Fara í efni

Hafnamál 2023

Málsnúmer 202301051

Vakta málsnúmer

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 9. fundur - 23.02.2023

Ýmis hafnamál.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings leggur áherslu á að brýn þörf er á að ráðist verði sem fyrst í dýpkun í Húsvíkurhöfn til að auka öryggi skipa og báta og felur hafnastjóra að halda áfram að þrýsta á vegagerðina að koma því til framkvæmda.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 10. fundur - 22.03.2023

Ýmis hafnamál.
1. Samningur á milli Hafnasjóðs Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands um leigu á dráttarbát.
Hafnastjóri kynnti drög að leigusamningi um afnot af dráttarbát Hafnasamlags Norðurlands fyrir sumarið 2023.
2. Dýpkun Húsavíkurhafnar.
Hafnastjóri lagði fram til kynningar drög frá Vegagerðinni um fyrirhugaða dýpkun á milli Þvergarðs og Norðurgarðs.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 11. fundur - 26.04.2023

Ýmis hafnarmál.
Stefán Guðmundsson og Daníel Annisius frá Gentle Giants ehf mættu á fundinn. Stjórn Hafnasjóðs þakkar þeim fyrir komuna og góðar umræður.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 12. fundur - 08.05.2023

Ýmis hafnamál.

Vilhjálmur Sigmundsson frá Eimskip hf mætti á fundinn. Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar Vilhjálmi fyrir komuna og góðar umræður.

Hafnarstjóri lagði fram til samþykktar samning á milli Hafnasjóðs Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands um leigu á dráttarbát fyrir sumarið 2023. Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fyrirliggjandi samning.

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ársskýrsla Cruise Iceland sem lögð var fram á aðalfundi samtakanna þann 2. maí 2023. Mikil aukning er á skemmtiferðaskipum til Íslands og mikilvægt fyrir hafnir að byggja upp hafnar- og móttökuaðstöðu vilji þær nýta sem best þá tekjumöguleika sem í boði eru í þeirri þróun sem orðin er á þessum ört stækkandi markaði.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 13. fundur - 29.06.2023

Breytingar á fjárfestingaráætlun hafnasjóðs. Óskað er eftir því að ráðast í kaup á nýjum bíl og flotbryggjufingrum. Fjármagnað með breytingu á fjárfestingaráætlun.

Einnig til umræðu undir þessum lið staða ýmissa hafnamála í Húsavíkurhöfn.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir breytingar á áætlunum vegna umræddra fjárfestinga á bifreið og flotbryggjufingrum.

- Ekki var gert ráð fyrir neinum stórum viðhaldsframkvæmdum á höfnum öðrum en Þvergarði og dýpkun sem vonast er eftir að gangi eftir að einhverju leyti á árinu. Ráðist hefur verið í minniháttar malbiksviðgerðir víðsvegar á hafnarsvæðum. Búið er að mála masturshús, polla o.fl. Almennu viðhaldi hafnarmannvirkja og búnaðar er sinnt eftir þörfum jafn óðum og eitthvað kemur upp. Komið hefur í ljós að skolast hefur undan þekju á olíubryggju. Skoða þarf hvort göt séu komin á þil og efni að leka út þar og bregðast þá við með viðeigandi hætti ef svo er. Fletta þarf malbiki upp að hluta meðfram bryggjukanti, fylla í og malbika aftur. Stefnt er á að gera það í ágúst ef þil er í lagi. Þekja á Bökugarði er aftur farin að brotna upp á kafla og þarf að setja á áætlun að brjóta upp hluta og steypa að nýju.

- Undirbúningur er að hefjast vegna fyrirhugaðra uppsetninga á flotbryggjum út frá Norðurfyllingu og er gert ráð fyrir að þær verði komnar út fyrir vorið 2024.

- Búið er að merkja bílastæði á hafnarsvæðinu eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Ekki var farið í að breyta fyrirkomulaginu frá fyrri árum sem neinu nemur. Búið var að forma bílastæði á Suðurfyllingu en notkun verið mjög takmörkuð á því og ekki að sjá að létt hafi mikið á umferð og lagningu bíla á hafnarsvæðinu sjálfu.

- Mönnun hafnar og dráttarbáts fyrir sumarið 2023 hefur gengið að mestu upp. Umgjörðin er engu að síður nokkuð brothætt þar sem hún byggir á talsverðum fjölda tímavinnumanna sem eru einnig starfandi annars staðar og eru því ekki alltaf tiltækir við skipakomur. Engin stór vandamál hafa þó skapast enn sem komið er en sumarið og vertíðin þó rétt að hefjast og ekki útséð með hvernig þetta þróast.