Fara í efni

Samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038

Málsnúmer 202306078

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 433. fundur - 22.06.2023

Drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að gera tillögu til byggðarráðs um athugasemdir og ábendingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyir ráðið að nýju.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13. fundur - 29.06.2023

Drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 er nú kynnt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar og verður opið fyrir athugasemdir og ábendingar til og með mánudeginum 31. júlí 2023.
Stjórn Hafnasjóðs felur hafnastjóra að taka saman þær athugasemdir sem fram komu á fundinum og koma þeim inn í umsögn Byggðarráðs Norðurþings vegna samgönguáætlunar.

Byggðarráð Norðurþings - 436. fundur - 13.07.2023

Á 433. fundi byggðarráðs þann 22. júní sl. voru til kynningar drög að samgönguáætlun 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028 sem er í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Byggðarráð fól sveitarstjóra að gera tillögu til byggðarráðs um athugasemdir og ábendingar í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyir ráðið að nýju. Einnig voru drögin til umræðu í stjórn Hafnasjóðs sem fól hafnarstjóra að taka saman þær athugasemdir sem fram komu á fundinum og koma þeim inn í umsögn Byggðarráðs Norðurþings vegna samgönguáætlunar.

Fyrir byggðarráði nú liggja drög að umsögn Norðurþings.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skila inn umsögn Norðurþings í samræmi við umræður á fundinum.