Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

10. fundur 22. mars 2023 kl. 16:00 - 18:54 Hafnarhús Norðurgarði 5
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

202205037

Vegna framþróunar verkefna á vegum Íslandsþara hefur félagið góðfúslega óskað eftir því að ákvörðun á vegum sveitarfélagsins um sameiningu lóða H2 á Norðurhafnarsvæði Húsavíkur verði frestað á meðan næstu skref verða ákveðin, enda er mikilvægt að öll ákvarðanataka og opinber ferli séu vel ígrunduð. Það er sameiginlegt mat sveitarfélagsins og Íslandsþara að vert sé að fresta ákvörðunartöku um ótilgreindan tíma en báðir aðilar eru meðvitaðir um að áfram sé vilji til samvinnu. Rannsóknir og frekari hönnunarvinna á vegum Íslandsþara halda áfram þar sem horft er til langrar framtíðar. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.7.1. skal senda Skipulagsstofnun deiliskipulag sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum og umsögnum um þær innan átta vikna frá því að frestur til athugasemda rann út. Frestur til að skila inn athugasemd var til 19. janúar sl. Í ljósi ofangreinds samþykkir meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs að leggja til við stjórn Hafnasjóðs að falla frá fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis.
Með vísan til bókunar skipulags- og framkvæmdaráðs á 149. fundi ráðsins samþykkir stjórn Hafnasjóðs að falla frá kynntri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

2.Mærudagar 2023

202301062

Á 144. fundi fjölskylduráðs 14.03.2023, var eftirfarandi bókað: Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að semja við Fjölumboð ehf., sem hefur séð um framkvæmd hátíðarinnar undanfarin ár, um að skipuleggja Mærudaga 2023.

Í ljósi niðurstaðna íbúakönnunar, íbúafundar og samráðs við hagaðila verða Mærudagar haldnir á sama tíma og verið hefur. Dagarnir verða með svipuðu sniði og lögð verður meiri áhersla á þátttöku heimafólks. Vilji er til þess að hátíðin færist nær uppruna sínum með tímanum.

Fjölskylduráð vísar málinu til afgreiðslu í stjórn hafnasjóðs með tilliti til rafmagns á hafnarsvæðinu vegna sviðs, tívólís og veitingasölu og fráveitumála vegna salernisaðstöðu. Ráðið óskar eftir því að stjórn hafnasjóðs tryggi að innviðir verði til staðar vegna hátíðahaldanna.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings felur hafnastjóra að afla frekari upplýsinga frá Fjölumboði ehf. um orkuþörf og skipulag varðandi Mærudaga.

3.Ósk um meðmæli vegna hafnsöguréttinda við hafnir Norðurþings

202303056

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur ósk frá Hilmari Þór Guðmundssyni um meðmæli vegna umsóknar um hafnsöguréttindi við hafnir Norðurþings.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir að veita Hilmari Þór Guðmundssyni meðmæli sem hafnsögumaður við hafnir Norðurþings og felur hafnastjóra að útbúa meðmælabréf.

4.Fundagerðir 2023 - Hafnasamband Íslands

202301072

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fyrir 450. fundargerð Hafnasambands Íslands til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um stöðuleyfi fyrir sæþotuaðstöðu við Húsvíkurhöfn

202303058

Fyrir stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur erindi frá Skjalfandi Adventure Húsavík ehf. þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir sæþotuaðstöðu í Húsavíkurhöfn.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings tekur jákvætt í erindið og felur hafnastjóra að finna starfsemi fyrirtækisins hentugan stað á hafnarsvæðinu.

6.Hafnamál 2023

202301051

Ýmis hafnamál.
1. Samningur á milli Hafnasjóðs Norðurþings og Hafnasamlags Norðurlands um leigu á dráttarbát.
Hafnastjóri kynnti drög að leigusamningi um afnot af dráttarbát Hafnasamlags Norðurlands fyrir sumarið 2023.
2. Dýpkun Húsavíkurhafnar.
Hafnastjóri lagði fram til kynningar drög frá Vegagerðinni um fyrirhugaða dýpkun á milli Þvergarðs og Norðurgarðs.

Fundi slitið - kl. 18:54.