í minniháttar malbiksviðgerðir víðsvegar á hafnarsvæðum. Búið er að mála masturshús, polla o.fl. Almennu viðhaldi hafnarmannvirkja og búnaðar er sinnt eftir þörfum jafn óðum og eitthvað kemur upp. Komið hefur í ljós að skolast hefur undan þekju á olíubryggju. Skoða þarf hvort göt séu komin á þil og efni að leka út þar og bregðast þá við með viðeigandi hætti ef svo er. Fletta þarf malbiki upp að hluta meðfram bryggjukanti, fylla í og malbika aftur. Stefnt er á að gera það í ágúst ef þil er í lagi. Þekja á Bökugarði er aftur farin að brotna upp á kafla og þarf að setja á áætlun að brjóta upp hluta og steypa að nýju.

- Undirbúningur er að hefjast vegna fyrirhugaðra uppsetninga á flotbryggjum út frá Norðurfyllingu og er gert ráð fyrir að þær verði komnar út fyrir vorið 2024.

- Búið er að merkja bílastæði á hafnarsvæðinu eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Ekki var farið í að breyta fyrirkomulaginu frá fyrri árum sem neinu nemur. Búið var að forma bílastæði á Suðurfyllingu en notkun verið mjög takmörkuð á því og ekki að sjá að létt hafi mikið á umferð og lagningu bíla á hafnarsvæðinu sjálfu.

- Mönnun hafnar og dráttarbáts fyrir sumarið 2023 hefur gengið að mestu upp. Umgjörðin er engu að síður nokkuð brothætt þar sem hún byggir á talsverðum fjölda tímavinnumanna sem eru einnig starfandi annars staðar og eru því ekki alltaf tiltækir við skipakomur. Engin stór vandamál hafa þó skapast enn sem komið er en sumarið og vertíðin þó rétt að hefjast og ekki útséð með hvernig þetta þróast.

8.Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við GPG, Suðurgarði 4-6

Málsnúmer 202306082Vakta málsnúmer

Á 162. fundi sínum þann 27. júní s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um erindi frá GPG Seafood ehf þar sem óskað er eftir:
1.
Sameiningu lóða Suðurgarðs 4, Suðurgarðs 8 og Fiskifjöru 2 í eina þannig að samfella myndist í lóðir fyrirtækisins. Sameinuð lóð myndi heita Suðurgarður 4.
2. Flytja núverandi dúkskemmu á SV-horn sameinaðrar lóðar skv. meðfylgjandi teikningum.
3. Byggja við hús skv. meðfylgjandi teikningum (á grunni dúkskemmu). Viðbygging er 576 m² að grunnfleti, stálgrindarhús sem klætt verður lituðu stáli að innan og utan til samræmis við fyrri byggingar á lóðinni. Teikning er unnin af Vigfúsi Sigurðssyni, tæknifræðingi hjá Mannviti verkfræðistofu.

Í ljósi þess að erindi GPG fela í sér skipulagsmál gerði skipulags- og framkvæmdaráð tillögu að afgreiðslu erinda til Stjórnar Hafnarsjóðs með neðangreindri bókun:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Stjórn Hafnarsjóðs að erindi GPG Seafood ehf. verði samþykkt og byggingarfulltrúa heimilað að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.
Stjórn Hafnarsjóðs Norðurþings samþykkir erindi GPG Seafood ehf. til samræmis við tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út flutningsleyfi fyrir dúkskemmu og byggingarleyfi fyrir viðbyggingu þegar fullnægjandi gögnum þar að lútandi hefur verið skilað.

Fundi slitið - kl. 17:40.