Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings

7. fundur 21. nóvember 2022 kl. 13:00 - 14:44 Norðurgarður 5.
Nefndarmenn
  • Eiður Pétursson formaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varaformaður
  • Áki Hauksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri
Dagskrá

1.Fjáhagsáætlun hafnasjóðs Norðurþings 2023

202210069

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2023.
Bergþór Bjarnason fjármálastjóri Norðurþings sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2023 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

2.Framkvæmdaáætlun hafnarsjóðs Norðurþings 2023 - 2026

202211064

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur framkvæmdaáætlun 2023-2026.
Bergþór Bjarnasón fjármálastjóri Norðurþings sat fundinn undir þessum lið.
Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings samþykkir framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árin 2023-2026 og vísar henni til kynningar í byggðarráði og seinni umræðu í sveitarstjórn.

3.Breyting á deiliskipulagi Norðurhafnarsvæðis

202205037

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs Norðurþings liggur breytt deiliskipulag fyrir norðurhafnarsvæðið við Húsavíkurhöfn þar sem búið er að færa inn þær breytingar sem ákveðnar voru á 6. fundi Stjórnar Hafnasjóðs þann 3. nóvember 2022.
Meirihluti Stjórnar Hafnasjóðs Norðurþings telur að breytingar deiliskipulagstillögunnar séu í samræmi við óskir stjórnar frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 og leggur til við sveitarstórn að skipulagstillagan verði auglýst til kynningar samkvæmt ákvæðum skipulagslaga.

Áki Hauksson vísar í fyrri bókun sína frá 6. fundi þann 3. nóvember 2022 varðandi deiliskipulag Norðurhafnarsvæðis á Húsavík.

4.Fundagerðir 2022 - Hafnasamband Íslands

202202047

Fyrir Stjórn Hafnasjóðs liggur fyrir fundargerð 446. fundar Hafnasambands Íslands, til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:44.