Fara í efni

Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

Málsnúmer 202205037

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 126. fundur - 10.05.2022

Norðurþing hefur veitt Íslandsþara vilyrði fyrir lóð á fyllingu innan Norðurhafnar með fyrirvara um afgreiðslu skipulagsbreyting. Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til að hafin verði vinna við tillögu að deiliskipulagsbreytingu svæðisins.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fela skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja undirbúning að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar sem heimila myndi uppbyggingu Íslandsþara.

Guðmundur H. Halldórsson situr hjá við afgreiðslu þessa máls.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 127. fundur - 14.06.2022

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar sem felur í sér að útbúa 1,1 ha lóð undir fyrirhugaða uppbyggingu Íslandsþara.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umræðu í stjórn hafnasjóðs.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 1. fundur - 29.06.2022

Á 127. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs 14.06.2022, var eftirfarandi bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til umræðu í stjórn hafnasjóðs.
Meirihluti stjórnar hafnasjóðs samþykkir breytingu á deiliskipulagi á Norðurhafnarsvæði og skipulögð verði á svæði H2, 11.647m2 lóð ætluð fyrir hafsækna starfsemi.

Stjórn hafnasjóðs tekur fram að áður en þessari lóð verður úthlutað og á henni byggð upp vinnsla sjávarfangs á eftir að kynna málið fyrir öllum hagaðilum á svæðinu, grenndarkynna fyrir nærliggjandi íbúðabyggð og fá fram öll gögn málsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.

Áki Hauksson bókar:
Með því að veita lóðina til Íslandsþara skerðist lóðar og athafnarsvæði mikið við Norðuhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnarsvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Það yrði mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í stjórn Hafnasjóðs Norðurþings gegn þessari skipulagsbreytingu á Norðurhafnarsvæðinu en vill árétta að hann sé ekki á móti verksmiðjunni og fagnar allri atvinnuuppbyggingu í Norðurþingi.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings vísar málinu til Skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 137. fundur - 01.11.2022

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 6. fundur - 03.11.2022

Á 137. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs þann 1. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti uppfærða tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnar Húsavíkur en fyrri hugmynd var til umfjöllunar í hafnarstjórn 29. júní s.l. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga."

Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi kynnir breytingu á deiliskipulagi Norðurhafnar.
Á 137. fundi sínum þann 1. nóvember s.l. fjallaði skipulags- og framkvæmdaráð um tillögu að breytingu deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis. Endurskoðuð tillaga miðar við breyttar forsendur í fyrirhugaðri uppbyggingu lífhreinsistöðvar Íslandsþara við Húsavíkurhöfn. Niðurstaða skipulags og framkvæmdaráðs var eftirfarandi: “Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við Hafnarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að breytingu deiliskipulagsins verði kynnt skv. ákvæðum skipulagslaga".
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á skipulagstillögunni:
1.Lóð undir lífhreinsistöð verði stytt um 5 m að vestanverðu til að rýmka umferðarleið um hafnarsvæðið.
2.Teknir verði allt að 10 m af landfyllingu suðvestanverðri til að opna möguleika á lengingu viðlegukannts Norðurgarðs til norðurs.
Hafnarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa og hafnarstjóra að láta vinna tilgreindar breytingar á skipulagstillögunni. Jafnframt verði hafnarstjóra falið að kynna fyrirliggjandi skipulagstillögu á almennum íbúafundi sbr. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga.
Meirihluti hafnarstjórnar leggur til við sveitarstjórn að tillaga að skipulagsbreytingum með ofangreindum breytingum verði kynnt samkvæmt ákvæðum 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga.

Áki Hauksson óskar bókað:
Það er ljóst að vinna á málið áfram með Íslandsþara þannig að þaraverksmiðjan verði að veruleika á Norðurhafnarsvæði H2.
Með því að veita lóðina til Íslandsþara skerðist athafnasvæði mikið við Norðurhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnarsvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Það yrði mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í stjórn Hafnasjóðs Norðurþings gegn þessari skipulagsbreytingu á Norðurhafnarsvæðinu.
Í bókun Stjórnar hafnasjóðs stendur frá því 29 júní 2022:
„Stjórn hafnasjóðs tekur fram að áður en þessari lóð verður úthlutað og á henni byggð upp vinnsla sjávarfangs á eftir að kynna málið fyrir öllum hagaðilum á svæðinu, grenndarkynna fyrir nærliggjandi íbúðabyggð og fá fram öll gögn málsins vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.“
Fulltrúi M listar áréttar að hann er ekki á móti verksmiðju Íslandsþara en leggst alfarið gegn fyrirhugaðri staðsetningu.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar Gauki Hjartarsyni skipulagsfulltrúa fyrir kynninguna.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 7. fundur - 21.11.2022

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur breytt deiliskipulag fyrir norðurhafnarsvæðið við Húsavíkurhöfn þar sem búið er að færa inn þær breytingar sem ákveðnar voru á 6. fundi Stjórnar Hafnasjóðs þann 3. nóvember 2022.
Meirihluti Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings telur að breytingar deiliskipulagstillögunnar séu í samræmi við óskir stjórnar frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 og leggur til við sveitarstórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Áki Hauksson vísar í fyrri bókun sína frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 varðandi deiliskipulag Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 140. fundur - 22.11.2022

Skipulagsráðgjafi hefur breytt tillögu að deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis til samræmis við óskir stjórnar hafnarsjóðs Norðurþings frá 6. fundi. Stjórn hafnarsjóðs fjallaði einnig um skipulagstillöguna á 7. fundi sínum þann 21. nóvember.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs gerir ekki athugasemdir við þær breytingar sem gerðar hafa verið á tillögunni að ósk hafnarstjórnar.

Áki óskar bókað:
Með þessari tillögu er verið að vinna að því að Íslandsþari fái þessa lóð á Norðurhafnarsvæði H2 undir starfsemi sína. Fái þessi tillaga brautargengi og í framhaldi Íslandsþari lóðina skerðist lóðar og athafnasvæði mikið við Norðurhöfnina á Húsavík. Nú þegar er farið að þrengja verulega að þessu svæði, Húsavíkurhöfn verður að geta boðið uppá athafnasvæði fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka.
Einnig í ljósi nýrra upplýsinga yrði það mikið skipulagsslys að veita þessa lóð til Íslandsþara, því leggst Áki Hauksson fulltrúi M-Listans í skipulags- og framkvæmdaráði Norðurþings gegn þessari deiliskipulagstillögu á Norðurhafnarsvæðinu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 128. fundur - 01.12.2022

Á 7. fundi stjórnar Hafnajóðs Norðurþings var eftirfarandi bókað:

Meirihluti Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings telur að breytingar deiliskipulagstillögunnar séu í samræmi við óskir stjórnar frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 og leggur til við sveitarstórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Áki Hauksson vísar í fyrri bókun sína frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 varðandi deiliskipulag Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.
Til máls tóku: Soffía, Áki, Hjálmar, Ingibjörg, Benóný, Hafrún, Eiður, Helena og Aldey.

Meirihluti sveitarstjórnar leggur fram eftirfarandi bókun:
Í gildandi deiliskipulagi skilgreinist hafnarsvæði H2 á norðurhafnarsvæði Húsavíkur sem athafnasvæði hafnarinnar, geymslu- og gámasvæði, ásamt fjórum byggingarlóðum. Fyrirtækið Íslandsþari, sem hyggur á uppbyggingu lífhreinsistöðvar á Húsavík, hefur óskað eftir verulegum hluta H2 sem byggingarlóð fyrir sína starfsemi. Forsenda fyrir úthlutun lóðar að ósk Íslandsþara er breyting á deiliskipulagi Norðurhafnar þar skilgreind verði nægilega stór lóð fyrir uppbygginguna. Jafnframt þarf að skilgreina í deiliskipulagi byggingarskilmála þeirrar lóðar þar sem skilgreindur verður byggingarreitur og aðrir skilmálar fyrir notkun lóðarinnar.
Það er stjórn Hafnarsjóðs sem fer með skipulagsmál á hafnarsvæðinu og hefur meirihluti stjórnarinnar vísað þessari tillögu að breytingu deiliskipulags til sveitarstjórnar og leggur til að hún verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga. Skipulags- og framkvæmdaráð lét vinna fyrstu tillögu að breytingu deiliskipulagsins en hafnarstjórn lét vinna breytingar á þeirri tillögu og er sú tillaga hafnarstjórnar hér til umfjöllunar. Það er mat hafnarstjórnar að um sé að ræða verulega breytingu deiliskipulagsins og því sé rétt að fylgja sama skipulagsferli og fyrir nýtt deiliskipulag.
Með því að setja deiliskipulagstillöguna í fullt kynningarferli samkvæmt skipulagslögum gefst öllum, sem áhuga hafa, tækifæri til að gera athugasemdir við skipulagstillöguna, en athugasemdafrestur er að lágmarki sex vikur frá birtingu auglýsingar.
Að athugasemdafresti loknum verður tekin afstaða til þeirra athugasemda og ábendinga sem berast við kynningu skipulagstillögunnar. Gera má ráð fyrir að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að úrvinnslu athugasemda til stjórnar hafnarstjóðs sem aftur gerir tillögu að lokaafgreiðslu í sveitarstjórn. Athugasemdir geta kallað á breytingar skipulagstillögunnar eða jafnvel leitt til þeirrar afstöðu að hætt verði við skipulagsbreytinguna alfarið.Áki Hauksson fulltrúi M-Listans óskar bókað:
Það sætir furðu að keyra eigi deiliskiplagið á Norðurhafnarsvæði í gegn svo Íslandsþari geti reist þar verksmiðju sína. Eins og svo oft áður þá hef ég bent á að athafnarsvæðið við höfnina minnkar gríðarlega mikið við þessa byggingu Íslandsþara, stækki Bakki á komandi árum verður ekkert athafnarpláss á þessu svæði sem lageraðstaða fyrir þau fyrirtæki sem vilja hefja starfsemi á Bakka rísi verksmiðja Íslandsþara. Einnig liggja fyrir gögn þar sem vægast sagt er varað við þessari staðsetningu á Norðuhafnarasvæðinu H2. Þær upplýsingar sem liggja í þessum gögnum varðar klárlega almenning og ætti það að vera næg ástæða til að núllstilla þetta skipulagsslys sem fyrirhugað er á þessum stað á Norðurhafnarsvæði H2.


Fulltrúar V-lista, Ingibjörg og Aldey ásamt fulltrúa M-lista, Áka óska bókað:
Stjórnsýslunni ber að fara eftir meginreglu í lögum um Náttúruvernd en þar segir að ákvarðanir er varða náttúruna skuli teknar af vísindalegri þekkingu eins og kostur er. Fjölmörgum spurningum er ósvarað og teljum við að með því að samþykkja deiliskipulag um lóð fyrir verksmiðju sem hyggst landa 40.000 tonnum af stórþara á ári í tilraunaskyni sé það ekki upplýst ákvörðun.


Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs með atkvæðum Benónýs, Eiðs, Hafrúnar, Helenu, Hjálmars og Soffíu.
Aldey, Áki og Ingibjörg greiða atkvæði á móti.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 144. fundur - 24.01.2023

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Athugasemdir gerðu eftirtaldir: 01.Slökkvilið og Eldvarnareftirlit Norðurþings, 02.Minjastofnun, 03.Vegagerðin, 04.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 05.Eimskip Húsavík, 06.Gentle Giants, 07.Norðursigling, 08.Hvalasafnið á Húsavík, 09.Ocean Missions, 10.Fanney Hreinsdóttir. 11.Guðmundur Árni Ólafsson, 12.Jakobína Kristjánsdóttir, 13.Sigmundur Þorgrímsson, 14.Sigrún Kristjánsdóttir, 15.Eggert Jóhannsson, 16.Anný Peta Sigmundsdóttir, 17.Þorgrímur Sigmundsson, 18.Áki Hauksson, 19.Belén García Ovide, 20.Guðmundur Salómonsson, 21.Heimir Harðarson, 22.Húsavíkurslippur, 23.Huld Hafliðadóttir, 24.Húsavíkurstofa, 25.Hörður Sigurbjarnarson, 26.Sigríður Þórdís Einarsdóttir, 27.Nico Schmid, 28.Charla Jean Basran, 29.Yann Kolbeinsson, 30.Axel Árnason, 31.Guðmundur Svafarsson, 32.Halldór Jón Gíslason, 33.Ingibjörg Benediktsdóttir, 34.Kristrún Ýr Óskarsdóttir, 35.Vilhjálmur Sigmundsson, 36.Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, 37.Sigurjón Benediktsson, 38.Þórunn Harðardóttir, 39.Þráinn Gunnarsson, 40.Óli Halldórsson, 41.Eva Björk Káradóttir.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir allar innsendar umsagnir sem bárust og vísar þeim til umfjöllunar í stjórn hafnasjóðs.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 8. fundur - 25.01.2023

Nú er lokið kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Skipulags- og framkvæmdaráð fjallaði um athugasemdirnar á fundi sínum þann 24. janúar og vísaði þeim til frekari umsagnar í Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings. Athugasemdir gerðu eftirtaldir: 01.Slökkvilið og Eldvarnareftirlit Norðurþings, 02.Minjastofnun, 03.Vegagerðin, 04.Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, 05.Eimskip Húsavík, 06.Gentle Giants, 07.Norðursigling, 08.Hvalasafnið á Húsavík, 09.Ocean Missions, 10.Fanney Hreinsdóttir. 11.Guðmundur Árni Ólafsson, 12.Jakobína Kristjánsdóttir, 13.Sigmundur Þorgrímsson, 14.Sigrún Kristjánsdóttir, 15.Eggert Jóhannsson, 16.Anný Peta Sigmundsdóttir, 17.Þorgrímur Sigmundsson, 18.Áki Hauksson, 19.Belén García Ovide, 20.Guðmundur Salómonsson, 21.Heimir Harðarson, 22.Húsavíkurslippur, 23.Huld Hafliðadóttir, 24.Húsavíkurstofa, 25.Hörður Sigurbjarnarson, 26.Sigríður Þórdís Einarsdóttir, 27.Nico Schmid, 28.Charla Jean Basran, 29.Yann Kolbeinsson, 30.Axel Árnason, 31.Guðmundur Svafarsson, 32.Halldór Jón Gíslason, 33.Ingibjörg Benediktsdóttir, 34.Kristrún Ýr Óskarsdóttir, 35.Vilhjálmur Sigmundsson, 36.Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir, 37.Sigurjón Benediktsson, 38.Þórunn Harðardóttir, 39.Þráinn Gunnarsson, 40.Óli Halldórsson, 41.Eva Björk Káradóttir.

Gaukur Hjartarson skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir þeim umsögnum sem bárust.
Áki Hauksson vék af fundi við umræður þessa máls.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings þakkar þær umsagnir sem bárust. Afgreiðslu umsagna er frestað.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 9. fundur - 23.02.2023

Á 8. fundi Stjórnar Hafnasjóðs þann 25. janúar sl. voru kynntar þær umsagnir sem bárust í kynningarferli breytingar deiliskipulags Norðurhafnasvæðis á Húsavík. Stjórn Hafnasjóðs frestaði afgreiðslu umsagna á þeim fundi.
Nú liggur fyrir áhættumat verkfræðistofunnar Mannvits vegna fyrirhugaðrar efnanotkunar í lífmassaveri Íslandsþara.
Stjórn hafnarsjóðs telur að sýnt hafi verið fram á með áhættugreiningu Mannvits að fyrirhuguð notkun hættulegra efna innan lóðar að Norðurgarði 7 skapi óverulega áhættu á aðliggjandi lóð slökkvistöðvar. Stjórnin óskar þess að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að viðbrögðum við umsögnum sem bárust við kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.

Áki Hauksson vék af fundi undir þessum lið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 149. fundur - 07.03.2023

Fyrir liggur að taka afstöðu til þeirra umsagna sem bárust við kynningu breytingar deiliskipulags Norðurhafnarsvæðis á Húsavík. Umsagnirnar voru áður til umfjöllunar á fundi ráðsins 24. janúar s.l. Stjórn Hafnarsjóðs hefur óskað þess að skipulags- og framkvæmdaráð geri tillögu að afgreiðslu umsagnanna.
Vegna framþróunar verkefna á vegum Íslandsþara hefur félagið góðfúslega óskað eftir því að ákvörðun á vegum sveitarfélagsins um sameiningu lóða H2 á Norðurhafnarsvæði Húsavíkur verði frestað á meðan næstu skref verða ákveðin, enda er mikilvægt að öll ákvarðanataka og opinber ferli séu vel ígrunduð.

Það er sameiginlegt mat sveitarfélagsins og Íslandsþara að vert sé að fresta ákvörðunartöku um ótilgreindan tíma en báðir aðilar eru meðvitaðir um að áfram sé vilji til samvinnu. Rannsóknir og frekari hönnunarvinna á vegum Íslandsþara halda áfram þar sem horft er til langrar framtíðar.

Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.7.1. skal senda Skipulagsstofnun deiliskipulag sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum og umsögnum um þær innan átta vikna frá því að frestur til athugasemda rann út. Frestur til að skila inn athugasemd var til 19. janúar sl.

Í ljósi ofangreinds samþykkir meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs að leggja til við stjórn Hafnasjóðs að falla frá fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis.

Birkir Freyr Stefánsson situr hjá.

Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings - 10. fundur - 22.03.2023

Vegna framþróunar verkefna á vegum Íslandsþara hefur félagið góðfúslega óskað eftir því að ákvörðun á vegum sveitarfélagsins um sameiningu lóða H2 á Norðurhafnarsvæði Húsavíkur verði frestað á meðan næstu skref verða ákveðin, enda er mikilvægt að öll ákvarðanataka og opinber ferli séu vel ígrunduð. Það er sameiginlegt mat sveitarfélagsins og Íslandsþara að vert sé að fresta ákvörðunartöku um ótilgreindan tíma en báðir aðilar eru meðvitaðir um að áfram sé vilji til samvinnu. Rannsóknir og frekari hönnunarvinna á vegum Íslandsþara halda áfram þar sem horft er til langrar framtíðar. Samkvæmt skipulagsreglugerð nr. 90/2013 gr. 5.7.1. skal senda Skipulagsstofnun deiliskipulag sem samþykkt hefur verið af sveitarstjórn og samantekt um málsmeðferð ásamt athugasemdum og umsögnum um þær innan átta vikna frá því að frestur til athugasemda rann út. Frestur til að skila inn athugasemd var til 19. janúar sl. Í ljósi ofangreinds samþykkir meirihluti skipulags- og framkvæmdaráðs að leggja til við stjórn Hafnasjóðs að falla frá fyrirliggjandi tillögu að breytingum á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis.
Með vísan til bókunar skipulags- og framkvæmdaráðs á 149. fundi ráðsins samþykkir stjórn Hafnasjóðs að falla frá kynntri tillögu að breytingu á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis